<$BlogRSDUrl$>

Friday, February 27, 2004

Helgin, þessi og síðasta...

Við Katla brunuðum norður á Blönduós um síðustu helgi. Planið var að fara á árshátíðina hjá grunnskólanum á svæðinu, heimsækja ættingjana, hvíla sig á borginni og svo þurfti Katla að kíkja á æfingu á Akureyri. Af völdum þessa hræðilega bílslyss í Borgarfirðinum þá komum við reyndar allt allt of seint á árshátíðina og misstum af leikritinu og kaffinu. Þegar við mættum loks á svæðið þá tylltum við okkur hjá Kuntunni og Valla sem höfðu tekið frá sæti fyrir okkur. Eftir árshátíð héldum við í skoðunarferð í reiðhöll nokkra sem ber nafnið Levy´s palace og tókum þar nokkra bjóra. Þrusustuð og ég og Valli enduðum alveg pissblind því eftir að við skelltum Meatloaf á fóninn þá kom ekkert annað til greina en að skella sér á Árbakkann. Restin af helginni fór svo í afslöppun, heimsóknir og Akureyrarferð sem reyndar Lebbinn skellti sér með í. Þægileg helgi og alveg bráðskemmtleg.

En nú er enn ein helgin er gengin í garð og þennan föstudaginn sit ég upp í vinnu að sötra bjór og borða snittur, þetta fer nú bara að verða venjulegt! Ég var rétt að í þessu að tala við meistara Levý sem er mættur á svæðið, ,,reiðubúinn að taka gott mót á´etta" eins og hann orðaði það. Við Levý plönuðum einhvern tíma á milli Meatloaf og Bee Gees síðasta föstudag að hann myndi kíkja suður þessa helgina svo hér er hann kominn og það er bara góð helgi framundan. Við reyndar duttum líka í það í vikunni því þá bjallaði Valli á mig, búinn að fá sér tvo, og við töluðum saman í símann í rétt rúma tvo tíma á meðan við stútuðum ófáum bjórunum og tókum í nokkrar varir. Þetta var mitt fyrsta símafyllerí og vonandi ekki það síðasta því við skemmtum okkur geðveikt vel! Ég hef nú reyndar ekki talað svona lengi við karlmann í síma síðan.... jáhh bara aldrei en það var gaman af því.

Katla er þessa stundina á Akureyri í einhverri myndatöku en hún flaug þangað í morgun. Hún kemur vonandi heim aftur í kvöld en það reyndar eru ekki miklar líkur á því þar sem það er fullt í allar vélar. Nú ef allt fer á versta veg þá verð ég bara að kúra hjá kettinum um helgina já eða Valla!!!! En ef þið kíkið á sjallinn.is þá getið þið séð stelpurnar sem eru í keppninni...

Ég byrjaði aftur í sölunni í gær. Það var svolítið erfitt að byrja aftur eftir tveggja mánaða pásu en þetta fór rólega af stað þannig að það bjargaði þessu. Ég vann ekki nema 1 og 1/2 klukkustund en náði nú samt að þéna 10.000 kall á þessum stutta tíma, ég fengi ekki svona hátt tímakaup þó ég myndi selja mig! Það eru nefnilega kvöld sem þessi sem fá mann til að hanga í þessu.... Svo koma náttúrulega líka kvöld þar sem maður labbar heim með 0 krónur eftir kvöldið og þá er þetta ekki eins gaman. Sem betur er þessi vinna nú þannig að ef þú kannt öll ,,trikkin" þá nærðu alltaf að selja eitthvað en þetta var erfitt til að byrja með.

En blebleble ekki meir í bili! Gat ekki linkað neitt í þessu bloggi né sett inn myndir, eitthvað bilað. Ég bið ykkur þar af leiðandi að halda áfram að giska hver þetta sé hérna á myndinni fyrir neðan. Fáar ágiskanir hafa komið þó svo að spjallið hafi verið gott!!!


