<$BlogRSDUrl$>

Friday, November 28, 2003

Það verður sko ekkert eldað um helgina!

Nei svo sannarlega ekki því þetta verður sannkölluð draumahelgi. Í fyrsta lagi þá förum við Katla í­ steik til mömmu og pabba á sunnudaginn og verður það helví­ti fí­nt að vanda. Á mánudaginn var hringdi svo Heiðar vinur minn í­ mig en hann og konan hans ætla að bjóða okkur í­ mat í­ Kópavoginn annað kvöld, snilld. En svo hringdi meistarakokkurinn og stórvinur minn hann Diddi í mig í gær og vildi hann endilega elda stórmáltíð handa mér og Kötlu í kvöld. Þar sem Katla er önnum kafin við­ prófalestur og við að fara annað kvöld til Heiðars og spúsu hans þá varð hún að afþakka. Þar af leiðandi verðum þarna tuddarnir þrí­r, ég, Diddi og Grelli Karls. Ég ætla að koma með kerti og Celine Dion á fóninn og Grelli með nuddolíuna svo það verði nú einhver rómantík á svæðinu. Þetta verður æpandi snilld, það verður rautt, hvítt, bjór og brennivín..... Svo er matseðillinn ekki af verri endanum. Pilturinn ætlar að hafa tvo forrétti, hörpuskel og nauta karpatsíjó(kann ekki að skrifa það). Í aðalrétt verður svo önd að hætti hússins en ég hef einmitt aldrei smakkað önd. Er einhver annar en ég kominn með vatn í­ munninn??? Drengurinn er snilldarkokkur og það vill svo skemmtilega til að hann keypti mat fyrir fjóra svo hummmm, hver býður best???
I love my job
Ég er eins og sumir vita að vinna hjá Landsvirkjun sem er ekki bara helvíti fínt heldur líka alveg þrælvel borgað. Sem er frábært á svona dögum eins og þessum(útborgunardagur). Það sem hins vegar margir vita ekki er það að ég er líka í aukavinnu 3-4 kvöld í viku, 1-3 tíma í senn. Ég er orðinn ástfanginn af þessari aukavinnu því ég var að fá útborgað fyrir nóvember í gær. Dömur mínar og herrar 101.100 kall, fyrir aukavinnu.... Ég er ekkert smá sáttur því þetta var nánast engin vinna(Ég er samt ekki að selja mig, ennþá). Ohhhh hvað ég er glaður!!!RING RING(síminn minn var að hringja, það var Diddilíus. Við erum víst orðnir 5 piltarnir í matarboðinu svo ég hugsa að ég skilji kertin og Celine Dion eftir heim. Er alveg viss um að Grelli komi SAMT með nuddolíuna)
Lagið á heilanum
Það er eitt lag sem ég alvarlega með á heilanum þessa dagana en það er lagið Heiðin há með Margréti Eir. Djöfull tekur hún það flott maður ,, Hleyptu mér inn um gluggann, vóh óhu hóhh" Það er ekkert sem getur fengið mig til að hætta að hlusta á þetta lag þessa dagana nema.......... nema kannski að ég myndi slysast til að heyra Erlu taka það í­ sinni útgáfu!!! Hefur einhver hérna séð Grease? Hún er líka helvíti góð þar, ekki Erla sko, Margrét!!! Talandi um Grease, djöfull er Birgitta í­ miklu aukahlutverki, enda bæði lélegur leikari og dansari en hún syngur vel, það verður ekki tekið af henni. Greinilegt að hún er bara þarna til að selja miða... Svona svipað og þegar við fengum Steina Jóns úr KR liðinu í sumar. Ég er á því­ að hann hefði átt að geta selt fullt af miðum fyrir okkur í sumar. Ekki það að fólk komi á völlinn til að sjá hann spila, heldur vegna þess að það átti að láta hann selja miða. Ég meina klár strákur, kann að gefa til baka og svona.
Nenni ekkeer að uppfæra síðuna í dag en nýr foli og fleira kemur eftir helgi. Greinilegt að það skiptir máli hver folinn er hvort fólk nenni að gefa honum atkvæði því Nonni er að sprengja skalann.
Annars óska ég ykkur góðrar helgar og reyniði nú að skemmta ykkur eins vel og ég á eftir að gera og þið sem eruð í­ prófum.... Gangi ykk..... nei annars, gott á ykkur!!!
Miðdepill kveður, svangur en sáttur og molddddddríkur!!!

