<$BlogRSDUrl$>

Monday, October 18, 2004

Blast from the past 2!!!

Ok loksins kominn tími á að uppfæra þetta blogg að deginum í dag. Er búinn að vera nokkrum helgum á eftir hérna undanfarið.

Um þar síðustu helgi ( see what I mean!) þá var náttúrulega afmælishelgi og var hann hin fínasta skemmtun. Katla vakti mig um morguninn með afmælissöng og glæsilegri súkkulaði tertu með bananakremi sem hún bakaði sjálf. Það var svo stórglæsilegt ljósashow ofan á kökunni því hún setti 26 kerti á hana, eitt fyrir hvert ár ( ok fokk off þið sem fóruð að hlæja núna). Svo var hún búinn að plana fyrir mig óvissudag sem var algjör snilld. Við enduðum dagskrána á að fara út að borða á A. Hansen (þar sem gaurinn var laminn með exi um daginn) og var það helvíti gott og mæli ég vel með því. Þaðan var svo skellt sér í innflutningspartý til Stjána og Birnu þar sem vel var veitt að venju. Þetta var nú önnur helgin í röð sem okkur var boðið þangað í teiti en helgina áður átti prinsessan hún Sunna Kristín 1. árs afmæli. Anyway þetta var feikna fjör þarna en eftir það þá var ég að hugsa um að kíkja í teiti til Inga Elvars en við ákváðum frekar að kalla þetta kvöld og fara bara heim í rómantík og rólegheit...

Ég og Maggi "albinói" Edd aka líkið aka dead man walking aka WHITE trash í góðum gír.... Einnig má sjá brot af Bonna Súra þarna á milli okkar.


Svo er ég með smá könnun hérna: Er Gunni Valur aka Svika Valur virðist ekki vera alveg viss um kynhneigð sína svo ég spyr:
Is he made to be straight?
or
Does he fear to be queer?

Hérna er hann að "kyssa" Helgu kærustuna sína

Og hérna er hann svo að KYSSA hann Gunna Már samstarfsfélaga sinn (og kannski eitthvað meira????) frá því í sumar.


Queer or straight???


Ég get nú ekki skrifað þennan pistil án þess að minnast á landsleikinn. Ég, Svika Valur og Lebbsterinn hittumst á Mongó grill í Grafarvoginum (I love that place) og fengum okkur einn kaldann og pizzu. Leikurinn sem hinn leiðinlegasti og hin mesta pína varð þess valdandi að bjórarnir urðu fleiri en einn og fleiri en tveir. Ég og Valli fórum til Bibba eftir leik sem var í svipuðu ástandi og við svo úr varð hið ágætasta kvöld.

Um helgina var svo kíkt á Blö í heimsókn til tengdó og co. Helvíti fín afslöppun og virkilega gaman að venju og erum við að stefna á að fara sem fyrst þangað aftur. Blönduós er nefnilega ekki svo slæmur staður skal ég segja ykkur og því til sönnunar eru tveir vinir mínir að nafni Kristín aka Stinni stuð og Valgeir Levý aka the charm-inator. Þau eru þeir mestu stuðboltar sem ég þekki enda eru þau bæði komin af Blöndósískum ættum sem og fleira gott fólk. Vissulega er þetta rólyndis staður en ef það væri ekki ágætt að vera þarna þá hefðu þessir stuðboltar aldrei endst þarna í svona langan tíma!!!

Fannst tilvalið að hafa eina mynd frá þessu ágæta bæ! Veit einhver hvaða bygging þetta er þar í bæ? Kippa í verðlaun...


Já og svo til hamingju með afmælið Valli minn!!!

Annars ætla ég að fara að segja þetta gott en vill samt fyrst koma að einum vikulegum lið hjá mér sem nefnist....
Kynþokki vikunnar

Það er alltaf gaman að sjá þegar Króksarar koma suður og meika það í borginni. Þeir fá engan frið frá kjellingunum ein sog sjá má hér á myndinni, vel gert strákar!!!

Thursday, October 14, 2004

Blast from the past!

Undanfarið er maður búinn að vera helvíti duglegur í djamminu. Um þar síðustu helgi var lokahóf KSÍ og var það kvöld skrautlegt í alla staði.