Wednesday, February 25, 2004

MR DISS!

Já er maður búinn að heyra úrslitin úr Mr Kiss keppninni og fór hann Stjáni minn víst tómhentur heim. Ég er náttúrulega ekki sáttur við það að þessi foli Íslands hafi ekki unnið til neinna verðlauna sérstaklega þar sem stúlkurnar ganga um slefandi á eftir honum daginn út og inn(þá er ég samt ekki að meina sömu stelpur og ganga um slefandi á eftir Ella Mongó, það eru öðruvísi stelpur). Ég lýsi því hér með yfir frati á þessa keppni hjá Kiss fm og hef þar af leiðandi ákveðið að dissa hana og fara í samkeppni við þá. Ég hef nú stofnað mína eigin keppni sem ber nafnið Mr diss. Stjáni er eini keppandinn í ár og því jafnframt sigurvegari fyrstu Mr diss keppninar. En Stjáni til hamingju, þú ert vel að þessum titli kominn!!!

Hér má sjá Stjána Sveins við krýninguna sem var haldin í Perlunni í gær!

Við spiluðum við HK á mánudaginn í miklum baráttuleik. Óvenjumikið hlutfall kvenna var á leiknum og hafa þær væntanlega mætt á svæðið til að berja augum nýkrýndan Mr diss sem gaf sér tíma til að spila leikinn, en hann hefur ekki sést á æfingu síðustu vikurnar vegna mikilla anna við gönguæfingar. Jæja en þetta var baráttuleikur sem fór útí það hverjir gætu brotið grófar á hinu liðinu. Við reyndar unnum þann hluta leiksins nokkuð örugglega með skriðjöklana Gunna Val og Gunna Már innanborðs. Það er skemmst frá því að segja að leikurinn endaði 3-2 fyrir HK og settum við nýtt íslandsmet í klúðruðum færum og átti ég alveg minn þátt í því, en ég náði þó að setja eitt!

Það er alltaf gaman að einhverjir kunni að meta gott grín.... Sá þetta blogg á heimasíðunni hjá góðri vinkonu minni og bara varð að sýna ykkur það því ég er svo grobbinn með það!
Bara snilld

'Eg á einn ágætan vin.. (gamlan skólafélaga og djammfélaga) sem er einnig bloggari og ég les bloggið hans daglega og oft á dag... OG þessi merki maður heitir Davíð Rúnars.. og hann er bara snillingur í húð og hár.. Hann er alltaf með svona tvífara dagsins og ég skoða það reglulega og ég er alltaf svo hrædd um það að ég verði tvífarinn hjá honum og hann finni einhverja ógeðslega mynd af einhverjum til að setja inn sem á að líkjast mér... Enn það besta við það að ég er með friðhelgi.. Já eins og í "Survævor" og ég veit það að hann Davíð minn ástkæri Rúnars gefi mér endalaust friðhelgi... Enn mikið óskaplega finnst mér gaman að skoða þessar myndir og ég hlæ mig máttlausa... Og nýjasta myndin er af honum ástkæra vini mínum og fyrrverandi sambýlismanni Erni Barkasyni ... Og þið sem viljið skoða þessa mynd farið inn á linkinn hérna til vinstri á Dabbi.dicanio.. og já þið munuð hlæja ykkur máttlausa..

Og elsku Davíð Minn.. þú ert bara snillingur.. og haltu áfram á þessari braut... mér finnst þú SNILLINGUR


Það er aldeilis! Ég verð alltaf svo hrærður þegar ég heyri eitthvað svona og sérstaklega þegar það er frá stúlku eins og henni. Hún er dama sem er alltaf gaman að hitta og breytir nótt í dag með brosinu einu saman. Veit reyndar ekki hvort þetta er trikk hjá stelpunni til að sleppa við tvífara vikunnar eða hvort hún er að meina þetta, en mér er nett sama. Hvort sem hún meinar eða ekki þá er þetta að virka. Arndís þú ert með friðhelgi að eilífu!
P.s. Ég tók Hannes Hólmstein á þetta og skippaði öllum gæsalöppum!