Wednesday, November 26, 2003

Jæja jæja jæja!!!

Ég ætla ekki að eyða meiri tíma í það að lýsa yfir andstyggð minni á Lil. Þessi helv...... já, nei stopp nú! Að minnsta kosti ætla ég ekki að úthúða henni meira hérna en fyrir haturaðdáendur hennar þá minni ég í síðuna sem ég tileinkaði henni
Ég nenni ekkert að skrifa í dag en ég uppfærði tvífarana sem eru helvíti góðir. Þetta er reyndar gamalt djók síðan á Tindastóls síðunni sem ég var með enn samt sem áður er þetta gamalt djók í nýjum nærbuxum eins og Einar Ágúst myndi segja.....
Einnig bjó ég loksins til hinn marg umtalaða slúðurdálk sem hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Ég held að það sé óhætt að segja að hann fari bara helvíti vel af stað. Dálkurinn heitir reyndar Orðið á götunni en ekki Di Canio slúðrar eins og hann átti fyrst að heita. Slúðrið í dag er um æskuvin minn sem villtist af leið sinni um menntaveginn. Hann er víst búinn að finna sér annað starf sem hann er víst born to do!!!
Að lokum uppfærði ég linkana hér til hliðar og þetta er bara nóg handa ykkur í bili.....
En endilega tjáið ykkur um slúðrið hér fyrir neðan og nýja tvífarann. Tjattið virkar þannig að þið klikkið bara á linkinn hér fyrir neðan og þar með getið þið tjáð ykkur. Það hafa nefnilega nokkrir kvartað við mig því þeir segjast ekki vita hvar þetta comment kerfi sé. böns off dömmeses!!!
Miðdepill kveður frekar fámáll....

Tuesday, November 25, 2003

Ég er búinn að taka hatur mitt á Lil á næsta stig eftir að hún sveik Rupert í gær!!! O.k. þetta er dálítið öfgafullt og sjúkt en mér er alveg sama því ég veit að ég marga stuðningsmenn í þessu. En hins vegar ef að einhver dirfist að segja að ég sé sjúkur að gera þetta þá bý ég til eins síðu um þann aðila!!!!!!!!! So you better stand by me......
Böhöhööhöööhööhö Rupert er farinn heim. Ég varla trúi því ennþá því hann er einn sá alskemmtilegasti og besti sem fram hefur komið í Survivor. Allt þessari skátatussu að kenna. Jon er líka fífl sem ég hata, en samt ekki. Það þarf bara einhvern svona í hvern leik því t.d. Rob var svona síðast og ég hélt með honum þá. Reyndar er Jon svo pirrandi að ég myndi aldrei meika að halda með honum. Ég ætla ekki að úthúða Lil neitt meira hér því hún er komin með sérpláss fyrir það hjá mér eins og sjá má hér til hliðar.

Við kepptum í íslandsmóti innanhús um helgina og gekk það þokkalega hjá okkur. Unnum Árborg 3-1, Víði 10-1 og gerðum svo jafntefli við Grindavík 3-3 en þeir fóru upp með sama markahlutfall en fleiri mörk skoruð.

Ennnnn di Canio kveður að sinni, dapur því hann saknar Ruperts!!!

Monday, November 24, 2003

KLASSA HELGI-en allt of fljót að líða!!

