<$BlogRSDUrl$>

Friday, October 31, 2003

Jæja þá styttist í­ afmælisveisluna!!! Eins og flestir lesendur þessarar síðu vita þá ætla ég að halda ,,smá" afmælisveislu um helgina. Hú verður haldin í Fjölnisheimilinu á laugardag og held ég að það verði helvíti mikið fjör!!!
Síðan verður svo meira uppfærð eftir helgi!!! SKÁL!!!

Thursday, October 30, 2003

Jæja ég sveik það sem ég lofaði í gær en kem þó með annað miklu betra í staðinn..... Það er nefnilega nýr liður sem nefnist kvikmynd vikunnar. Ég rétt vona að ykkur lítist vel á því ég hef lagt (heilmikla) vinnu í þetta!!! En ég skal setja slúðurhornið inn á morgun ásamt tvíförunum, ég lofa...
En spurning dagsins er:hvernig líst ykkur á nýjungarnar???

Wednesday, October 29, 2003

Úúúúfffff! Nú loksins get ég farið að einbeita mér að því að smella dóti inn á þessa síðu. Ég hef verið soldið upptekinn í vinnunni og því ekki uppfært eins mikið og venjulega. Á morgun koma inn tveir nýjir liðir sem nefnast tvífarar og slúður. í seinni liðnum mun Miðdepill færa ykkur nýjustu og heitustu fréttirnar um leið og þær berast og ef þær berast ekki þá býr hann þær til eins og honum einum er lagið!!!
Á morgun kemur einnig inn nýr foli sem tekur við af honum Ragga félaga mínum. Nýji folinn er maður sem sumir þekkja en aðrir ekki. Hann er soldið hávaxinn en samt ekki, hann er þessi með ljósa, dökka, stutta, svarta, síða hárið. En nánar um það á morgun!!!

Thursday, October 23, 2003

Um síðustu helgi fór ég með Reyni í­ eitthvað innflutningspartý hjá vini hans. Teitið fór rólega af stað en leikar urðu meira og meira spennandi eftir því­ sem leið á kvöldið. Á leiðinni niður í­ bæ tókum við nett flipp svona eins og í gamla daga og endaði það með því­ að einhver hringdi á lögregluna. Þessir Reykví­kingar kunna ekki að skemmta sér!!! Fyrst fórum við á stað sem nefnist 11 að ég held og er þetta svona rokkbúlla með fullt, fullt af furðulegu liði..... Þetta er liðið sem gerir rúntinn niður Laugarveginn þess virði að fara hann. Alltaf jafn gaman að sjá þessi frí­k!!! En jæja yfir í eðlilega fólkið... Ég og Grelli(sem hafði bæst í­ hópinn) sendum svo Reyni heim með konunni vegna ölvunar og var því stefnan tekinn á Nelly´s!!! Það var nú bara fínt þar og er greinilegt að staðurinn er aðeins að lifna við eftir djúpan og langan svefn. En helvíti er hann nú alltaf sjöbbí­ samt. Á Nelly´s var ég að tala við einhvern dreng sem síðan sagði mér eftir nokkra stund að hann væri Leiknismaðurinn sem að ég reyndi að hrækja á þegar ég var rekinn útaf í­ fyrra. Ég fékk tveggja leikja bann fyrir að hitta hann ekki einu sinni!!! Svo eftir að hann sagði mér hver hann væri þá náttúrulega TUFF já það heyrðuð rétt ég spýtti á hann. Mér fannst það nú bara sanngjarnt þar sem ég var búinn að taka út bannið fyrir að tuffa á einhvern að það yrði þá að minnsta kosti hrækt á hann...........En Þetta fór allt vel og tók hann þessu með jafnaðargeði!!!
En hey það er nýr peyji í hinni hliðinni sem að kom mér all svakalega á óvart. Samt tel ég mig nú þekkja hann jafnvel og ég bjóst við því­ hann er óútreiknanlegur!!! Kí­kið á´etta!!!