En ég verð hreinlega að enda þetta blogg á getraun sem að ég vil að allir taki þátt í. Þessa mynd er að finna í mynd dagsins hjá mér og er hún búin að valda mér miklu hugarangri því ég vil bara ekki trúa því að þetta sé Emmi frændi. Ef einhver kannast við kauða þá látið í ykkur heyra, svo má líka bara giska hver þið haldið að þetta sé!
HVER ER MAÐURINN?


Monday, February 23, 2004

Sveitasæla

Um helgina skruppum við skötuhjúin norður, nánar tiltekið á Blönduós. Mér finnst alltaf jafn gott að koma þangað og þar að auki finnst mér nauðsynlegt að komast úr bænum svona endrum og sinnum. Blönduós stóð fyrir sínu þessa helgina eins og ævinlega en meira um það á morgun.

Aldrei þessu vant þá hef ég nóg að ræða um. Ég komst bara ekki í það að blogga á fimmtudag og föstudag vegna anna í vinnunni og er þetta blogg því kærkomið tækifæri til að létta af sér þeim pælingum sem hafa herjað á minn huga undanfarna daga. Ég náði þó aðeins að setja fótspor mitt á síðuna á fimmtudaginn þegar ég breytti um útlit og fékk ég reyndar blendin viðbrögð í kjölfarið. Flestir eru þó ánægðir með þetta nýja,,gay" look en aðrir eru þó ekki eins ánægðir. Þar má helst nefna Ragga Sverris sem kvartaði hástöfum yfir því að þetta væri hreinn og klár vibbi! Ég var svo reyndar að tala við hann í símanum í dag og þá þakkaði hann mér fyrir að hafa hjálpað honum að komast í snertingu við homman í sjálfum sér. Svo sagði hann í framhaldinu að hann væri reyndar ekki hommi heldur bara forvitinn. En Ragga til mikils ama þá mun ég ekki breyta þessu look-i á næstunni, þetta er bara eitthvað svo mikið ég, eða hvað finnst ykkur?
Vilt þú vera næsta Idolið hans Dabba di Canio?? Á föstudaginn smellti ég inn nýjum lið sem nefnist Idol vikunnar. Þar vel ég Idol hverrar viku og þarf viðkomandi að hafa afrekað eitthvað sniðugt þá vikuna. Afrekið getur verið af ýmsum toga eins og þið eigið eftir að sjá... Einnig skellti ég inn eldheitu slúðri sem og nýrri mynd vikunnar, kíkið á´etta...
MR KISS????

Stórmeistarinn Kristján Sveinsson Fjölnismaður með meiru gerði sér lítið fyrir og tók þátt í fegurðarsamkeppni karla á Felix á laugardaginn var. Ég heyrði í Rikka fyrir helgi og ætluðu strákarnir að fjölmenna og hvetja kappann. Stjáni minn ég sá að þú varst að ýta eftir mér að mæta í commenta dálknum en ég bara komst því miður ekki því ég var fyrir norðan. Sniðugt reyndar að kappinn skyldi hvetja mig til að mæta á netinu því það hefur ekki heyrst bofs frá honum í dágóðan tíma og sagði Rikki mér að það væri útaf því að hann væri alltaf á gönguæfingum :) Stjáni minn ég hef ekki heyrt nein úrslit en ég vona bara að þú hafir brosað í gegnum tárin eins og allar fegurðardrottningar gera.....

Thursday, February 19, 2004

HOW DO YOU LIKE MY NEW LOOK???

Wednesday, February 18, 2004

Jæja jæja jæja!

