<$BlogRSDUrl$>

Thursday, June 24, 2004

Út í eyjum

,,Var Einar kaldi" hefur verið sungið með klassísku lagi Stuðmanna um árabil. Þessu lagi og fleirum um þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er hreinlega nauðgað af geislaspilaranum mínum þessa dagana. Eins og glöggir hafa sjálfsagt áttað sig á þá hefur stefnan verið sett á Eyjar um versló. Ég er hreinlega að rifna úr spenningi og er það í góðu lagi því Þjóðhátíð í Eyjum er einn af þessum viðburðum sem stendur alltaf undir væntingum sama hversu miklar þær eru. Það skemmir heldur ekki fyrir að þessi hópur sem er að fara er samansafn af prýðisfólki og er alltaf að bætast í þann hóp með hverjum degi sem líður. Snillingar eins og Valli Levis, Bonni Súrmjólk og Mr Canela eru í hópnum sem samanstendur af nokkrum pörum og fjöldanum öllum af álitlegum piparsveinum sem og piparjúnkum. Það eru því ansi góðar líkur á því að Cupid verði á svæðinu! Nú ef ekki þá verður að minnsta kosti illi tvífari hans hann Elli Mongó á staðnum að eigin sögn!!!



Annars dýrka ég sumrin því þá er alltaf nóg að gera allar helgar og eru næstu helgar t.d. alveg fullbókaðar. Þessa helgina verður til dæmis heljarinnar flakk á okkur. Á föstudeginum þá brunum við á Snæfellsnesið á ættarmót hjá familíunni hennar Hrafnkötlu. Ég verð því miður að yfirgefa það samkvæmi eldsnemma að morgni laugardagsins því ég þarf að mæta inn í Reykjavík að keppa gegn Stjörnunni. Eftir leikinn renni ég til baka og kippi Kötlu með því þá verður ferðinni haldið norður í Skagafjörðinn. Það er nefnilega ættarmót hjá minni fjölskyldu líka og er það haldið á ættarsetrinu Sleitustöðum. Þessi samkoma er algjör snilld og ólík öllum öðrum ættarmótum, þetta er svona Þjóðhátíð í Eyjum ættarmótanna! Það mæta allir í ættinni, ekki af skyldu heldur löngun, einfaldlega útaf því að það er svo hrikalega gaman. Það væri of mikið mál að telja upp alla dagskrána en meðal fastra liða er brennan, kvöldvakan þar sem listamenn ættarinnar troða upp á ýmsan máta, dansiballið, leikir á laugardeginum sem og knattspyrnuleikur milli norður og suðurs sem er eiginlega hápunkturinn á helginni. Það er alltaf svakaleg barátta og finnst mér hrikalegt að missa af þessu því þetta er spurning um að halda heiðrinum. Flestir úr sunnanliðinu koma af Skaganum og spiluðu með gullaldarliðinu þar á sínum tíma. Þessir menn eru alltaf í formi og kunna ekki að tapa en það er ekki það versta... Því núna eiga þeir börn sem hafa spilað eða eru að spila með öllum yngri landsliðum Íslands! En þeir ráða samt ekkert við heilögu þrenninguna hjá norðanliðinu sem er skipuð af mér, Gísla mark og Inga Þór. Okkur til halds og traust eru svo nokkrir grjótharðir bóndar sem mæta yfirleitt beint úr fjósinu í leikinn. Það fer enginn heill í gegnum þessa nagla enda þegar þeir spiluðu boltann í gamla daga þá segja þeir að það hafi verið svo mikil harka að menn hafi spilað í skíðaklossum og það að væru bara kjellingar sem teygðu á! Við erum svo með mesta supersub sem við Íslendingar höfum átt á bekknum og er hann ætíð tilbúinn að koma inn til að klára leikina þrátt fyrir að vera að skríða í sjötugt. Þessi maður er Nonni frændi, betur þekktur sem Jón elding norðan heiða sökum glæfralegs aksturslags síns. Eins og þeir heyra sem til þekkja þá er þetta banvæn blanda sem vonlaust að eiga við. En því miður missi ég af þessum leik í þetta skiptið og verð ég að treysta á að Gísli, Ingi og súpersub-inn klári dæmið. Þó svo að ég missi af allri föstudagsdagskránni og af laugardeginum sem slíkum þá næ ég samt laugardagskvöldinu en það er aðalkvöldið. Bara það að ég nái því á eftir að gera þessa helgi að sömu snilld og hún er alltaf.....

En hafið það gott öllsömul um helgina og ég vona það að þið skemmtið ykkur jafnvel og ég á eftir að gera...


Tuesday, June 08, 2004

Peugot vs Polo

Ég er svona að átta mig á því hvað það er langt síðan ég hef virkilega bloggað. Ég var reyndar búinn að ákveða að vera latur við að blogga í sumar þó svo ég hafi kannski ekki tekið það fram á þessari síðu. Það eru allir svo latir við að kíkja á netið svona yfir hásumarið og ég er einn af þeim!!!

Annars er það að frétta að við vorum að kaupa okkur bíl um ,,daginn". Hrafnkatla lenti í árekstri á Peugot-inum (eða Pussu Jóa eins og Raggi Zoo kallar alltaf Peugot) og skemmdist hann. Við keyptum okkur VW Polo í staðinn og er þetta helvíti nettur bíll, árgerð 2003 og ekki keyrður nema 13.000 km. Hann lítur einhvern veginn svona út....



Í boltanum birti loksins til því við unnum Völsung á laugardaginn. Fyrsti sigurleikurinn okkar í sumar þar sem við fórum svolítið illa af stað. Við erum líka komnir áfram í þriðju umferð bikarsins og þar mætum við ÍBV á föstudaginn í hööööörkuleik í Grafarvoginum. Næsti leikur okkar er samt í kvöld gegn Þrótturum í Laugardalnum. Klikkið annars hér ef þið viljið fá nánari upplýsingar um gengi okkar...

Loksins eru komnar inn nýjar myndir hjá Hrappi en síðan hefur legið í dvala undanfarið. Það er alltaf jafn gaman að kíkja á síðuna hvort sem það séu nýjar eða gamlar myndir. Ég var að kíkja á myndirnar frá sjómannadjamminu af Króknum og fann þar meðal annars þetta:


Evert hreinlega veður í kjellingum!!!

Og Jón Kort bróðir hans ætlar greinilega að gera allt til þess að vinna Mongólítann 2004!

Er Turbó kvikindið með mottu???

Sambýlið var á staðnum ásamt hártvíburabróður Steina í Tröð

HA HAHAHAHAH HAH BUSTED!!! Kiddi er ekki leikur í kvöld og þú að drekka bjór! Ég man í sektarkerfinu forðum daga þá var há sekt ef það birtist mynd af manni brosandi á Hrappur.is. Hver hefði sektin eiginlega verið ef maður hefði verið böstaður með bjór!!!

Eru þau að slá sér saman?

Eða kannski þau?

Heyrðu nú mig...

Nei hættu nú alveg!!!

En jæja ef þið viljið sjá fleiri myndir kíkið þá á Hrappur.is og tjakkið á´essu...
Di Canio yfir og út!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?