Tuesday, October 21, 2003

Jæja lítið að frétta...... En keppnin um guðfaðirinn stendur nú sem hæst og fer hver að verða síðastur að sækja um. Nýr foli kemur ekki næstum því strax inn þar sem gestabókin og atkvæðagreiðslan fyrir folann hafa verið niðri vegna bilunar. Nú í dag opnar nýr liður á síðunni sem nefnist hin hliðin. Þar munu amerkir aðilar sitja fyrir svörum hvert sinn og verða spurðir spjörunum úr. Fyrsti gesturinn er ekki af verri endanum en það er góðvinur minn Danni Brellenska. Hver og einn aðili fær þó mismunandi spurningar og því mun engin fá nákvæmlega þær sömu!! En njótið vel............

Monday, October 20, 2003

Kötturinn skírður!!!!!
Þá er enn ein vinnuvikan gengin í garð... Mánudagar eru alltaf eitthvað svo þreytandi því þá er eitthvað svo langt í næstu helgi. Já og svo spilar það eitthvað inní að ég er alltaf ennþá þunnur svona fram undir hádegismat!!!
Fyrsta æfingin var í gærkveldi og fann ég virkilega fyrir því að ég væri rétt tæp 100 kíló..... Annars var fínt að kíkja í bolta og hitta strákanna.
Enn aðalmálið með þessu bloggi er að sjálfsögðu að tilkynna það að kötturinn hefur fengið nafn. Því miður fór það þannig að enginn kom með draumanafnið þó svo að nokkrar tillögur hefðu verið fínar, og enn fleiri ömurlegar. En nafnið sem við enduðum með var TINNI!!!.... Sjálfsagt á ég eftir að fá sterk viðbrögð frá þáttakendum í keppninni fyrir að hafa valið þetta nafn. En munið bara að vera ekki það tapsár að þetta fari útí dónaskap og svívirðingar hjá ykkur því ég á enn eftir að velja guðforeldra fyrir hann. Þess vegna getið þið notað spjallið hér fyrir neðan til að segja mér af hverju þið ættuð að vera Guðforeldrar hans Tinna... Gott væri ef þið létuð reynslu ykkar af köttum fylgja með sem og tekjur á mánuði, hvort þið reykjið eða drekkið og hvernig þið mynduð bregðast við ef að þið værum að passa kött og hann myndi mjálma stanslaust. Þetta er prófið og þeir sem koma best út fá það hlutverk að vera guðforeldrar. Guðforeldrarnir þurfa svo sem ekkert að gera nema það að þeim verður boðið í öll afmæli, fermingarveislur og fleira sem verður haldið fyrir Tinna.
Svo er bara að gefa fola vikunnar atkvæði ykkar og kíkja inn aftur á morgun því þá er von á enn fleiri nýjungum á síðuna.
P.S. Viltu vera afmælisbarn dagsins hjá Dabba di Canio??? Skráðu þig þá hér til hliðar......
En fyrst ég er á þessum nótum þá ætla ég að nota tækifærið og óska honum Brynjari Elefssyni vini mínum til hamingju með daginn á laugardaginn.

Friday, October 17, 2003

Jæja þá er þetta allt að koma!!! Ég er svolítið ósáttur við þessa freehomepage síðu sem ég er með. Í fyrsta lagi þá er óþolandi að geta ekki haft íslenska stafi og svo er þetta helvíti alveg drullu lélegt og virkar þetta ekkert. Ég ætlaði að uppfæra slatta í dag en byrjaði á því að athuga hvað væri hægt að gera með þessa síðu og komst ég að því að það er akkúrat ekki hægt að gera NEITT!!!Ég var ekkert voða lega sáttur en þetta reddast allt saman. Ég setti svo slatta af nýju dóti inn og er því bara málið að krúsa um síðuna og kíkja allt djásnið... En EKKI gleyma að kíkja á Fola vikunnar því þar er glænýr peyji sem stendur svo sannarlega fyrir sínu! Þar af leiðandi hefur verið lokað fyrir kosningu á Grella sem nánast sprengdi skalann.
En nóg í bili! Eigið öll alveg ljómandi góða helgi og verið nú dugleg við að kvitta fyrir komu ykkar!!! Látið mig líka vita hvað ykkur finnst um fola vikunnar sem og ef þið vitið um betra heimasíðupláss þar sem ég get hýst síðuna mína.....

Hún á afmæli í dag, hún á afmæl................