Jæja miðbær Reykjavíkur endurvakti trú mína á sér því djöfull var gaman. Gunni Valur, Hallur og Karlsberg kíktu heim og var nett spjallað og smá bjór. Svo fórum við í bæinn og tókum smá rúnt áður en haldið var á skrallið. Eigandi bílsins var enn einn drengurinn frá Djúpavogi sem ég man ekki hvað heitir. Þar sem ég var búinn að nefna Jón Karls og Hall þá ættuð þið sem eruð frá Djúpavogi að geta notað útilokunaraðferðina til að fatta hver þetta var! Það er langt síðan maður hitti annan eins fjölda af Króksurum í bænum já og Fjölnismönnum líka. Af þeim sem ég hitti þá stóð það upp úr að hafa hitt Gulla Skít sem er snilli með meiru og reyndar Matta líka sem var með honum því hann bjargaði mér frá tóbaksskortinum.
Annars nennti ég ekki að uppfæra síðuna neitt í dag svo ég bara sleppti því!!!
En munið eftir Survivor í kvöld. GO HOME LIL!!!

Di Canio kveður ei kátur, því hann er kominn með uppí kok af Lil!!!

Friday, November 21, 2003

Jess það er að koma helgi!!!

Hún lítur líka bara ágætlega út. Reyndar er Katla á næturvöktum bæði föstudag og laugardag. Á laugadaginn er ég svo að keppa í íslandsmótinu innanhús í Austurbergi og erum við í riðli með Grindavík, Víði og Árborg! Fyrir áhugasama og helstu aðdáendur mína þá byrjum við að spila kortér í 4... Svo er planið að kíkja jafnvel eitthvað út með félagaskiptakónginum og Johnny Carlson eða Jón Karlsberg eins og ég kýs að kalla hann. Líst helvíti vel á það plan!!

Ég hata Lil í Survivor..... Ég sem gamall skáti er brjálaður yfir að þurfa að horfa upp á hana brjóta allar siðareglur sem hann Baden Powell setti okkur skátunum. Mér finnst að skátarnir í USA ættu að taka sig saman og get this cunt out of the game. Ég veit að það myndi gleðja fleiri en mig! Þeir mættu í kjölfarið svo taka tvær orður af skátabúningnum hennar, Vörðuna og Lúðurinn. Hún á það bara skilið eftir þessa neðanjarðarstarfsemi í þættinum, hún særði marga skáta víðsvegar um heiminn með þessu! En uppáhaldsgaurinn minn er Rupert. Snillingurinn sem ég hef haldið með frá því í allra fyrsta þættinum. Það er alveg spurning um að skella kallinum bara í Fola vikunnar í næstu viku!!! Talandi um Fola vikunnar þá er núverandi foli að slá ÖLL met! Ég uppfærði svo í dag föstudagssöguna fyrir ykkur perrana. Ég þurfti reyndar að stytta hana slatta því höfundur þeirra sem hefur aldrei verið nafngreindur fór bara nokkrum sinnum yfir strikið. Reyndar var ég að spá í að sleppa þessum lið því hann er hreinn og klár vibbi en þá fékk slatta af tölvupósti og einhver símtöl frá aðilum sem sögðu við mig að þetta væri snilld. Svo ég sló til!!! Þannig að viðkvæmar sálir Do NOT go there!. Ég bjó líka til nýja kvikmynd sem heitir þessa vikuna Mútarinn og fjallar hún um tvo vini sem snúast gegn hvor öðrum. Spennandi mynd sem endar ekki vel og mæli ég með því að fólk sé ekki einsamalt að horfa á myndina þar sem sem atriði eru ekki við hæfi ungra barna!!! Inni á kvikmyndasíðunni er ég nú loksins búinn að gera við stjörnugjöfina þannig að endilega látið mig vita hvaða myndir skara fram úr með því að gefa þeim stjörnur... Mynd dagsins er líka nýtt hjá mér og er hún ekki fyrir lyftingakappa í dag! Síðast en ekki síst eru nýjir tvífarar en í gær fann ég tvífara Inga Þórs en í dag er það...........
Í dag ætla ég að velja aumingja dagsins sem er að þessu sinni.............................
Andrew Firestone
O.k. reyndar dauðvorkenndi ég honum þegar að bróðir hans sagði honum hvað Kirsten hafði sagt en samt átti hann aldrei að velja Jen.... Þó svo að hún hafi verið fín sárabót þá var hún samt sem áður bara silfurverðlaunin þennan daginn!!! You don´t marry the nice girl when you can fuck the prom queen...
En jæja þetta er fínt í bili sérstaklega þar sem ég veit ekki hvort þetta virki því ég er heima að gera þetta og netið hérna er álíka lengi að hlaða upp vefsíðu og það tekur Pétur Björn að hlaupa 100 metrana...
En Miðdepill segir skál og góða helgi!!!!