Ég hef ekki skít að segja í dag. Ég nauðgaði reyndar annari seríu af Survivor í gærkveldi þar sem ég horfði á hana nánast alla. Ég tók þetta allt upp um daginn þegar að skjár 1 endursýndi þetta og er svona að reyna að horfa á þetta smátt og smátt. Katla var að spila með einhverjum vinnufélögum í gær svo ég hafði nægan tíma. Hef hann reyndar líka í kvöld þar sem hún er að fara út að borða með stelpum úr skólanum. Sweet Survivor here I come!!!

Ég uppfærði fola vikunnar, tvífara og eitthvað fleira áðan. Endilega kíkið á það og látið mig vita hvað ykkur finnst hér í kommenta dálknum! Fólk hefur reyndar verið ótrúlega latt að skrifa upp á síðkastið á síðuna hjá mér, sérstaklega svona miðað við fjöldann sem kíkir á hverjum degi. Kannski er fólk hrætt við að það minni á sig með því að skrifa og verði því hugsalega næsta skotmark í tvífara eða fola vikunnar. En engar áhyggjur því þannig starfar Dabbi di Canio ekki þó hann sé líklegur til þess. Þeir sem skrifa fá hér eftir friðhelgi!!!

En ahh einn í kotinu í kvöld. Konan eins og áður sagði að fara út að borða og svo á djammið svo spurningin er bara hvað á maður af sér að gera þegar maður er einn heima? Mér finnst ótrúlega kósý að horfa bara á sjónvarpið með aðra höndina á fjarstýringunni og hina á buxnastrengnum eins og Al Bundy gerði forðum í eftirminnilegum sjónvarpsþætti. Svo er það líka vinsælt að kíkja í einn kaldann með einhverjum félögum en ég bara nenni því ekki í svona veðri eins og er úti, frekar vel ég sjónvarpið. En annars hvet ég ykkur til að koma með tillögur um hvað ég get gert í kvöld ef þið hafið einhverjar betri. Ég nenni samt ekki að hlusta hlusta á eitthvað svona ,,smella bara blárri í tækið og flengja Zoo-arann" eða jú annars ég nenni því alveg!

Rakst á þessa mynd á Morgan.is

Svona verður ástandið á manni þegar maður fer að djamma með Mongó og Rikk... uhumm ég meina Bjögga Ben!
En ble ble í bili!!!!!!!!

Tuesday, February 17, 2004

Big spender

Þessi helgi einkenndist af því að ég gerði hluti sem ég hef ekki gert í langan tíma. Ég keypti mér 4 geisladiska, fór í bíó, fór á djammið bæði föstudag og laugardag, tróð garðdverg uppí rassgatið á vini mínum svona svo eitthvað sé nefnt!!! Svo sannarlega viðburðarík helgi......

Ég og Katla skelltum okkur á Gothika á laugardagskvöldið og vorum stórhrifin. Þessi mynd er ekkert sú stórkostlegasta en það var gaman af henni því öll svona ,, böhhh" atriði voru vel útfærð!!! Sem sagt frekar spooky mynd.....

Ég djammaði alveg dágóðan slatta um helgina. Á föstudaginn kíktum við Gunni Valur á Grella Karlovitch sem var helvíti fínt nema hvað Gunni fékk svakalega í magann. Hann sem sagt drullaði og skeit á sig og meikaði þar af leiðandi ekki bæinn að þessu sinni, ræfill! En talandi um Gunna þá er hann afmælisbarn dagsins(í gær). Til hamingju með það Gunni og vonandi er maginn skárri... Ég og Grelli kíktum svo í bæinn og......... Hey nú ætla ég að breyta til og lýsa bæjarferðinni í ljóðaformi með sama sniði og ég gerði í ljóðahorninu mínu sáluga Limrur og ljóðasnilld(það er ekkert stuðla eða ljóðstafa kjaftæði).

