<$BlogRSDUrl$>

Friday, January 30, 2004

Nó mor læts

Jáhh þá er ljósakortið mitt runnið út. Það reyndar gerðist í fyrradag en ég er svona enn að jafna mig á því. Það er vissulega slæmt að geta ekki farið í ljós á næstunni og vera þar af leiðandi ekki eins brúnn og að drepast úr vöðvabólgu allan daginn en þetta hefur sína kosti líka.... Eða eins og einn úr Fjölni sagði; ,, Davíð ef þú ferð í mikið fleiri ljósatíma þá ferð þú að verða fyrir kynþáttafordómum" !!!

Við spiluðum við Víkinga í gær en ég vil ekki tala um þann leik!!!

En helgin er að koma og lofar hún góðu. Á morgun er ég að fara í teiti þar sem allt er í boði hjá vinnuveitanda mínum og þar á eftir í villt partý hjá Ragga Sverris(I better watch my phone). En jæja ég ætla að vera stuttorður í þetta skiptið því ég og Katla erum að fara í hammara og franskar til mömmu og pabba. Á mánudaginn hefst svo nýtt átak hjá mér í síðunni. Þá skelli ég inn nýrri sögu í fyrsta skiptið í langan tíma, nýjum tvífara og fleiru og fleiru.
Svo bara stay tuned........

Thursday, January 29, 2004

Æm só leicí

Enn líður langur tími á milli blogga hjá mér en vonandi áttuð þið góða helgi, já og góða viku get ég víst sagt... Ég ætla að byrja á afmælisbarni dagsins....................
Afmælisbarn dagsins
Er enginn annar en Raggi Sverris Fjölnismaður með meiru. Hann Raggi okkar átti langþráðan afmælisdag á mánudaginn var reyndar en þá varð hann tvítugur. Raggi hefur síðan þá kvartað daglega undan því að ekki sé kominn um hann pistill og verð ég því hér með við ósk hans.
Raggi er eins og áður sagði orðinn 20 ára þó svo að andlegur og líkamlegur þroski sýni annað. Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot í boltanum en enn þekktari er hann þó fyrir hversu frár á fæti hann er. Ég heyrði eitt sinn að það væri útaf því að á barnsaldri hefði hann sífellt þurft að hlaupa undan krökkunum í hverfinu til þess að vera ekki laminn fyrir það eitt hversu leiðinlegur hann var. Hversu leiðinlegur hann var segi ég því já Raggi er orðinn eldri og með aldrinum varð hann skemmtilegur já og alveg stórmyndarlegur líka. (bíb bíb, bíb bíb, var að fá sms frá Ragga þar sem hann var að bjóða mér í afmæli á laugardaginn)Sem dæmi um það þá sagði Raggi mér eitt sinn á djamminu í sumar að hann væri the main man hjá hreynum meyjum í Grafarvoginum!!! Já mér fannst þetta bráðsniðugt og kalla ég hann aldrei neitt annað en Afmeyjarann eða the Virginator eftir þetta og hvet ég aðra til að gera það sama. En Raggi minn hér fékkstu pistilinn þinn og ég vona að þú hafir notið hans. Einnig vona ég að þú hafir átt góðan afmælisdag og svo sjáumst við bara hressir í afmælinu þínu á laugardaginn, Það er að segja ef að mér er enn þá boðið!!!!!

En verð að þjóta núna, er að verða of seinn í leik á móti Víking í Reykjavíkurmótinu, good luck to us!!!!!

Friday, January 23, 2004

KÓSÍ DJOBB!!!(and ei hekk of a görlfrend)

Akkúrat núna sit ég í vinnunni klukkan 18 á föstudegi og er að sötra bjór og borða snittur. Það átti að vera vísindaferð hérna en hún féll niður svo ég ligg bara í kræsingunum. Já í dag er bóndadagurinn eins og flestir vita en sjálfsagt eru þó nokkrir sem gleyma honum. Ég er svo heppinn að eiga yndislega kærustu því ég hef ekki minnst á þennan bóndadag alla vikuna. Ég var viss um að hún hefði gleymt honum og ég ætlaði sko aldeilis að stríða henni á því en neihhhhh, það gengur víst ekki.... Í morgun mætti þessi elska í vinnuna til mín skælbrosandi með gjöf í tilefni dagsins. Ég varð glaður og svekktur í senn. Glaður yfir því að eiga svona yndislega kærustu en svekktur yfir því að fá ekki tækifæri til að stríða henni... En jæja ég verð víst bara að vona að hún gleymi afmælinu mínu eða eitthvað í staðinn :) !!! Já og heyrðu, það er víst ekki allt búið því núna í þessum skrifuðu orðum þá var hún að labba inn til sækja mig. Hún er víst búin að plana heilt surprise kvöld fyrir mig, snilld!!! Þannig að nú þarf ég að þjóta til þess að njóta þess að vera bóndi konu minnar á þessum annars ágæta degi.
Vonandi eru allir karlmenn jafn heppnir og ég í dag því ef ekki, dump the bitch..... Nei nei smá djók en þetta setur annars pressu á mig því nú þarf ég að toppa þetta á konudaginn(HJÁLP) Smellið á mig nokkrum hugmyndum hvað ég get gert til að bjarga mér út úr þessu........ Annars held ég nú að þetta reddist!!!!
Þar til næst......
Ble ble