Thursday, November 20, 2003

ATTENTION PLEASE!!!!

Var að skella inn einhverju smotterýi. Það má sjá Nýjan Fola vikunnar sem er geðveikur nagli. Svo smellti ég inn tvíburabræðrum í tvífarana. Þeir eru það líkir að ég þekkti þá ekki í sundur, hljóta að vera eineggja! Ég breytti einnig einni myndasíðunni og hef þar nú einungis gamla fola í staðinn. Ég bjó svo til nýja myndasíðu þar sem fleiri myndir munu koma fljótlega. Að lokum setti ég inn mynd dagsins og ættu þeir sem finnst bjór góður að hafa gaman af!!! Á morgun skelli ég svo inn nýrri kvikmynd, Föstudagsögunni og nýjum lið sem mun nefnast Di Canio slúðrar!!!
Kíkkið aftur á morgun og kíkjið á öll ósköpin!!!
P.s. Hér fyrir ofan getið þið séð fjölda gesta á síðunni hverju sinni. Reyndar sýnir teljarinn ekki fleiri en tvo í einu svo að................................

Monday, November 17, 2003

Dem hvað þetta var svakaleg helgi!!! Ég, Rikki, Hallur og Nonni skelltum okkur líklegast á Krókinn og Hofsós um helgina. Við kíktum á Sportbarinn á Föstudeginum þar sem Í svörtum fötum voru að spila. Það var fínt en reyndar óvenjulega fátt!!! En Laugardagurinn, þvílík snilld! Stefnan var sett á uppskeruhátíð Neista. Við vorum í húsnæði Neista sem er við hliðina á félagsheimilinu þannig að það var stutt að fara. Reyndar hefði húsið getað verið í hinum enda bæjarins en það hefði samt verið stutt að fara!!! En þetta hús var algjör snilld og dauðsáum við eftir því að hafa ekki komið þangað bara strax á Föstudeginum. Svo hófst uppskeruhátíðin og við mættum tískulega seint. Til að gera langa sögu stutta þá sló þetta í gegn og við skemmtum okkur þvílíkt vel... Það eru ótal sögur eftir helgina af ýmsustustu atvikum sem ég ætla þó ekki að tíunda hér af virðingu við sjálfan mig og samferðamenn mína!!! En djöfulsins snilld!!!
Ég ætla að smella inn einhverju sniðugu inn á síðuna fljótlega en vil nota þetta tækifæri til að hvetja fólk til að drífa í því að gefa Fola vikunnar atkvæði sitt svo ég geti farið að skipta um fola. Ég er búinn að finna næsta fola og er hann algjör snilld!!!
P.s. Bið kærlega að heilsa Nóra!!!

Tuesday, November 11, 2003

Jæja smellti inn mynd dagsins sem ætti í rauninni að heita mynd 4. hvers dags ef að það ætti að taka mið af hversu duglegur ég er að setja hana inn. Rétt í þessu setti ég líka inn kvikmynd vikunnar sem er falleg og hugljúf ástarsaga að þessu sinni. Endilega segið mér hvað ykkur finnst um þetta!!!
Annars ætlaði ég að segja aðeins frá helginni minni en finnst það svo sem óþarfi þar sem ég gerði ekkert að þessu sinni. Fannst eiginlega kominn tími á það þar sem ég hafði djammað nóg uppá síðkastið og svo verður nóg um að vera á næstunni. Það er svo mölli að ég fari norður um helgina en það er reyndar allt óvíst ennþá, kemur í ljós!!!

