<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, November 23, 2004

New kids on the blogg!
-seinni hluti-

En fyrst þetta.....
YOANNA IS AMERICA'S NEXT TOP MODEL


Yeahh baby yeahh ég vissi það.... Hélt með henni allan tímann.....
En jæja jæja hér kemur seinni hlutinn, finally.....

Binni Rögg: Þessi ungi drengur er kominn undan honum Rögnvaldi orgelleikara í Sauðárkrókskirkju. Það er fínt að kíkja þarna inn til að fá einhverjar djammfréttir úr Skagafirðinum en þó verð ég að viðurkenna að ég geri nú ekki mikið af því.... Gamla nick-ið er Binni Rögg en það nýja verður son of an orgelman!!!

Stebbi Arnar: Þessi drengdjöfulsinsdjöfull er nú búsettur í útlandinu sem við köllum Danmörk. Ástæða fararinnar er tilraun til að losna við sveindóminn sem er gróinn fastur við hann alveg eins og hjá Dabba vin hans sem er þó að gera það gott þarna úti hjá kuntunum á Qstengade. Stebbi er ekkert að hösla þarna þrátt fyrir að vera fríðleikspiltur og ástæðuna segir hann vera þessi þrálátu hnémeiðsli sín, þessi drengur er úr gúmmíi. Gamla nick-ið var Dj Stebbi en það nýja mun verða Lakkrísrörið í höfuðið á arfaslökum hávöxnum knattspyrnumanni sem fékk það viðurnefni sökum endalausra hnémeiðsla sinna. P.s. bloggið hans er fínt!!!

Sundlarinn: Þessi síða var stofnuð fyrir ári síðan þegar þrír ungir piltar að nafni Bibbi, Emmi og Kassi fóru að leigja saman á Sundlaugarveginum. Núna búa þeir ekki lengur þar og Emmi býr meira að segja í Danmörku en síðan heldur samt sama nafni. Hún hefur ekki alveg haldið sama dampi í fyrra en er þó að koma sterk til baka nú upp á síðkastið með Punginn í fararbroddi. Annars hef ég ekkert meira að segja um þá kappa annað en gamla nick-ið var Sundlarinn en það nýja verður Piparsveinarnir!

Laufey: Kærastan hans..... Nei fyrirgefðu unnustan hans Indriða. Virtist hafa nægan tíma til að blogga þegar hún vann í verslunum Hagkaupa en er nú sest á skólabekk og þá kom ritstíflan. Svona bloggarar sko, eiga varla skilið link. Annars er bloggið hennar hin fínasta skemmtun þegar hún skrifar eitthvað svo hún fær sjens... Gamla nick-ið var Laufey hans Inda en það nýja verður Miss Indriði.

Hugrún: Hvað er meira pirrandi en að lesa blogg hjá þeim sem blogga aldrei? Jú það er að lesa blogg hjá kennurum í verkfalli. Nei ég segi bara svona. Hugga hélt nú alveg sínu striki í verkfallinu og brosti sem endranær. Skemmtilegt og innilegt blogg hjá einni sem líkar vel við alla og öllum líkar vel við. Fínt að kíkja inn og fá fréttir af Dósinni svona sérstaklega þegar Kuntan og Leví-inn have left the place. Gamla nick-ið var nú bara Hugrún en það nýja verður The quire geek!

Danni Brellenska: Þetta blogg var uppáhaldsbloggið mitt á sínum tíma,
svona alveg þar til kallinn hætti að blogga. Það er nú von á erfingja í Desember og því nóg að gera hjá þeim skötuhjúum en húsbóndinn ætti nú samt að geta hent inn bloggi öðru hvoru á nýja ADSL-inu. Annars nenni ég ekki að eyða fleiri orðum í þennan aumingjabloggara. Gamla nick-ið Danni Brellenska (nafn sem hinn heilagi Elli Mongó gaf honum) en það nýja verður Danni aumingjabloggari.