Jæja það er enn eitt afmælisbarnið hér í okt. mánuði. Að þessu sinni er það mamma sem á afmæli. Ætlum að gera svolítið sniðugt því við ætlum að koma henni á óvart. Pabbi ætlar að plata hana í heimsókn til mín og Kötlu og þá verð ég búinn að elda alveg dýrindis mat. Svo er stefnan tekin á Nóa albinóa á eftir. Ég hafði hugsað mér að elda T-bone steik á aðalrétt en að starta þessu með hreindýrapaté a'la Miðdepill. En svona án gríns þá dýrka það allir sem hafa smakkað það hjá mér. En nóg um mat það eru sjálfsagt allir orðnir svangir sem eru að lesa þetta...
Núna er loksins að róast hjá mér í vinnunni og ætla ég því að uppfæra síðuna á eftir ef ég hef tíma. Ég mun þó láta vita ef af því verður....
En þetta er nóg í bili, til hamingju með daginn mamma!!!!

Thursday, October 16, 2003

AFMÆLISBÖRN DAGSINS!!!

Eru........ Halli og Valli. Til hamingju með daginn drengir og njótið hans vel. Valli er sem stendur staddur á blönduósi að kenna íþróttir í grunnskólanum þar. Valla líkar lífið þar bara vel og segist hann vera búinn að spotta tvær dömur 9 og eina í 7. bekk sem honum líst vel á.Halli er hins vegar staddur hér í Reykjavík þar sem hann er að mennta sig.

En jæja nóg um þá og yfir í mig..... Ég er enn að svíkja loforðið með það að uppfæra síðuna því það er búið að vera geðveikt að gera hjá mér. Ég lofa að reyna að gera eitthvað á morgun því þá verð ég vonandi búinn með þessi verkefni sem ég þarf að klára. Nýjungar sem má búast við eru til dæmis nýr foli, slatti af myndum og tveir nýjir liðir á síðunni sem eiga að koma á óvart. Reyni að skella þessu inn á morgun svo þið getið öll átt ánægjulega helgi. Auf wiedershen eða eitthvað í þá áttina..
P.s. Var að skella inn smá nýju á hina síðuna, kíkið á það. Svo kemur meira á morgun!!!

Tuesday, October 14, 2003

Nýr foli kemur inn á morgun... Ekki gleyma að reyna að giska á hver hann er því það eru verðlaun í boði. Vísbendingarnar eru þær að hann er landsþekktur og gamall Króksari.... Hafði því mður ekki tíma til að gera neitt í síðunni í dag vegna anna. Reyni að bæta úr því á morgun...

Jæja þá er strembinni helgi lokið!!! Ég fór á uppskeruhátíðina eins og ég nefndi fyrir helgi og skemmti mér bara mjög vel. Flutti þennan pistil sem ég skrifaði og svo vorum við með full monty show sem sló í­ gegn og okkar eigin verðlaunaafhendingu(t.d. höstler ársins og fl.) Allt gekk þetta mjög vel ef dæma má af viðbrögðunum hjá fólkinu í salnum. Uppskeruhátíðin var öll hin glæsilegasta og fór bara nokkuð vel fram. Bestir hjá okkur voru valdir Rikki og Gunni Már og áttu þeir það fyllilega skilið sem og Íbsen sem var efnilegastur. Svo var ég markahæstur ásamt því að vera kosinn besti félaginn.
Heyrðu ég var búinn að lofa að birta stöku sem að Binni E samdi og kemur hún á eftir ásamt einni alveg splunkunýrri frá sjálfum mér!!! Ég reikna með að uppfæra síðuna alveg slatta í dag svo stay tuned.... Af kisa litla er það að frétta að hann er enn nafnlaus og er kominn með gubbupestina. Greyið gubbar og gubbar og getur ekkert borðað þannig að endilega komið með sniðugar uppástungur í hvelli svo hann sé ekki bæði nafnlaus og veikur.....