Friday, November 07, 2003

Jæja eigið góða helgi öll sömul!!! Ég nennti ekki að gera neitt í dag en skelli einhverju sniðugu inn eftir helgi... Reyndar getið þið séð lið sem er í vinnslu hérna og nefnist föstudagssagan. Fyrir 3 árum sendi einn vinur minn mér alltaf sögur á hverjum föstudagin í tölvupósti. Hann er nú byrjaður á því aftur og ákvað ég að skella einni sögunni á síðuna til að leyfa ykkur að sjá.. Látið mig vita hér fyrir neðan hvort ég eigi að hafa þetta vikulegan atburð eða losa mig við þessa snilld(þetta ógeð)!!!
BÆ BÆ Í BILI!!!
Föstudagssagan!!!

Wednesday, November 05, 2003

Heyrðu ég tók þetta próf svona til að tjakka getu mína í bólinu. Þetta er ótrúlegt!!! Þvílík nákvæmni og svo er þetta líka drullusniðugt en galdurinn er hins vegar sá að maður verður að vera hreinskilinn því annars kemur bara bull út úr þessu..... Prófið þetta og þá ættuð þið að komast að því hvort þið séuð í raun og veru sexmachine

Tuesday, November 04, 2003


Félagar mínir úr Fjölni hafa kvartað sáran yfir því hve fáa þeir þekki sem ég er að skrifa um eða stríða að einhverju leyti á síðunni. Þeir hrósa þó síðunni að sjálfsögðu í hástert og eiga eftir að vera enn ánægðari því nýji foli vikunnar er einhver sem þeir þekkja... Þetta mun því vera í fyrsta skiptið sem þeir velja fola sem þeir þekkja!!!
Annars verða svakalegar breytingar á síðunni í dag, loksins. Ég ætla ekki að telja þær allar upp hérna en ég hvet ykkur til að skoða hvern einasta lið þar sem nánast öllu verður breytt eða bætt við það. Ný kvikmynd, nýr foli, before and after,mynd dagsins svo eitthvað sé nefnt.... Kíkið á´etta!!!

HELGIN
fór bara nokkuð vel fram. Afmælisveislan var á laugardag og held ég að allir hafi bara verið nokkuð sáttir með veitingar og annað. Það var að minnsta kosti þrusu fjör og fólk var farið að dansa þarna alveg villt og galið, meira að segja við tónlistina mína!!! En það er eitthvað sem ætti að hneyksla marga..... Ferðinni var haldið í bæinn sem að hefði nú alveg mátt sleppa því alltaf er þessi miðbær eins nema hvað það verður alltaf leiðinlegra og leiðinlegra að fara þangað! Ég fór svo reyndar aftur í Fjölnisheimilið um 8 um morguninn. Ég og Katla skruppum þangað í afganga og rákumst þar á Inga Þór vera að vakna. Ég ætlaði að hringja í eitthvað lið og bjóða í eftirpartý og afganga en síminn minn var dauður og síminn Kötlu týndist..... Bömmer en hann fannst nú reyndar í gær. Höfðum týnt honum á leiðinni niður í bæ.
En fyrir mér var þetta kvöld algjör snilld. Þarna komu nánast allir snillingarnir úr boltanum og eins allir gömlu og góðu og bestu vinir mínir sem maður hafði suma hverja ekki séð lengi... En takk fyrir mig allir saman og sjáumst öll fljótlega...
P.s. Finnst ykkur svona myndir ekki lífga uppá síðuna???

This page is powered by Blogger. Isn't yours?