Guðni Rúnar: Prump!!! Hef ekkert meira að segja um þetta blogg... Gamla nick-ið var Guðni Rúnar en það nýja verður Cradle robber!

Gísli Torfi: Kóngurinn er búinn að skíta upp á bak hérna í bloggheiminum. Gamla nick-ið var GT aka kóngurinn en það nýja verður Heiðar bróðir!

Stjáni: Pappakassinn er á lífi!!! Drengurinn sem kom sem hvítur stormsveipur inn í bloggheiminn er byrjaður aftur að blogga eftir langa lélega törn undanfarið. Hann er alveg týpískur Pappakassi því hann byrjar strax á því að drulla yfir aðra fyrir að vera lélegir að blogga. Pappakassi!!!!!! Gamla nick-ið var Peiperkeis Sveinsson en það nýja verður Píkuþrællinn!

Heiðrún: Tvo blogg kallast ekki comeback... Og það er engin afsökun a eignast barn. Gamla nick-ið varHeyza bumbulína en það nýja verður Móðirin!

Arndís Berndsen: Kominn heim, nánast hætt að blogga, taktu þig á stúlka annars set ég þig í tvífara.... Gamla nick-ið var nú bara nafnið hennar en það nýja verður Táfýlugaurinn!

Rikki: Jæja þessi er nú einn af þeim sem að tók letitímabil og lenti þá í aumingjabloggaragrúppuni. Hann tók sig svo á en mín eigin bloggleti bitnaði á honum því ég hef ekki enn komið því í verk að færa hann upp um deild. Bloggið er hin fínasta lesning um árangur hans í hinum ýmsustu íþróttagreinum þarna uppi á Laugarvatni og einstakar Issara lýsingar (Issarinn=tölvuleikur). Þessi góði vinur bar nafnið Issarinn en mun nú heita Rikki Bjór í höfuðið á átrúnaðargoðinu sínu.

Nýliðar:

Nonni: Þessi maður gengur undir mörgum nöfnum af félögunum en Jón Steindór er hans given name. Hann er sambýlismaður hans Rikka og gengur víst sú sambúð víst eftir Issaraúrslitum. Gamli límputtinn (eitt af nöfnunum) er víst aðalnúmerið þarna á Vatninu svona að minnsta kosti miðað við sögurnar sem maður heyrir enda hress piltur með eindæmum. Hann fær nick eins og hinir sem í rauninni ætti að vera Drasl en verður þess í stað Bonni Súrmjólk!

Lára Kristín: Mr Springfield is in town... Vinkona Kötlu sem ég kynntist strax við önnur kynni okkar Kötlu. Hún var eitthvað að stríða mér þá og hefur eiginlega ekki hætt því síðan. Hress stelpa með húmór.... Nick-ið verður Sjúk í Geira sinn!

Ok nenni ekki meiru en ef ég er að gleyma einhverjum þá látiði bara vita í comment!!!

24,24
over and out!

Wednesday, November 17, 2004

New kids on the blogg!
-fyrri hluti-

Ég var að átta mig á því að ég hef ekki uppfært hægri hliðina á mér í allt of langan tíma né heldur deildarkeppni bloggara. Ég mun því tileinka hægri hliðinni næstu tvö blogg og reyna að fixa hana aðeins í leiðinni.

Varðandi deildarkeppnina þá er allt í skralli þar og er nú loksins komið að því að vinsa út þá sem eru ekki að standa sig og smella inn linkum á nýja bloggara, en þó ekki fyrr en eftir seinni hlutann. Það er eiginlega kominn tími á það því það er fjöldinn allur af bloggurum sem maður þekkir eða kannast við sem að eru ekki með link hjá mér. Ég ætla svo einnig gera svipað og síðast sem er að koma með smá lýsingu á hverju bloggi. Ég mun einnig koma með nýtt nick-name sem verður sniðið að hverjum og einum, deildarkeppnin verður sett í rétt horf og vonandi verða tvífararnir lagaðir ef tími gefst til.