Friday, October 10, 2003

Oh well oh well, orðinn 25!!! Ég ætlaði að gera eitthvað skemmtilegt í gær sérstaklega þar sem Hrafnkatla var búin að plana allan daginn með stanslausum uppákomum. En eitthvað er aldurinn að færast yfir mig þar sem ég þurfti að leggja mig fyrst og ákvað svo að vinna aðeins í erfaskránni minni... Nei ekki alveg!!! En þetta var fullkominn dagur í alla staði. Við byrjuðum daginn snemma þar sem ég hætti í vinnunni um hádegi. En yfir í annað... Stressið hefur heltekið mig fyrir þessa blessuðu uppskeruhátíð sem er algjör galli því þetta er eitthvað sem manni á að hlakka til fyrir... Því hef ég látið þessa síðu sitja aðeins á hakanum en úr því verður bætt eftir hegli. Ha ha ætlaði að skrifa helgi!!!! En þið haldið sjálfsagt að þá hljóti ég að vera kominn með fullt af atriðum... En neiiiihhh, ég er ekki kominn með neitt, EKKI NEITT .... En það reddast, þetta einhvern veginn gerir það alltaf!!!
Það sem hefur þó fengið mig til að brosa og glatt mitt litla hjarta að undanförnu(fyrir utan þennan snilldar afmælisdag í gær) eru þessi frábæru viðbrögð sem nafnasamkeppnin hefur fengið. Mörg alveg ljómandi falleg nöfn hafa verið nefnd en ekkert sem hefur fengið mig til að fella tár. Þó svo að Himmz hafi verið mjög nálægt því. Klikkið hér til að sjá uppástungu Himmz. En Brynjar Elefsen dirfist ekki einu sinni að taka þátt því það þýðir ekkert. Hann hins vegar hreifst svo af ljóðunum hér fyrir neðan að hann ákvað að senda mér limru sem ég birti hér eftir helgi. En í bili þá segi ég góða helgi og ÁFRAM FJÖLNIR!!!

Thursday, October 09, 2003

AFMÆLISBARN DAGSINS!!!

Jæja, fyrsta afmælisbarn dagsins er víst ÉG!!! Ég fæddist á þessum drottins degi klukkan kortér yfir 4 um nóttina fyrir 25 árum síðan (SHIT). Mér finnst ótrúlegt að ég skuli vera orðinn þetta gamall þar sem ég er svo ótrúlega barnalegur ennþá, ég hálfskammast mín. Anyway þá gerðist það að ég hrökk upp í nótt og leit á klukkuna og viti menn, hún var nákvæmlega kortér yfir 4!!!! En það sem verra var var það að ég gat ekkert sofnað aftur... Sem er MJÖG ólíkt mér. Hluti af ástæðunni var þó sú að litli kettlingurinn minn var alltaf að pota í mig. þið heyrðuð rétt ég á lítinn kött, aftur!!! Eins og þeir sem þekkja mig vita þá missti ég forræðið yfir gamla kettinum Mjása á mjög dramatískan hátt. Eða reyndar var svolítill Sophiu Hansen og Halim Al fnykur af þessu öllu saman. Spurning hvort að helgarblað DV fjalli um mína baráttu eftir nokkur ár eins og þeir gerðu um mál hennar Soffíu hér um daginn, humm spurning. En allaveganna þá skil ég Sophiu og tek hennar málstað hér eftir eftir að hafa gengið í gegnum þetta allt sjálfur!!!
Jæja aftur að kettinum sem er ekkert smá fallegur. Hann er pínu pons og algjör.... uhumm.. dúlla. Hann er fress og algér villingur, alveg eins og ég vill hafa þá. Hann kom reyndar mjög óvænt þar sem hann var afmælisgjöf frá Hrafnkötlu sem vissi hvað ég dýrka ketti. Hún bara sótti mig í vinnuna í gær með kisuna í fanginu. Langbesta afmælisgjöf sem ég hef á ævinni fengið!!!!
En yfir í annað... Í gær kíkti ég inn á Vikan.is til þess að gefa Audda atkvæði mitt sem kynþokkafyllsti maður Íslands. Reyndar hefur Auddi aldrei gert neitt fyrir mig, mér einhvern veginn hefur aldrei fundist hann neitt sexí. Reyndar hefur enginn af þeim tilnefndu gert neitt fyrir mig, (kannski spilar það inní að þeir séu karlmenn!) nema að sjálfsögðu Hanni Bach, hann er fox sem fær mann til að svitna á pungnum......
En jæja þetta er gott í dag. Endilega verið nú virk í spjallinu hér fyrir neðan og komið t.d. með hugmyndir fyrir nafn á nýja kisanum þar sem við höfum ekki fundið neitt nafn ennþá. Hey ég veit, nafnasamkeppni. Sá sem stingur upp á nafni sem við svo ákveðum að nota fær að launum eina kippu af ísjökul köldum bjór ásamt því að hann fær réttinn á því að vera guðfaðir hans. Þó fær Brynjar Elefsen ekki að taka þátt í þesari keppni þar sem hann vildi ólmur skíra síðasta köttinn minn Rassgat því honum fannst skína svo í boruna á honum. Brynjar fyrirgerði þar með rétti sínum til að taka þátt í öllum keppnum af þessu tagi!!!