Ég, Rikki og School Beer tókum daginn snemma og horfðum á hundleiðinlegan bikarúrslitaleik. Hringdum svo í Svika Val og óskuðum honum til hamingju með ósigurinn og hlustuðum á hann skæla í símann. Kíktum næst á bekkina í Gallerí sól þar sem Skóli Bjór áttaði sig á því að hann þyrfti að fara í 11-11 og kaupa sér roll-on og gel í lubbann. Félaginn kom til baka hæstánægður með kaupin þar til ég benti honum á að hann hafði keypt hárnæringu og kjellingaroll-on. Hann skilaði hárnæringu en hélt roll-oninu (Óli, hvað er málið með það? Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem ég sé þig kaupa kjellingaroll-on!!!).

Anyway þá smelltum við okkur svo heim þar sem það var von á fjölda af Fjölnismönnum. Tókum nasistapóker þar sem Óli greyið var limlestur af Rikka en það bætti það reyndar upp að hann fékk að lina þjáningarnar í drykkjuleik sem hann skíttapaði í strax í kjölfarið. Svo komu menn og fóru og á endanum fórum við sem vorum eftir í heimsókn til Levý félaga míns. Þar sat að sumbli með honum Svíi nokkur að nafni Jörgen rugnuP. Ég held reyndar að þeir félagar hafi orðið hálf skelkaðir þegar öll hersingin mætti, svo mikil var ölvunin. Ok smá út úr dúr.......

Gossip!



Jáhh hefði eiginlega ekki getað byrjað þennan nýja lið hjá mér nema með alvöru slúðri. Orðið á götunni ku vera það að Öddi læknir sé búinn að panta Bibbsterinn sem tengdason því strákkvikindið er ekki aðeins kominn af góðri og voldugri ætt (Óskar skólastjóri, Magga í blómabúðinni no need to say more) heldur er hann verðandi lögfræðingur helvítið af honum en það dugir víst ekkert minna handa svona læknisdætrum. Dóttirinn sem er hér við hlið Bibba er kannski betur þekkt fyrir það að vera litla systir hans Alla litla úr boltanum. En þá spyr ég, hversu ung er hún fyrst hún er LITLA systir hans Alla litla?


Heilmikil húllumhæ var heima hjá Valla ( sem by the way drapst ekki á klósettinu) og ætla ég að gera sumum aðilum greiða með því að fara ekkert út í þá hluti hér. (Sbr. Geirvörtudæmið, magaskot og hið eftirminnilega tap í mönunarkeppninni) KSÍ hófið var snilld og sé ég virkilega eftir að hafa ekki farið fyrr þangað eða kannski ekki samt það var það gaman á hinum stöðunum. En Lebbsterinn fór á kostum þar eins og alltaf og átti pikk upp línu kvöldins ef ekki mánaðarins... Hann labbaði þar upp að einhverri svaka gellu og spurði "hvað segirðu vinan, hvernig er svo í verkfalli?" Hugsa að þetta hafi verið móðgun aldarinnar!!!

Eftir KSÍ var svo farið í bæinn en það sem stendur upp úr þar var að hitta allt þetta fólk sem maður hafði ekki séð lengi. Sérstaklega Jón Fannar (muna ekki allir Króksarar eftir honum og Stellu Tyson?) sem ég djammaði svo með fram undir morgun. Ég hitti nú fleiri góða og aðra ekki alveg eins góða, t.d. Egil Einars. Hann tjáði mér þær gleðifréttir að hann er fluttur aftur suður og ætlar að koma aftur í Fjölni (they all come back). Ég fagnaði því vitaskuld og skildi svo við hann í góðum félagsskap með Nonna og Skóla Bjór. Smellti mynd af þeim félögum á nýju digital vélina hans Óla og hélt svo mína leið.


Óli sendi mér svo myndina í þakklætisskyni. Það má sjá á þessari mynd af þeim bræðrum að Egill er loksins kominn heim og þríhyrningurinn fullkomnaður.

En kvöldið var á enda og komið að heimferð en skemmtunin hélt áfram. Bróðir Jóns Fannars var mættur alla leið frá Grindavík til að skutla mér, Jóni, einhverjum Haukamanni og Valgeiri Levý heim. Haukamaðurinn sofnaði strax og byrjaði að hrjóta sem fékk frekar blendin viðbrögð í bílnum. Næst kom hann sér vel fyrir og kúrði með hausinn á öxlinni á Valla sem gat sig hvergi hreyft og var ekki par hrifin. Valli missti sig svo þegar félaginn byrjaði að slefa stanslaust og beint á skyrtuna hans en gat samt með engu móti ýtt honum af sér. Svona var þetta alla leiðina heim og var það guðslifandifeginn Valgeir Levý sem hljóp í háttinn þetta kvöld.