My bloggers

Skóli Bjór: Ég ákvað að byrja þessa umfjöllun mína á merkum manni að nafni Óli Þór. Óli sem kýs reyndar að láta kalla sig Skóla Bjór er hinn mesti snillingur sem ég kynntist bara núna síðasta vetur. Óli er í skóla og finnst gaman að drekka bjór (well the name says it all). Óli er hinsvegar (hinsVEGAR ekki hinsegin) seinheppnasti maður sem ég þekki og jafnframt eini karlmaðurinn sem ég veit um sem notar kvenmannsroll-on og af hverju? Jú honum finnst betri lyktin af því. Óli er búinn að vera áskrifandi að úrvalsdeildinni hjá mér undanfarið og vel að því kominn but that ship has sailed. Fyrir stuttu tók nefnilega drengurinn upp á því að blogga ekki um annað en pólitík, drauga og nota copy/paste í gríð og erg og svoleiðis menn eiga náttúrulega ekki úrvalsdeildarsæti skilið. eiga náttúrulega ekki úrvasdeildarsæti skilið. Gamla nickið var Sk(Óli) Bj(Þ)ór en það nýja er Schwul Beer.

Kristín: Kristín er sú hressasta sem ég þekki. Daman dvelur um þessar mundir í landi hormotta og nískupúka og er víst að skemmta sér alveg prýðilega. Hún er loksins farin að blogga oftar en einu sinni í viku þar sem það er víst meira líf þarna í Horb en er á Blönduósi. Kostur: maður heyrir oftar frá henni. Gallar: Maður heyrir ekkert slúður frá Dósinni, en annars skemmtilegt blogg að vanda. Gamla nick-ið var Kuntan sem verður einnig það nýja!!! What else???

Maggi Edd: Pilturinn sem er á bak við Keliköttinn er fjallmyndalegur loðinn piltur úr Mosfellsbænum sem er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Maggi er einn sá misduglegasti bloggari sem ég þekki. Stundum bloggar hann ekki svo vikum skiptir og kemur svo allt í einu með 3 blogg sama daginn. En alltaf er nú gaman að lesa þessa vitleysu nema kannski þegar hann dettur niður í einhvern einkahúmór með HR vinum sínum sem enginn hefur séð og eru ábyggilega ekki til. Gamla nick-ið hans var Maggi Chewie og var ég þá að vitna í loðna skrímslið í Star wars en það nýja mun verða Maggi Rúnk (hey að minnsta kosti minntist ég ekkert á 7 sek dæmið..... Úúúúbbbss fyrr en nú). I´m Denny Crane......

Hugi Halldórs: Hjú Heldórsson er enn einn vitleysingurinn frá Króknum. Hann hefur nú minnkað bloggið til muna enda sjálfsagt frekar upptekinn í nýja djobbinu. Hann bullar það mikið að stundum er enginn leið að lesa bloggið hans nema kannski að vera á einhverju. Hugi neitar þó að vera maðurinn á bakvið bloggið og segir einn af sínum persónuleikum þann sem bar nafnið Alvitur bera ábyrgð á því. Gamla nick-ið hans var hann kúkar á umferðarskilti og var það nafn sem kom upp eftir ákveðinn gjörning sem hann framkvæmdi á djamminu í fyrra. Þið getið alveg giskað á hvað það var út frá nafninu. Hann mun hér eftir vera kallaður Sjónvarpsstjarnan.

Raggi rassgat: Linkurinn sem týndist. Raggi datt útaf linkalistanum hjá mér án þess að ég vissi af því eða tæki eftir. Hann benti mér á það sjálfur og fór svo í fýlu (hvað er nýtt?) og tók mig út hjá sér. Það er vonandi að kappinn sjái að sér og bæti mér aftur inn svo mamma hans, systir og hinir tveir sem skoða síðuna hans geti nálgast síðuna mína þaðan. Raggi er annars hundlatur við að blogga sem er svo sem allt í lagi því þeir 4 sem fara á síðuna hans notuðu hana bara til að komast á mína. Annars hef ég lagst svo lágt og skoðað bloggið hans og er það hið ágætasta. Gamla nick-ið hans var Raggi rassgat í höfuðið á ákveðnum pizzugerðarmanni í Grafavoginum en það nýja verður Fýlubrókin .