Wednesday, October 08, 2003

Vá verð bara að koma því á framfæri að ég er að missa mig því ég var að finna svakalegan fola vikunnar til að taka við af Grella. Smá vísbending, þetta er gamall Króksari og er nú og hefur alltaf verið þjóðþekktur einstaklingur, snillingur með meiru!!
Smá getraun! Segið í comment dálkinn hér fyrir neðan hver þið haldið að þetta sé, sá sem giskar fyrst á rétt á inni hjá mér einn kaldan á næsta pöbb!!!

Vá!!! Það eru liðnir tæpir tveir dagar frá því að síðan fór í loftið og strax komnar um 100 heimsóknir. Það sýnir bara það að fólk hefur fundið fyrir ákveðnu tómarúmi í lífi sínu eftir að dabbidicanio.cityslide var lögð niður!! En annars er það að frétta að á morgun á ég AFMÆLI!!! og í tilefni af því­ ætla ég að byrja með afmælisbarn dagsins sem verður nýr liður hér á síðunni!!!
Annars er svo sem ekkert merkilegt sem ég hef að segja í dag annað en að undirbúningur fyrir uppskeruhátíðina fór á fullt í gær þegar að ég og Gunni Valur lögðum drögin að þessu öllu yfir 4 köldum á Samma feita. Það stefnir í að þessi uppskeruhátíð verði hin glæsilegasta enda verða um 300 manns á svæðinu sem að stressar mann nú aðeins upp fyrir skemmtiatriðin!!!
Hér fyrir neðan má sjá ansi sniðugt ljóð frá félaga mínum sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann sendi mér þetta ljóð á­ tölvupósti þar sem hann hélt því fram að nauðgararnir úr ensku úrvalsdeildinni væru allir Liverpool kappar.....
Þessu svaraði ég (að sjálfsögðu) svona eftir að hafa lesið meðfylgjandi grein á Fótbolta.net!!!
Grein tekin af Fótbolti.net!!!
Tekið af Fótbolti.net!!!
Phil Neville kominn í þjálfun.

Phil Neville hefur tekið fyrsta skrefið í að verða knattspyrnustjóri en
hann hefur ráðið sig í hlutastarf við að að þjálfa unglingalið Rossendale.
Neville sem er 26 ára gamall sótti sjálfur um að fá að aðstoða félagið en
það er liður í áætlun hans að fá UEFA þjálfara leyfi. Kevin Proctor ritari
Rossendale sagði: ,,Það er frábært að fá einhvern af gæðaflokki Phil til
að vinna með krökkunum.

Mitt svar er þetta;
Nú fer hann Phil Neville að þjálfa
svo menn bara á beinunum skjálfa
yfir því að hann reynir
og leiðbeinir
ungum strákum að sparka
það er hann ekkert að marka
því hann er ekki fljótur
og með eindæmum ljótur
Svo hvað eru menn að spá
svona mann að fá
Því hann er svo rosalega slunginn
að fá þá til að sleikja á sér punginn
hann vill þá sko passa
til að setja hann í rassa
þá hann rymur og stynur
þar til vinurinn er linur
þá hann er búinn að fá það
þið ættuð að sjá það
því það lekur vökvi hvítur
og á tillanum er skítur
nú vill hann þvo tillann
svo hann segir við lillann
,,viltu opna á þér kokið
og svo er æfingu lokið!!!!!"
Jæja hvernig fannst ykkur svo, endilega tjáið ykkur hér í­ skoðanadálknum fyrir neðan!!!