Um síðustu helgi ég skellti mér út
og fékk mér nokkra bjóra sem ég saup af stút.
Með mér fór Gunni það var hann eitthvað að plaga
hann sagði við mig,,ég er með vindverki í maga"
Ég spurði ,, viltu vera heima eða koma niðrí bæ"?
hann sagði,,ég kem með og að verknum hlæ".
Það var samt eitt problem við höfðum ekkert far
við hringdum í alla nema Óla Bar.
En þá kom Annika sem vildi málunum að redda
muniði eftir henni hún var eitt sinn með ,,dredda"?
Þett´er daman sem ældi á Grella K
en hann endað´á því að tak´ana aftan frá.
Er við komum til Grella þá ég á Gunna leit
hann sagði við mig,,ég í buxurnar skeit".
Hann rauk beint á klóið að tefla við páfann
og ég og Grelli í sófann og vonuðumst til að sjá´ann.
Við töluðum um útlönd Krít,Bene og Kongó
en þá hringdi síminn það var Elli Mongó.
Þá kom hann Gunni sem hélt áfram að væla
yfir því að nú þyrft´ann að æla.
Svo við skutluðum Gunna beina leið heim
En ég og Grelli fórum í bæinn í brjálað geim.
Þar við skunduðum niður á Thorvaldsen
til að hitta þar Ella og Bjögga Ben(the one and only, ekki Rikka).
Þá var skroppið ýmsa staði
Ég, Elli, Grelli og Bjöggi graði.
Við tókum taxa því það var rigning og slydda
uppá Sólon þar sem við hittum Didda.
Þar hitti ég dömur sem voru eitthvað að bralla
í bekkjarpartý sem var ekki fyrir kalla.
Þær voru að skammast svo ég flýja kaus
yfir því hvað Katla væri mikill hænuhaus.
Þá ég fór yfir á Hverfis með Mongólítunum tveim
að leita að frænku Kötlu sem þurfti að komast heim.
Þar hitti ég frænkuna Mæju og Reynir H
sem að vildi far´á Prikið og lá mikið á.
Ég fór með Reyni en fór þó fljótt
Því Mæja hringdi og sagði,,komdu skjótt".
Við stoppuðum taxa dimmalimm
fórum beina leið heim því klukkan var fimm.
Við vöktum Kötlu sem var farin að sofa
og fengum osta og rauðvín sem ég var búinn að lofa.

Já svona var nú djammið á föstudaginn en ég hreinlega treysti mér ekki til þess að setja laugardagsdjammið í ljóðaform því þar eru ábyggilega ekki til rímorð yfir suma hlutina sem fóru fram það kvöld..... Meira um það á morgun en annars segji ég bara bless í bili!

Friday, February 13, 2004

Orðinn hress.....

Jáhh eða svona næstum því. Er búinn að vera veikur síðan á þriðjudaginn og hef því ekkert verið í vinnu. Reyndi að vinna upp smá sjónvarpsgláp sem tókst þokkalega en ég kíkti á 1. syrpuna af Survivor, alltaf jafn mikil snilld þessir þættir!!! Sökum veikindanna hef ég ekkert merkilegt að segja því það hefur bókstaflega ekkert á daga mína drifið. Um helgina er því heldur ekkert planað því ég bjóst við því að liggja jafnvel enn í rúminu. Íbúðin okkar verður hinsvegar barmfull af ungum meyjum í kvöld því gamli bekkurinn hennar Hrafnkötlu er að halda eitthvað bekkjarmót í kvöld(þ.e.a.s. stelpurnar) svo ég er víst ekki velkominn heima hjá mér, eða öllu heldur kýs ég það að vera ekki velkominn. Ef það vill einhver aumka sig yfir mig og bjóða mér í heimsókn eða eitthvað sniðugt þá bara hringiði.......

Annars hef ég ekkert meira að segja því þessi vika hefur verið að öllu leyti ómerkileg og vil ég þar af leiðandi tileinka hana afar merkilegum manni sem ber nafnið
William Hung

Sjáiði bara þessa dúllu. Ohh ég dýrka þennan gaur hann er eitthvað svo mikið grey en meira um hann eftir helgi. William HUng þú ert mitt IDOL NR 1!!!