Maggi: Þetta er hinn Magginn sem ég linka á. Ég get ekki sagt þessi skemmtilegri eða þessi sætari til að fólk viti hvorn ég er að tala um því þeir eru báðir sætir og skemmtilegir (ég er sjúkur í þá). En eitt get ég notað til að greina þá í sundur og það er Maggi loðni og svo bara Maggi, sem er þessi drengur hér. Maggi er nú staddur úti í Danmörku að safna hári. Að minnsta kosti virðist hann vera of upptekinn til að blogga. Annars saknar maður tvífaranna frá honum sem og myndasagnana. Svona kallar eiga ekkert annað skilið en aumingjabloggaratitil og heldur tíkin því nick-i sínu sem er Bitch!

Steini mark: Rugludallur
Nick name: Hösslerinn

Kolla Stella og Raggi maður: Jæja skötuhjúin sem eitt sinn blogguðu saman en nú er kallinn hættur að blogga. Bloggið er að miklu leyti um gang, tölt, brokk og hvað þetta heitir nú allt saman í þessari hestamennsku. Síðan virðist vera svona hálfgerð félagsmiðstöð þeirra Hvammstangabúa því þeir koma saman þarna og spjalla um hestana og veðrið í comment dálknum. Einnig eru alltaf nýjustu upplýsingar um hvar næsta hestamót verður og hvernig öllum gekk og bíður maður alveg spenntur alltaf eftir nýjustu úrslitum með afnagaðar neglur uhumm já já... En skemmtilegt og gott fólk, ég hef bara engan áhuga á hestum!!! Nick name: Hestafréttir.is

Drífa: Stórskemmtilegt blogg sem er þó með einn galla, þar er aldrei neitt nýtt! Var vanur því að kíkja daglega þangað inn en nú til dags kíki ég á það svona einu sinni í mánuði til þess að athuga hvort hún sé búinn að blogga. Yfirleitt fer ég þaðan út jafnfljótt aftur því ég er farin að kunna síðustu bloggfærsluna hennar utanbókar! Held að ég fari að fækka heimsóknum mínum þangað í einu sinni á ári!!! Nýja nick-ið er Drífa (sig í að blogga).....

Erla Guðrún: Ok sama saga með þessa manneskju, það rennur aumingjabloggarablóð um æðar hennar... EGG-ið (Erla Guðrún Gísladóttir)er ein sú hressasta og fyndnasta stelpa sem ég þekki en bloggið hennar hefur nú verið hálf linsoðið að undanförnu( haha náðuð þið þessum). frekar kýs ég hestasögurnar hennar Kollu Stellu heldur en þetta endalausa raus um háskólapólitíkina. Nýtt nick verður Celine Dion!

Ok gott í bili. Smelli inn seinni hlutanum á morgun eða hinn og þá lagfæti ég líka deildarkeppnina og klára loksins að setja upp Fola vikunnar og fleira...

24, 24
over and out!!!

Monday, November 15, 2004

Minning um mann

Þeir sem hafa lesið bloggið mitt í lengri eða skemmri tíma vita það að flest blogg mín eru uppfull af gríni, stríðni eða misgáfulegum hugleiðingum mínum. Þeir sem mig þekkja vita líka að engin meining eða illindi eru á bakvið þetta og geri ég jafnt grín að sjálfum mér sem og öðrum. Þegar öllu er svo á botninn hvolft þá er þetta spaug sem ekki ber að taka alvarlega enda fer ég aldrei inn á alvarlegu nóturnar hér á þessu bloggi. Þessi færsla verður hinsvegar með öðru sniði.....