Wednesday, January 21, 2004

ÚFFFFFFF
Já ég segi bara úfffffff því ég veit ekkert hvað ég á að skrifa um.

Okkur Kötlu bárust ansi ánægjuleg símtöl eftir vinnu í gær. Heiðar vinur minn hringdi í mig og bauð okkur Kötlu upp í sumarbústaðinn hans og Ingu um helgina. Við verðum þar 4 og ætlum að elda góðan mat, fara í pottinn og chilla. Ahhh ég get ekki beðið því ég veit fátt skemmtilegra en vera í sumarbústað. Svo fékk Katla ansi skemmtilegt símtal en ég ætla þó að bíða með að uppljóstra hvað fór þar fram....

En heyrðu ég uppfærði líklegast síðuna í dag..... Smellti inn fersku slúðri sem ég held að allir ættu að vera ánægðir með og einnig inn nýjum fola. Þar með hefur Tommi homm lokið sinni þátttöku í Fola vikunnar en þið getið séð hvernig honum gekk með því að kíkja á gamla fola vikunnar. Um daginn henti ég svo út limrum og ljóðasnilld og gerði fleiri smávægilegar breytingar. En ég ætla að hafa þetta stutt í dag því ég er alveg tómur. Endilega gefið folanum einkunn og tjáið ykkur í comment dálkinn!!!!
Ble ble

Monday, January 19, 2004

Heil og sæl!
En ein vikan hafin, enn einn mánudagsmorguninn. Er búinn að taka mánudagsrúntinn á netinu, kíkti á fótbolta.net, skagafjördinn og nokkrar sniðugar bloggsíður. Það kemur manni af stað fyrir vikuna. Annars var þetta hin fínasta helgi. Var ekki í vinnu á föstudag þar sem ég var á jarðarför og um kvöldið hittust svo nokkrir ættingjar Kötlu og spjölluðu um daginn og veginn, horfðu á Idol og fleira, virkilega fínt alveg.

Á laugardeginum sváfum við næstum yfir okkur í bíó! Við áttum nefnilega pantaða miða í lúxus sal á Smárabíói kl 14. Ég, Hrafnkatla og Anna Sigga systir hennar drifum okkur í Smáralindina þar sem við hittum mömmu þeirra, pabba og bróður. Myndin er náttúrulega tær snilld eins og allir vita nú sjálfsagt. Svo nú er bara að drífa sig að lesa bókina, yeah right. Eins og þeir vita sem þekkja mig þá hef ég ekki lesið bók(ekki einu sinni skólabók) síðan ég las Jón Odd og Jón Bjarna þegar ég var 11 ára. Þaðan af skundaði öll hersingin í mat til mömmu og pabba. Vá það var besti matur sem ég hef smakkað lengi. Svo skellti ég mér í keilu með systrunum og burstaði þær.... Enduðum svo kvöldið á video og nammi.... Góður dagur og þriðja áfengislausa helgin í röð staðreynd!!!

Sunnudagurinn fór svo bara í afslöppun uppí sófa með pizzur frá Dommaranum og The life of David Gale. Góð mynd þó svo að ég hafi spáð rétt fyrir um endinn á 10. mín...... Svo dúlluðumst við helling í kettinum sem er sá allra fallegasti og skemmtilegasti köttur sem ég hef augum litið. Hann var nú í geldingu greyið og var alveg hrikalega drukkinn þegar hann kom heim. Svo hann er því í rauninni búinn að detta oftar í það heldur en ég á þessu ári! Létum eyrnamerkja hann líka ef ske kynni að hann myndi tínast aftur.