Monday, February 09, 2004

Reykjavíkurmeistarar!!!! eða næstum því
Enn ein helgin liðinn og án þess að maður tæki eftir því. Ég tók nú svo sem eftir henni en hún bara leið jafn hratt og venjulega. Á föstudaginn kíkti Inga Dóra í heimsókn og gisti hjá okkur. Það var mikið spjallað og svo kíktum við á Idol þar sem Simon Cowell fór á kostum að venju. Maðurinn er bara með endalausa gullmola......
Stúlka að syngja: All by myseeeeeellfffff
Simon: Keep singing like that and you will be...
Brilliant!!!

Laugardagurinn fór svo í ættarblótið sem er einhvers konar þorrablót og ættarmót í bland hjá ættinni minni. Það var alveg ágætt þar og manni var boðið endalaust í glas. Ég veit ekki hvort ellin sé að ná tökum á mér en ég hafði bara engan áhuga á því og fékk mér ekki einu sinni bjórsopa!!! Um kvöldið þegar komið var aftur í borgina þá skellti ég mér í kaffihús með Heiðrúnu frænku minni. Þar var mikið talað og alveg virkilega gaman. Á meðan á því stóð var Katla að læra því sunnudagsmorgninum fór hún á Akureyri á fyrstu æfinguna fyrir keppnina. Þetta símtal sem ég talaði um um daginn tengdist því að henni var boðið að taka þátt í ungfrú norðurland(og reyndar ungfrú Reykjavík líka) og ákvað hún að slá til. Ég skyldi lesendur í lausu lofti í sambandi við þetta símtal um daginn og hringdu þeir allra forvitnustu í mig og komu með ýmsar tilgátur um innihald þess. Þær voru flestar á þá leiðina að hún væri ólétt en nei verið nú alveg róleg..........

Í gær kepptum við við ÍR-inga(Þór). Með spila nú a.m.k þrír fyrrum Tindastólsmenn en það eru þeir Ingi Þór aka svertInGI, Höddi aka kálfurinn og Sverrir ,,ég toppa allar sögur Hákonarson. Það er skemmst frá því að segja að við unnum þennan hörkuleik 4-3 eftir ævintýralegan leik. Það voru slagsmál, brottrekstrar, aftaní og tveggjafótatæklingar út um allan völl... Þvílíka og slíka hörku og rugl í einum leik hef ég ekki séð síðan Svabbi gaf Valla Levý rauða spjaldið í hverfiskeppninni niður í Túnahverfi um árið!!! Ég náði að setja tvö mörk í gær eftir góðan undirbúning frá Stjána í fyrra markinu og sendingu frá Garpi í seinna. Ívar setti svo þriðja markið úr víti sem Ingimundur fiskaði en ég man ekki hver skoraði þriðja markið okkar en það kom beint úr aukaspyrnu þegar leiktíminn var búinn.

Ég komst svo að því í hálfleik í gær að Katla hafði ekki fengið flug svo hún kemur með fluginu í dag í staðinn. Ég var svo í símanum í gærkveld eftir leikinn í á þriðja tíma að tala við Kötlu, Krstínu fínu og Rikka ,,rauða". EN bla bla bla er annars orðinn tómur svo bara þar til næst........

Friday, February 06, 2004

Aulinn ég!!!!!!

Dagurinn byrjaði nú ekki glæsilega hjá mér. Ég nefnilega er með masterinn af húsinu og því er alltaf verið að hóa í mig ef einhver þarf að komast eitthvað. Til að gera langa sögu stutta þá læsti ég lyklana inni og var alveg bjargarlaus því þetta er gluggalaus geymsla. Ég fór því í það að reyna að hafa uppi á lásasmiðum eða öðrum sem hafa það að atvinnu að brjótast inn. Það tók hálfan daginn sem var ömurlegt en hafði reyndar sína kosti, nú kann ég nefnilega að pikka upp lása.....