Árin líða og aldurinn færist yfir mann. Sumir hætta að telja, þó ekki ég, því aldurinn skiptir okkur mis miklu máli. Þegar ég hugsa um aldurinn þá fer ég oft sjálfkrafa að hugsa um mína nánustu. Fjölskyldur eru misnánar en ég er svo ríkur að þekkja flest alla ættingja mína vel og þá sérstaklega systkyni foreldra minna og afkomendur þeirra. Margir af þeim eru í hópi minna bestu vina.

Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum mínum er sú að flest höfum við orðið fyrir því að missa einhvern nákominn okkur. Sumir hafa misst meira en aðrir og á ég til dæmis á engar ömmur eða afa og þær tvær ömmur sem ég átti missti ég fyrir um 10 árum síðan. Afkomendur þeirra eldast jafnhratt og ég og þegar maður verður orðinn fullorðinn þá er ekki víst að mikið af þessu fólki verði enn meðal vor. Það er einmitt sú hugsun sem skýst svo óþægilega oft inn í huga minn þegar ég fer að hugsa um aldurinn. Ástæðan fyrir því að ég er að ræða um þessi mál hér og nú er sú að á föstudaginn síðastliðinn dó Steindór elsti bróðir mömmu minnar. Hann er farinn og eftir sitja eingöngu allar góðu minningarnar um samveruna í gegnum árin. Það er allt sem við eigum eftir og það eina sem við munum eiga til frambúðar. Sorgin er erfið og þessa dagana er ég með sting í hjarta en það er þó satt sem sagt er að tíminn græði öll sár.

Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti með Steindóri og þá sérstaklega fyrir nýliðið sumar en þá hitti ég hann meira en ella þar sem ég, foreldrar mínir og Hrafnkatla hjálpuðum honum að reka söluturninn hans. En nú er hans tíma í þessu jarðríki lokið, erfið veikindi eru að baki og ég veit að það verður tekið vel á móti honum á nýjum áfangastað.

Við ykkur hin vil ég segja, njótið þess að vera til og verið dugleg að eyða tíma með ykkar nánustu því enginn veit fyrr en allt í einu. Ekki eyða þessum dýrmæta tíma sem við höfum í fýlu eða önnur leiðindi og reynið þess í stað að lifa í sátt og samlyndi við ykkur sjálf og alla þá sem taka þátt í ykkar lífi.

Það er viðeigandi að enda þetta á kveðjunni hans Hemma Gunn sem felur meiri boðskap í sér heldur en ætla mætti.

Verið hress, ekkert stress
bless

Hvíl í friði

Dabbi Rú

Monday, November 08, 2004

Edrú sinnum 4

Enn einn mánudagurinn runninn upp og enn ein edrú helgin afstaðin. Núna eru þær komnar 4 í röð ( og fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta og haldið að þið séuð eitthvað að villast þá er þetta bloggið hjá Dabba Rú) and still counting. Ég er ótrúlega stoltur af mér því það er búnar að vera þvílíkar freistingar í gangi og hefur maður bara skippað þeim hægri vinstri eða bara framkvæmt þær edrú.