Í dag ætla ég að reyna að breyta síðunni talsvert. Ég ætla að taka mig á og uppfæra reglulega og kippa út þeir liðum sem ekki hafa náð teljandi vinsældum. Þannig að þið fáið að sjá nýtt look, nýja liði, uppfærða síðu og fleira. Svo bara stay tuned!!!
Di Canio

Tuesday, January 13, 2004

9. Janúar 2004
Góðan daginn og gleðilegt ár!
Á þessu nýja ári verð ég að byrja á því að tjá mig um þetta ömurlega áramótaskaup. Guð minn góður hvað þetta var drulluslakt. Ég myndi skammast mín ef að ég hefði átt einhvern þátt í undirbúningi þess. Svínasúpan kom svo 2. Jan og varð ég fyrir allnokkrum vonbrigðum með hana. En þetta var nú bara fyrsti þátturinn svo það er nóg eftir. Mér fannst Terminator atriðið bera af, flest annað var einungis broslegt. En fyrst ég er að tala um sjónvarp þá verð ég að hvetja fólk til þess að horfa í kvöld. Dagskráin á skjá einum er snilld á fimmtudögum og þá sérstaklega í kvöld því þá byrja aftur bestu þættir ever, Jamie Kennedy experiment.... Reyndar verður þetta kærkomið sjónvarpskvöld því ég hef ekki horft á sjónvarp í tæpan mánuð...
Djísös kræst maður.... Var að hlusta á fréttirnar á leiðinni í vinnuna í morgun og heyrði fréttina um mann sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa fundist á botni breiðholtslaugarinnar. Hvað er í gangi þarna? Þetta er sá þriðji á 4 mánuðum! Ég er að minnsta kosti ekki á leiðinni í sund þangað, frekar keyri ég í sund á Krókinn en þar hefur ekkert gerst síðan Jón Marz var dreginn þar upp í sundkennslu 7-9-13!!!! Marz-ið slapp þó alveg sem betur fer og skaddaðist ekkert þó það megi kannski ekki sjá það á honum!
Þessi áramót ákvað ég að strengja áramótaheit. Ég ætla reyndar ekki að auglýsa hver þau eru hér en það verður spennandi að sjá hvernig gengur að framfylgja þeim. Árið 2003 var svo eftirminnilegt í marga staði. 2003 var árið þegar Fjölnismenn unnu sér rétt til þess að spila í 1. deild í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Við kláruðum deildina með stæl þegar við unnum Siglfirðinga 9-3 á Siglufirði sem er ógleymanlegt. Ég hélt upp á eins árs sambandsafmæli með pompi og prakt ásamt spúsu minni þann 11. Júlí. Annar ógleymanlegur dagur! Ég fór tvisvar til útlanda á árinu. Fyrst fór ég í æfingaferð með Fjölni til Portúgal. Hafði ekki farið í svona æfingaferð áður og bjóst því ekki við neinu en þetta var geðveikt! Er svo að fara aftur núna í mars og eftir síðustu ferð þá er manni nú farið að hlakka helling til. Síðari ferðin var svo til Krít. Fín ferð í alla staði þó svo að staðurinn sé ekki sá besti sem ég hef farið á. Toppurinn á þeirri ferð var köfunin og dagsferðirnar með bátunum, bæði til Santorini og ferðin þarna í Chania. Látum okkur nú sjá hvað gerðist fleira? Já ég eignaðist kött... Ég varð 25 ára á árinu með allri þeirri skelfingu sem því fylgir og gaf Hrafnkatla mér litla kisu í afmælisgjöf. Þetta er fress sem ber nafnið Tinni. Hann er gullfallegur og stórskemmtilegur en eins og þeir vita sem hafa kynnst honum þá er hann athyglissjúk dekurrófa. Að lokum kynntist ég svo fjöldanum öllum af frábæru fólki og endurnýjaði kynni mín við gamla og góða vini. Flestir þeir sem ég kynntist eru nú eða voru í boltanum hjá Fjölni. Sagt er að maður eignist vinina á barnsárunum en félagana síðar á lífsleiðinni. Vá hvað sú kenning er ekki að standast, snilldargaurar í alla staði og margir af þeim mínir bestu vinir í dag!
Þriðjudagurinn 13 Jan!!!
Þurfti að hætta að blogga fyrir helgi þar sem okkur bárust hræðilegar fréttir að norðan... Vegna andláts ástkærs afa Hrafnkötlu brunuðum við norður á föstudagsmorgunin og var ég bara að koma aftur í vinnu í dag. Hann var einn sá yndislegasti maður sem ég hef kynnst og skilur hann eftir sig mikinn söknuð. Lífið hefur því oft verið skemmtilegra en það er þessa dagana. En það heldur víst áfram og ætla ég því að stikla á stóru hvað hefur á daga mína drifið frá því síðast.