Jæja setti inn tvo nýja (gamla) tvífara og set svo enn meira inn í fyrramálið...

þar til næst

24, 24 over and out

Tuesday, October 12, 2004

Happy birthday to me!

Jáhh sá árlegi atburður átti sér stað um að helgina að ég átti afmæli. Ég varð 2x ára gamall og er ég er ekki frá því að það séu sprottin nokkur grá hár.

Þetta var fyrsti afmælisdagurinn minn í nokkur ár sem ég grét ekki yfir aldrinum. Ég er nú loksins búinn að átta mig á því að þetta er satt sem sagt er, þegar þú verður 25 þá er lífið rétt að byrja! Ohhh crap hvern er ég blekkja? Þetta er hrikalegt helvíti, blómaskeiðið er á enda, það fer að styttast í gömlukarlabumbuna og maður fer að komast í ríkið án þess að vera spurður um skilríki sem sagt þetta er ömurlegt helvíti og verður verra með hverju árinu. Samt sem áður hef ég verið að reyna að sjá björtu hliðarnar á þessu öllu saman. Það þarf ekkert að vera svo slæmt að verða gamall (yeah right þegar þið heyrið einhvern segja ,,lífið byrjar um fertugt" þá er hann að meina ,,djöfull öfunda ég ykkur af því að vera ung ennþá, ég vinn og vinn alla daga og kem svo heim og hlusta á kjellinguna nöldra yfir einhverju sem ég lofaði að gera á heimilinu, krakkarnir tæma veskið á hverjum degi og svo þegar ég hef loksins þrek í að fara út að fá mér bjór þá bannar kerlingin mér það, rotniði í helvíti krakkafífl" ).

Jáhh ég hef eins og áður sagði verið að reyna að sjá björtu hliðarnar á þessu öllu saman og er ég búinn að komast að því að það eru bara tvennt sem hægt er að gera.

NR 1. Þú getur sætt þig við að vera orðinn svona gamall því það er enn margt til að hlakka til....
Dæmi:

* Þegar þú verður 67 þá geturðu hætt að vinna. Maður vaknar á morgnana, horfir á Glæstar vonir, leggur sig aftur, fær sér 1 bjór já eða 10 (skiptir engu það er ekki eins og þú þurfir að vakna í vinnu það eina sem þú þarft að hafa áhyggjur af er að taka upp Glæstar). Sem sagt þú getur gert það sem þú vilt!

* Grái fiðringurinn. Þvílík snilldaruppfinning, á þessu skeiði á maður sjéns í allar dömurnar. Egóið er í botni og þú ert aðalmaðurinn hvar sem þú kemur þrátt fyrir að vera með skalla, flösu og bumbu. Þú blikkar aðra hverja kjellingu og klípur í hvern einasta bossa. Stelpurnar eru allar sjúkar í þig og ef þær hrista hausinn þegar þú grípur í þær þá er það bara útaf því að þær vita að þær eiga ekki sjéns í þig. Varist samt að byrja of snemma á gráa því það er ekki töff að vera með hann í 25 ár eins og Gummi Jóns gítarleikari Sálarinnar!!!

* Þegar þú ferð á hjúkrunarheimili. Shit gæti lífið verið betra? Þú getur gert alla þá hluti sem ég tók fram í fyrsta dæminu og svo ótal margt annað. Segjum sem svo að þú vaknir um miðja nótt og þurfir að pissa en nennir ekki á klóstið. Iss þá læturðu það bara flakka, hringir bjöllu sem er fyrir ofan rúmið þitt og þá kemur næsta hjúkka og skiptir á þér, snilld. Þú þarft ekki einu sinni að bylta þér í rúminu í svefni þvi hjúkkurnar snúa öllum nokkrum sinnum á nóttu. Ef þú ert að skíta og nennir ekki að skeina þér þá er það gert fyrir þig. Þegar þú ferð í bað þá velurðu einfaldlega flottustu hjúkkuna (þar sem það er nú einhver aldursmunur á okkur Katla mín þá held ég nú í vonina að sú hjúkka verðir þú) á staðnum og lætur hana baða þig. Þú ert þá baðaður með öllu tilheyrandi, hárþvotti, strokinn allur með þvottapoka, forhúðarþvottur og fleira. Nú ef svo fer að þú ert einhverra hluta vegna á lausu á elliheimilinu þá er náttúrulega úr nógu að velja. Það besta er svo að ef þú höslar og vilt ekkert með kjellinguna hafa þá berðu bara fyrir þig kölkun og segist ekkert hafa vitað hvað þú varst að gera. Þetta verður frábært!