Monday, October 06, 2003

Ónefndur vinur minn sendi mér þessa rímu í vinnuna!!! Hún er um nauðgunarmálið fræga í Englandi. Það er greinilegt hverjir hann heldur að hafi gert þetta!!!
poolarar eru í vondum málum
líður illa 7 litlum sálum
í london í hóp lítilli stelpu riðu
og ekki eftir neinu biðu
einn í einu þeir á hana fóru
héldu kannsað þeir værað ríða hóru
en stelpan á móti tók
og það á spennuna jók
á kaf í klofið þeir skaufana ráku
og á gleraugun slettu þeir allir hráku
í leggöngin fékk hún fullt af sæði
frá varnar og sóknar mönnum bæði
vonandi var hún á pillunni greyið
því annars líklega fyllist legið
af litlum krílum í rauðum búning
sem eru til í að taka snúning
á vellinum eftir nokkur ár
þegar þeir verða komin með hár.

Jæja þá er helgin búinn. Hún var í styttra laginu þar sem ég þurfti að vinna á laugardaginn. Kíkti út á laugardagskvöldið þar sem ég byrjaði kvöldið heima hjá Rikka. Danni Pulsa gaf eitt það versta Gin sem ég hef smakkað og fór það nokkuð illa í mig, reyndar svo illa að ég skilaði því öllu og var ekki einu sinni ölvaður...
Í dag ætla ég að opna síðuna mína þó svo að hún sé enn frekar smá í sniðum. Aðalatriðin eru þó kominn eins og t.d. foli vikunnar. Það reyndar fer ótrúlega í taugarnar á mér að ég geti ekki notað íslenska stafi á síðunni og því er hún öll á sms máli. En verið nú dugleg að kíkja á síðurnar mínar og tjáið ykkur að vild.
p.s. Ef einhver vil skoða myndir frá Krít sem Grelli tók þá er þær hér

Thursday, October 02, 2003

Jæja þér nýr dagur runninn upp. Ég er ekki að meika það að bíða helginni þessa dagana því ég er gjörsamlega að drukkna í vinnu. Ég fer út 8 á morgnana og er kominn heim um klukkan 22-22:30 á kvöldin, jafnvel seinna. Í gærkveldi kíktum við Gunni Valur uppí Fjölnisheimili og hittum þar Guðmund Stefán a.k.a Milhouse. Uppskeruhátíðin var rædd og fengum við þær gleðifréttir að leikmönnum er boðið ásamt mökum. Djöfull eru þeir flottir á þessu hjá Fjölni, eitthvað sem ég er ekki vanur.
Næsta helgi verður þó skemmtileg. Verð reyndar að vinna langt fram á kvöld á föstudaginn en á Laugardaginn ætlum við Gunni að hittast og reyna að semja eins og eitt skemmtiatriði. Svo reikna ég með því að skutla Hrafnkötlu í einhvern saumaklúbb sem hún á að mæta í um kvöldið og þá er það bara djamm sem tekur við eftir það. Allt planað, ekki minn stíll!!!En það verður víst að koma í ljós hvort helgin standi undir væntingum......

Wednesday, October 01, 2003

Jæja þá er þetta allt að smella en allar nýjustu uppfærslur mun ég setja fram hér ásamt því sem ég þarf að tjá mig um hitt og þetta.... Þar sem ég er þó enn að vinna í hinni síðunni þá mun ég ekki opna þessa strax!

Jæja ég var að ákveða að skella upp eins og einni heimasíðu svona til að rifja upp gamla tíma. Þegar ég var búinn að því hugsaði ég ,,hvers vegna bara eina"? og skellti því upp þessari bloggsíðu í leiðinni. En verið dugleg að kíkja í heimsókn því hér er alltaf eitthvað um að vera. Rómantík, drama, spenna og erótík. Allt þetta er að finna hér til hliðar undir linknum Dabbi di Canio og því vel þess virði að tjakka reglulega á þessu...
P.S. Og að sjálfsögðu verður foli vikunnar á sínum stað!!! :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?