Er rétt að byrja að æfa í boltanum og hef aldrei verið í eins slöku formi og nú. Hámark formleysisisisins náði ég þó stuttu fyrir jól þegar bölvuð vigtin sýndi töluna 98 þegar ég steig á hana. Það lá við að mér svelgdist á hamborgaranum sem ég var að gæða mér á þá stundina. Ég skil samt ekki að mér ætti að bregða því merkin um ofþyngd mína voru nokkur. Í fyrsta lagi þá er eitthvað að þegar maður er farinn að slátra heilli 16 pizzu eins og ekkert og verða svo aftur svangur um klukkutíma síðar. Í öðru lagi þá eru allar mínar nærbuxur farnar að slitna. Í fyrstu taldi ég að ástæðan væri aldur þeirra en nú sé ég að það er ekki eina ástæðan. Í þriðja lagi var þá var bíllinn minn alltaf farinn að vagga þegar ég settist upp í hann. Kvartaði alltaf undan þessu leiðinda roki í Reykjavík við Hrafnkötlu(já maður er duglegur að finna afsakanir). Í fjórða lagi þá gekk ég oft það langt að kvarta yfir því við Hrafnkötlu að fötin mín væru farinn að hlaupa í hvert skipti sem þau væru þveginn. Ég var reyndar ekkert að reyna að ljúga, ég bara vildi trúa þessu statt og stöðugt sjálfur. Í fimmta lagi og eiginlega besta vísbendingin var þegar ég var á leiðinni á réttarballið á Króknum síðasta haust. Þá gistum við Hrafnkatla hjá stórvini mínum Valgeiri Levý og var partý þar um kvöldið. Í partýinu var eitthvað verið að tala um aukakílóin og smelltum við okkur okkur allir á vigtina. Ég fór síðastur og brotnaði vigtin þegar ég steig á hana. Það hefði átt að vera mín besta vísbending en ég reyndar sannfærði sjálfan mig um að hún hefði farið svona illa því Gústi var á undan mér og hann hefði hálfbrotið hana. Í sjötta lagi þá spilaði ég æfingaleik með Víkingum Ó ,,um daginn" og dró rasskinnarnar eftir gervigrasinu allan leikinn. Allt þetta sýnir bara að ég er búinn að vera í feitri afneitun.... Núna er ég hins vegar kominn niður í 90 kílóin og stefni neðar. Er þó enn frekar þungur á mér en gengur þokkalega að skora. Var að spila með Víkingum um daginn eins og ég nefndi hér fyrir ofan og gat ekki rassgat. Þetta var sjálfsagt einn sá slakasti leikurinn á ferlinum fyrir utan leikinn sem ég spilaði á Króknum á móti Stólunum í sumar! Ég skoraði nú samt bæði mörkin okkar í þessum sigurleik sem var gegn Blikum, sem er bara jákvætt! Í gær spilaði ég svo fyrsta leikinn með Fjölni síðan 8 sept á Siglufirði. Ég hef heyrt að Siglfirðingar ætli að halda þennan dag hátíðlegan hér eftir og vinna aðeins frá 9 til 3 þennan dag! Fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að meina þá vitna ég í úrslit leiksins. En aftur að leiknum í gær. Við vorum að spila á móti ÍR-ingum sem eru með 40 manna hóp og voru að skoða hluta af þeim leikmönnum í gær. Þeir reyndar hvíldu nokkra lykilmenn sem voru að spila á móti Val á föstudaginn eins og t.d. Hödda kálf. En aðrir koma í staðinn og mátti sjá menn eins og Inga Þór Rúnars frænda og Sverri ,,rólegur" Hákonarson klæðast ÍR treyjunni. Það kom ekki að sök því við unnum þá 4-0 og náði ég að setja tvö mörk í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik spilaði ég aðeins rúmar 5 mín en náði nú samt að pota einu í viðbót og þar með var þrennan kominn. Ég reyndar lagði hálfpartinn upp markið okkar þar sem það kom fyrirgjöf sem ég ætlaði að skalla en hitti ekki boltann. Boltinn fór því í rassinn á mér og þaðan út í teiginn til Gunna Márs sem skoraði. Rassinn á mér er bara út um allt þessa dagana!!! En jæja ætla að segja þetta gott í bili.
Þar til næst..............

This page is powered by Blogger. Isn't yours?