Við kíktum á Gunnhildi og Kidda í gær. Það var helvíti fínt enda var kók, konfekt og súkkulaðikökur( a la Gunnsa) í boði. Við spjölluðum um heima og geima, hunda og ketti, fótbolta og snyrtidót en allt endaði þetta þó í rökræðum um húsverk og verkaskiptingu kynjanna. Það skipti engum togum hvað stelpurnar reyndu að koma með, ég og Kiddi áttum svar við öllu og fórum með stórsigur af hólmi. Til allra stelpna sem lesa þetta, þegar þið eruð búnar að vaska upp og sinna öllum þörfum okkar karlmanna, þá er í lagi að þið setjist niður fyrir framan sjónvarpið með okkur og kannski nuddið á okkur tærnar í leiðinni. Þið verðið bara að klára ykkar skyldur fyrst ;)

Nú er helgin að koma og áður en við vitum af verður kominn mánudagur, pifffffff. Planið er eftirfarandi:
Föstudagur: Fara að kaupa mér hlaupaskó eftir vinnu, æfing og að lokum ætla Heiðrún og karlinn hennar að kíkja á okkur þegar Katla er búinn að vinna. Svo getur reyndar vel verið að ég geri mínum yndislega frænda honum Inga Þór þann greiða að kíkja á leikinn hjá þeim í kvöld(ÍR-Þróttur). Það væri reyndar sniðugt því þá gæti maður heilsað uppá Kálfinn og Eystein(síðasti foli vikunnar) í leiðinni, sé til.
Á morgun er svo planið að sofa vel og rækilega út og fara svo inn í Keflavík á ættarmót. Það verður væntanlega snæddur góður matur og fleira.
Á sunnudaginn er ekkert á planinu nema leikur klukkan 21:00 um kvöldið. Það er reyndar skandall að hafa leikinn svona seint en það þýðir víst ekkert að væla yfir því. Katla greyið þarf reyndar að vakna snemma til að fara á Akureyri á æfingar og koma svo aftur heim um kvöldið. Ekki beint drauma sunnudagur en hún reyndar flýgur báðar leiðir svo þetta er nú reyndar ekki alslæmt. En ég heyri í ykkur fljótlega því mánudagurinn verður kominn áður en við vitum af.....

Þar til næst.......

P.S. Ég var að heyra þetta svakalega slúður í dag maður. Þið getið kíkt á það í slúðrinu hjá mér hér til hliðar.......

Thursday, February 05, 2004

JUST ANOTHER DAY!

Jáhh þá er kominn fimmtudagur og helgin á næsta leiti. Það er ótrúlegt hvað vikan líður alltaf hratt og svo þegar helgin kemur þá tekur maður varla eftir henni. Svona er þetta þegar maður eldist. Talandi um aldurinn þá er ég kominn á það stig að mér finnst það hrós þegar einhver heldur mig yngri en ég er, og þá er það orðið slæmt.

Það var einhver auli að auglýsa klám á gestabókinni minni svo ég sendi honum nokkur vel valin orð. Ég nefnilega þoli ekki eitthvað svona klám. Karl og kona að kyssast, ber brjóst, tippi, rass og svona viðbjóður og já það nýjasta, fólk að kúka á hvert annað. Ekkert svona á minni síðu takk!!!!

Anyway, þá ætla ég að hafa þetta stutt í dag því ég ætla drífa mig heim og njóta þess að vera í fríi þar sem það er engin æfing í kvöld. Svo bara þar til næst!!!!

Tuesday, February 03, 2004

Þriðjudagur til þreytu!

Shit hvað ég var þreyttur þegar ég vaknaði í morgun og það fyrsta sem ég hugsaði var ,,díses það er hlaupaæfing í kvöld!!!"
En annars venjast þær furðu vel og einnig hjálpar það að maður er alltaf að verða fljótari og fljótari að þessu.