Þessa edrú helgina skruppum við á árshátíð hjá vinnunni Kötlu og var það alveg ágætt. Nokkrir Króksarar voru á staðnum og rak ég augun í Karenu systur Himma, Vöggu x-ið hans Rúnka pönk og síðast og allra síst eina dömu sem ég hef ekki séð í svona 3-4 ár, enga aðra en Oddnýju JoeHaukssystur kynþokka síðustu viku hjá DabbadiCanio. Svolítið skemmtileg tilviljun að hitta hana þar eftir að hafa valið hana kynþokka vikunnar um 2 tímum áður!!! Anyway þá komum við Katla örlítið of seint (surprise surprise) og voru aðeins tvö sæti laus þegar við komum og voru þau á borði Tælendingana. Þarna við borðið voru þrjár Tæjur sem sögðu varla orð allan tímann, einn Tæji sem sagði ekki orð fyrstu 2 tímana en tók svona 200 myndir af borðinu á þessar 3 myndavélar sínar, spjallaði svo reyndar við hann eftir það (reyndar um myndavélarnar hans) og var hann alveg helvíti fínn og svo tveir Íslendingar (sem sjálfsagt voru kaupendur þessara tveggja sem sátu á móti þeim!! Nei djók skamm Dabbi Rú) sem voru gjörsamlega mállausir þar sem þeir sögðu ekki orð allan tímann þar til síminn hringdi hjá öðrum þeirra, ég heyrði hann segja;
Halló
nei við vorum bara að borða
já það er geggjað stuð
ok sjáumst
´
Ertu að grennast?(haha grennast=grínast, ákvað bara að vera töff og taka smá Sverri Bergsteins frasa á´etta) geggjað stuð??? Var maðurinn að grínast? Hann var ekki búinn að segja orð í þessa 4 tíma sem þetta hafði staðið yfir fyrr en þarna! Svo var það hinn sem sagði ekkert, bara bless þegar hann var að fara... PAAARTYYY PEOPLE!! Ef að Katla heldur einhvern tíma partý fyrir samstarfsfólk sitt þá skal ég gæta þess að bjóða ykkur öllum svo þið fáið sjéns á að djamma með þessum stuðboltum. Ég hefði frekar kosið að hlusta á Óla Þór segja nárasögur allt kvöldið frekar en þetta!!!
En svo kom móðursystir hans Audda Blö og bjargaði kvöldinu með því að bjóða mér upp í dans, ekki einu sinni heldur tvisvar. Gætti þess að grípa aðeins í bossann á henni svo ég hefði örugglega eitthvað til að pirra Audda með næst þegar ég hitti hann!!!

Á laugardeginum hittum við svo Kötlu, Reyni og litla snúð og var það mjög gaman að venju. Plönuðum saman langan laugardag um næstu helgi með búðarrápi, eldamennsku og öllu tilheyrandi, það verður gaman.

Djöfull þoli ég ekki tvær auglýsingar sem eru í sjónvarpinu þessa dagana. Fyrri er þessi nýja auglýsingaherferð sem Húsgagnahöllin var að hleypa af stað bedre og billigere. Sú seinni er með þessari kjellingu sem er að auglýsa fyrir Húsasmiðjuna ahahhahh hate it....
Jæja
24 24 og allt það

Friday, November 05, 2004

It´s mr Zoo to you!!!

Já maðurinn sem ég ræddi um síðast var meistarinn Ragnar Sigurbjörnsson, betur þekktur undir nafninu Zoo. Það var nú enginn sem giskaði rétt á kappann og því enginn sem vann sér inn kippu að þessu sinni. Reyndar voru alveg skelfilega fáir sem giskuðu og greinilegt á öllu að annaðhvort er fólk hætt að commenta hérna eða hætt að drekka bjór. En back to Zoo. Það er sko alveg á hreinu að næst þegar Raggi hringir óvart í mig þá ætla ég að hafa svona Zoo horn þar sem ég birti það sem ég heyri í því símtali, bara svo fólk fái nú eitthvað að frétta af þessari stórstjörnu.

Meistari Sigurbjörnsson!


Annars er ég bara að skríða saman eftir 3ja daga veikindi og hef þess vegna ekkert bloggað í vikunni. Ég ákvað nefnilega um daginn að taka mig aðeins á og fara að koma með ca 5 blogg í viku eða það er planið að minnsta kosti. Á næstu dögum á ég von á því að fá ADSL heim til mín svo það ætti ýta undir þessa heimasíðugerð mína.
Annars ætla ég bara að hafa þetta stutt í dag því það er svolítið mikið að gera hjá mér núna. Kem með nýtt ferskt blogg á mánudagsmorgun þar sem ég ætla að uppfæra hægri hliðina hjá mér og laga deildarkeppni bloggara sem er í messi. En bara góða helgi, endum þetta á.....