NR 2. Þú getur afneitað aldrinum og alltaf hagað þér eins og þú sért tvítugur.
Dæmi:

* Tommi á hótelinu

* Áðurnefndur Guðmundur Jónsson.

Jæja best að hætta þessu og sætta sig við þetta, ég á ennþá nokkur góð ár eftir!

Di Canio kveður að sinni

24, 24 over and out!

Thursday, October 07, 2004

ROCK AND ROLL!!!!!!!!!!!!!

jæja tvö blogg í sömu vikunni, geri aðrir betur og sérstaklega þeir sem eru að drulla yfir mig á sínum síðum fyrir að blogga aldrei. Já og hananú!

Það hefur verið talsvert djamm á manni undanfarið. Um þar síðustu helgi var haldið Rokkkvöld hér í LV og var hljómsveit kvöldsins Led Zeppelin. Ég vissi nú nákvæmlega ekkert um þá fyrir kvöldið og hefði einhver sagt mér að þeir ættu slagara á borð við Can´t walk away, The lions sleep tonight og fleira í þeim dúrnum þá hefði ég trúað því. En þetta var alveg þrusugaman og eiga þeir marga feiknagóða slagara.

Led Zeppelin var hljómsveit kvöldsins!


Dagskráin byrjaði klukkan 5 á föstudeginum en þar sem kortér í þrjú gæinn Valli Levý fór með mér þá mættum við ekkert fyrr en um hálf 7 (eiginlega eins gott því annars myndi Valli aldrei endast fram að miðnætti). Valli hélt ekki vatni yfir geggjuðum matnum og endalausu úrvali drykkja enda eru þessi LV partý ekkert slor. Við vorum fljólega orðnir vel kenndir og skemmtum okkur konunglega en ég sá þó að það var orðið tímabært að fara þegar klukkan var um hálf tólf. Þá var Valli kominn með eina og hálfa kippu innan á sig og búinn að skrúfa frá ,,the Levý charms"...

ÚTSKÝRING
The Levý charms=Hann sagði við konu eins af yfirmönnunum hérna að hún liti út fyrir að vera 25 og snéri sér svo að annari konu sem stóð við hliðina á manninum sínum og sagði ,,nú ég hélt að þú værir dóttir hans"!!!

Eftir stutt stopp á Ölveri með einhverju Landsvirkjunarliði þá fórum ég og Lebbmeister heim til hans. Þar voru staddir fyrir Atli bróðir hans og einhverjir þrír verkfræðinördar, ok sem sagt fjórir verkfræðinördar. Við reyndum að hressa upp á liðið sem gekk ekki vel fyrr en Valli splæsti á þá alla bjór (sem hann stal úr Landsvirkjun), þvílíkur kóngur...

Valgeir kveikti á ,,The Levý charms" á Rokkkvöldinu!


Þá næst skrapp félagi Levý á klósettið og eftir um tíu mín þá var ég farinn að undrast um hann. OK til að gera langa sögu stutta þá drapst félaginn á klósettinu með buxurnar á hælunum, vel gert Valli. Þá ákvað ég að það væri kominn tími til að fara heim...

Kvöldið eftir var svo kíkt í partý Reyni, Indriða, Laufey, Fannari og fleirum heima hjá Árna Þóroddi. Það var mjög fínt en kallinn var bara edrú enda sveið mig enn í augun eftir að hafa séð Lebbsterinn dauðan á klóinu með allt niðrum sig.

Maður helgarinnar: Valli Levý

Jæja er loksins búinn að catch-a up á þessu bloggi mínu. Ætla nú reyndar að koma með smá pistil um sumarið fljótlega, jafnvel á morgun. Þá ætla ég einmitt að efna loforð sem ég hef hér margsvikið og það er að uppfæra hægri hliðina.

En þar til næst
24, 24 over and out
D-Rú

Friday, October 01, 2004

I am back and now it´s for good!!!

O.k. nú ætla ég að reyna að standa mig í blogginu þannig að bara engin skot og ekkert væl... Það er búið að vera nóg um að vera undanfarið en fyrst þetta...........