Ég er búin að vera alveg mega duglegur að uppfæra síðuna í dag svo endilega kíkjið á nýjungarnar. Það er nýr foli en það var hann Eysteinn sem var að ljúka keppni, þið sjáið inn á gamlir folar hvernig honum gekk. Úrslit úr Fola vikunnar munu koma í ljós þann 19 maí eða sama dag og ungfrú Ísland. Ekki veit ég hvort það sé einhver áhugi fyrir að sameina keppnirnar, það verður allt að koma í ljós. Sigurverarinn í Fola vikunnar fær glæsilegan málsverð frá Dabba di Canio og fría drykki með. Þeir sem velja Fola vikunnar fá líka sitt. Foli vikunnar mun sitja fyrir á eggjandi myndum sem Miðdepill einn hefur einkarétt á. Þess vegna er mikilvægt að þið farið öll og gefið fola hverrar viku viðeigandi einkunn.

Kvikmynd vikunnar var einnig uppfærð sem og einkunnagjöfin fyrir myndirnar. Einkunnagjöfin lá fyrst niðri í langan tíma og þá næst virkaði hún eitthvað vitlaust. Nú er hún hins vegar komin í lag og er það mikilvægt að þið farið inn og gefið ykkar mynd viðeigandi einkunn aftur, því öll fyrrum atkvæði strokuðust út þegar ég var að laga þetta. Úrslit úr kvikmynd vikunnar verða gerð kunn sama dag og Óskarinn. Þeir leikarar sem leika í sigurmyndinni eiga von á smá verðlaunum svo þar er til mikils að vinna.

Nú ætla ég hins vegar að drífa mig heim.......

Monday, February 02, 2004

Just another manic monday!!!

Enn ein vinnuvikan framundan! Ég er samt alveg að höndla það því þetta verður alveg einstaklega þægileg vika hjá mér. Helgin var mjög fín en þó fljót að líða eins og alltaf. Ég fór í afmæli til Ragga var það alveg fínasta veisla hjá stráknum. Ég er orðin svo þreyttur á þessum miðbæ að ég fór svo bara heim beint úr afmælinu, Sá ekkert eftir því daginn eftir.

Ég er búinn að vera með skítamóral alla helgina eftir þennan Víkingsleik. Hvernig er hægt að tapa 5-1 fyrir liði sem við unnum síðasta vor. Þetta voru nánast sömu lið og spiluðu þá. Annars sá ég svo í morgun að 5-1 er ekki svo slakt miðað það að Stólarnir voru að tapa 10-0 (þið heyrðuð rétt) 10-0 á móti Völsungum í Powerademótinu. Þetta er einn af þeim dögum sem maður er feginn að búa ekki á Sauðárkróki og vera að spila með Tindastól. Úfffff hvað ég vorkenni þeim því það er nú ekki auðvelt að vera á Sauðárkróki þó það gangi vel. Ætli aðalumræðan sé ekki núna að reka þjálfarann og losa sig við leikmennina. En svo er málið það að um leið og það yrðu fengnir nýir leikmenn þá yrði allt brjálað aftur yfir því hvað það væri verið að kaupa aðkomumenn í liðið í stað þess að leyfa heimastrákum að spila, ótrúlega heimskt lið!!!!

Í kvöld er að byrja ný syrpa af Survivor sem er algjör snilld því ég dýrka þessa þætti. Það gladdi mig mikið að sjá að Rubert skyldi hafa verið valinn enda var hann alveg frábær síðast. Svo vona ég bara að Jon(7. sería) og Rob(6.sería) séu þarna líka ásamt Richard því meiri skíthælar finnast varla á þessari eyju alheimsins!

En jæja nú ætla ég að fara að byrja í þessu átaki mínu og henda einhverju inn því klukkan er orðinn 15:15 og ég hef enn ekkert gert!!!

auf wiedersehn

P.s. sá þessa snilldarmynd á Hrappur áðan og ég bara varð að setja hana með!
TVEIR GÓÐIR!!!



This page is powered by Blogger. Isn't yours?