Kynþokka vikunnar!!!

Kynþokki vikunnar er Oddný!!! Hver man ekki eftir henni? Gekk undir ýmsum viðurnefnum á Króknum m.a. Litla gula hænan og Malbikið svo eitthvað sé nefnt, veit nú reyndar ekkert af hverju. Það besta við þetta allt saman er samt það að hún er systir Jóa Hauks!!!


24,24 over and out...

Monday, November 01, 2004

Ég sagði komdu sæll og blessaður...

Ég sat í hægðum mínum skömmu eftir hádegi í dag og hrökk þá upp við símhringingu. Ég kannaðist ekki við númerið sem birtist á skjánum og ég svaraði því með nokkurri óvissu. Það var ekkert sagt á dágóðan tíma svo heyrðist kunnuleg rödd segja ,, Dabbi þetta var náttúrulega bara nákvæmni, ekkert annað en pjúra nákvæmni". Ég fór að hlæja því ég áttaði mig strax á hver var hinu meginn á línunni og spurði hann frétta af sér. Eftir eitthvað óskiljanlegt muldur þá var mér loks svarað en í engu samræmi við þær spurningar sem ég hafði borið fyrir viðmælanda minn. Hann sagði ,,djöfull eru þeir heimskir þessir andskotar, það ætti að láta Jólasveininn ríða þeim í rassgat". Þarna áttaði ég mig á að maðurinn var ekkert að tala við mig og reyndar hafði hann greinilega ekki hugmynd um að hann hefði hringt í mig. Ég heyrði hann halda áfram að tala um eitthvað hitamál við vinnufélaga sinn sem af einskærri tilviljun bar sama nafn og ég. Ég sá því enga ástæðu til að kveðja og skellti bara á. Þetta var í fjórða skiptið sem þessi einstaklingur hringir frá því í sumar og alltaf án þess að vita af því. Ég hlusta nú aldrei lengi þó svo að það væri sjálfsagt margt forvitnilegt að heyra þar sem þessi maður er snillingur mikill.

Hver er maðurinn?

p.s. allir sem hafa stigið fæti inn fyrir bæjarmörk Sauðárkróks ættu að vita hver þessi maður er.......

Hrós dagsins og Fífl dagsins eru nýjir liðir hjá mér þar sem ég mun tjá mig um eitthvað sem mér líkar eða mislíkar hverju sinni.

Hrós dagsins fær snillingurinn og meistarinn Eminem. Djöfulsins snilld er nýja lagið Just lose it og hvað þá myndbandið. Ég er sjúkur í það þessa dagana og hlæ alltaf jafn mikið þegar hann tekur Pee wee Herman hláturinn í laginu. Check it out!

Fífl dagsins eru hinsvegar allir sem halda með fótboltaliðinu Millwall. Í bikarleik þeirra gegn Liverpool á dögunum þá byrjuðu stuðningsmenn Millwall að apa búkhljóð í hvert skipti sem einhver hörundsdökkra leikmanna Liverpool fékk boltann. Það var ekki nóg fyrir þá þar sem Liverpool var að vinna leikinn og það virtist pirra þá ennþá meira og hófu þeir þá að syngja ,,þið hefðuð allir átt að deyja á Hillsborough". Fyrir þá sem átta sig ekki á því hvað verið er að meina þá eru þeir að vísa í Hillsborough slysið 1989 þegar 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Ég man eftir þessu atviki eins og það hafi gerst í gær því ég og Reynir höfðum stillt okkur fyrir framan skjáinn til að horfa á leikinn.
Anfield eftir Hillsborough slysið!


Já þeir eru hressir þarna hjá Milwall... Ussss svo var verið að hneykslast á svívirðingunum hjá Finnsyni í sumar!!!

24, 24 over and out!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?