Kynþokki vikunnar:



Ok nýr liður og endilega látið ykkar álit í ljós á kynþokka vikunnar í comment kerfið... (ef mynd virkar ekki smellið þá á refresh)

Umm já eins og ég var að segja þá er búið að vera nóg að gera undanfarið. Um þar síðustu helgi kláraðist boltinn hjá okkur á föstudeginum og var djamm um kvöldið. Var orðinn vel kenndur þegar ég yfirgaf búningsklefann en því miður þurfti skemmtinefndin að æfa þannig að ég, Einal og Gunni Valur fórum beinustu leið heim að æfa. Svo var vaknað klukkan hálf átta daginn eftir til að klippa atriðið okkar. Uppskeruhátíðin var svo um kvöldið og þar sýndum við meistaraverkið okkar sem var sjónvarpsdagskrá um okkur Fjölnismenn. Það voru þættir eins og Extreme makeover, Brúðkaupsþátturinn já, Laugardagskvöld með Gísla Marteini, auglýsingar, myndbönd mánaðarins og fleira og fleira og fleira. Ég hafði nú áhyggjur af tvennu fyrir sýningu. Nr 1 að hljóðið myndi klikka og nr 2 að þetta væri of langt hjá okkur ( 37 mín). Það er óhætt að segja að þetta hafi tekist frábærlega hjá okkur því hljóðið var flott og það kvartaði enginn undan lengdinni. Það virtust allir skemmta sér konunglega, reyndar voru flestir sem hreinlega grétu úr hlátri og höfðu varla undan við að þurrka tárin (svo segir að minnsta kosti hérna. Þökkum hrósið hvar sem sendi þetta). Svo hafa strákarnir (Rikki, Raggi, Stjáni og School Beer) farið fögrum orðum um skemmtiatriðin okkar á bloggunum sínum og er gaman að sjá að það virtust allir fíla þetta í tætlur. Þetta er bara eins og í góðum draumi maður ( he he, Óli does this ring a bell?)...

Við kusum svo sjálfir besta leikmann, efnilegasta, besta félaga og já markahæsta (???) eins og Guðlaugur Þór sagði.

Besti félagi: Gunni Valur (Vel að því kominn þrátt fyrir að vera hálfgerður Svika Valur oft á tíðum)
Markahæstur: Dabbi Rú ( takk fyrir kosninguna strákar)
Efnilegasti: Þórir aka Hrossi ( mest óspennandi kosning kvöldins, var aldrei spurning)
Bestur: Dabbi Rú ( ghuhuhhghghhghhghhhghhghhhh (fagnaðarlæti) Charlie George, Kidd Curr and Hannibal Heiz ghughghghghhghghgh)
Viðurkenning fyrir 100 leiki: Bjarni Sindri sr og Rikki ( Sindri gæti verið pabbi hans! Reyndar gæti hann verið pabbi minn líka svo miðað við sögurnar hans um það að hann hafi misst sveindóminn 7 og 1/2 árs...)

Maður verður svo að taka smá monthorn hérna á blogginu sínu svona svipað og Rikki á til að gera á sínu.

Annars ætla ég að veita verðlaun fyrir frammistöðu á kvöldinu sjálfu og skiptast þau þannig:

Ölvun kvöldsins: Bjarni Sindri Bjarnason ( ok aðrir áttu þetta skilið líka en samt...... Það átti enginn sjens í Bjarnason þetta kvöldið)
Ræðumaður kvöldsins: Steinar ( Var einhver annar sem komst að?)
Stuðbolti kvöldsins: Jón Þorbjörns ( hann bjargaði kvöldinu með því að mæta ekki)
Breiðasta bak kvöldins: Skóli Bjór ( þegar ég segi breiðasta bak þá er ég ekki að vísa í botninn á honum... Óli á þetta skuldlaust og innilega skilið, ef það væru ekki menn eins og þú þá........(fyllið í eyðuna í comments))
Dansari kvöldsins: Rikki (tók robot-inn á þetta)
Píkuþræll kvöldsins: Ívar ( Er farið að aukast svolítið þessa dagana)
Besta ímyndunarfylleríið: Gunni Már (fór ekkert á milli mála)
Roðn kvöldsins: Kjartan yngri (eða var það ekki?)
Áfengisdauði kvöldsins: Svik... uhumm Gunni Valur ( drapst á Ara í ögri, Nelly´s, laugarveginum og standandi inn á Hressó)

Ok ég gæti skrifað miklu meira núna en þetta er nú orðin ágætis langloka hjá mér svo ég læt þetta duga. Það má líka ekki skrifa yfir sig í þessu fimmta kommbakki mínu ( shit ég er að verða eins og Skítamórall)!!!

D. Rú out!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?