<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, December 28, 2004

We wish you a merry christmas

Jæja, hér kemur bloggið sem að birtist ekki....

Þannig er mál með vexti að 24 des skrifaði ég blogg sem ég gleymdi að pósta. Þó svo að þessar jólakveðjur komi seint þá koma þær þó, þessi frasi er reyndar nokkurs konar lífsmottó mitt.

Svo þá segi ég bara gleðileg jól allir saman og ég þakka samfylgdina á árinu sem er að líða.......


Svona í tilefni jólanna þá ætla ég svo að deila því með ykkur að....

kallinn er að verða pabbi!!!!!!!

Já frábærar fréttir, hún Hrafnkatla kærastan mín er ólétt "og það besta er að ég á það" svona ef ég vitna í góðvin min hann Danna Brellensku :)

Stelpan er kominn 6 og hálfan mánuð á leið og á að eiga nákvæmlega 23 mars.... Hún er að standa sig eins og hetja og að sjálfsögðu ég líka (I´m trying to steal her thunder). Maður er búinn að vera að stunda mæðraskoðanir eins og vindurinn og fara þrisvar í sónar, sem var alveg ólýsanleg upplifun. Þó svo að ég sé búinn að standa mig frábærlega þá er ekki hægt að lýsa því sem lagt er á konur í öllu þessu ferli. Hormónabreytingar, brjóstagjafir og þyngdarraukning er bara hluti af öllu prósessinu sem fylgir þessu svo ég segi það aftur, hún er að standa sig eins og hetja.........

En það er ekki hægt að segja ykkur frá þessu án þess að sýna ykkur mynd:

Litla krílið að sjúga puttann sinn í 3ja mánaða sónar


Svo á krílið orðið heimasíðu svo ef að einhver vill fá óléttusögur beint í æð þá er um að gera að kíkja þangað!!!

Enn aftur segi ég gleðileg jól og hafið það öll sem allra best yfir hátíðarnar!!!!

þar til næst (sem verður reyndar annál ársins á gamlaársdag)

D.Rú 24 24 over and out!!!!

Thursday, December 23, 2004

Jólin eru að koma!!!

Vá þvílíkt stress en þvílík gleði. Ég hef ekki verið í svona miklu jólaskapi jahh bara aldrei held ég og maður er alveg að njóta hverrar mínútu í öllum þessum hamagang. Að sjálfsögðu verður Laugarvegsrúnturinn tekinn í kvöld og bara allt brjálað að gera. Hef því engan tíma til að blogga meira en smelli smotteríi inn á morgun, reyndar svolítið merkilegu bloggi samt....

En nýjir tvífarar tjakkið á því og svo var ég búinn að lofa því að segja frá síðustu helgi, sem var by the way snilld, en ég ætla að sleppa því og birta frekar nokkrar myndir sem ég ætla að láta tala sínu máli. Sagt er að ein mynd segji meira en 1000 orð, ef svo er þá segja þessar 1500!!!





Njótið vel

þar til næst

D.Rú

Wednesday, December 22, 2004

Ósk mín skærasta burummbummbumm er að eignast kærasta!

Já hún Birgitta Haukdal kann svo sannarlega að smíða texta. Þó svo að þessi árans texti sé ótrúlega fáránlegur þá er hann hrikalega grípandi og hef ég staðið mig að því að vera að raula þetta lag í tíma og ótíma undanfarið. Svo á þessi setning svo ótrúlega vel við marga af mínum vinum svona ef ég tek mið af atburðum síðustu helgar ;););)

Annars er algert andleysi búið að vera að hrjá mig undanfarið. Ég hef svo sem haft frá nógu að segja en bara tja hreinlega ekki nennt því. Nýliðin helgi var alveg mögnuð og mun hún lifa í minningunni jáhh að minnsta kosti alveg út þetta árið. Þegar maður tekur svona til orða þá minnir það mig á eina sögu.

Muna ekki allir eftir Emil (aka Lime) á Króknum? Það var nú þannig að í gamla daga þá kom Emil alltaf inn í skólarútuna í nýja hverfinu ásamt Einari Skví, Hipp hopp Halla hertittling hæflæ og fleiri góðum. Þetta var í þá dagana þegar grunnskólinn byrjaði alltaf daginn eftir þrettándann alveg sama hvort sá dagur hitti á mánudag eða föstudag. Anyway þá kom Emil (sem ég mun hér eftir kalla Lime) með sama brandarann 5 ár í röð inn í skólarútuna þennan fyrsta skóladag eftir jólafríið. Hann var á þessa leið "strákar, ég er ekki búinn að fara í bað síðan í fyrra!" Viðbrögð okkar voru náttúrulega á þá leiðina að Lime væri ógeðslegur þar til hann benti okkur á að það væri nýkomið nýtt ár og þá var Lime bara fyndinn enda hló hann manna mest að sjálfum sér. Það er reyndar ekki alveg rétt að Lime hafi alltaf sagt sama brandarann því hann kom með nýjar útfærslur á honum á hverju ári. Fyrst var það þetta með baðið, næsta árið hafði hann ekki tannburstað sig og svo framvegis. En á fimmta ári þá fékk hann félagi minn hann Einar, oft kenndur við Skví, nóg og sagði "Lime, hættu að segja þennan tussu brandara, þetta er ekkert fyndið píkan þín" á hærra C-i heldur en nokkur hafði komist. Lime sagði ekki brandarann framar og ég meira að segja man ekki eftir honum í skólarútunni eftir þetta atvik. Hans 15 mínútur voru liðnar, þessi hápunktur ársins hjá honum þegar hann sagði þennan brandara og allir tóku eftir honum. Einar sagði mér meira að segja að Lime hefði ekki framkvæmt neinn af þessum hlutum til þess að brandarinn hans væri ekki eingöngu brandari, heldur líka sönn saga.

Síðar vorum við Reynir að rifja þessa sögu upp. Við vorum að rifja upp 15 mín frægð Emils í skólarútunni og hvernig hann blöffaði alla með því að segjast ekki hafa baðað sig, tannburstað og ég man ekki hvað síðan árið áður. Þegar þessi upprifjun fór fram þá vorum við báðir orðnir eldri og þroskaðari þá áttuðum við okkur á því að Lime sagði þennan brandara 7 jan ár hvert og öll skiptin hafði hann sleppt einhverju af áðurnefndu í heila viku. Við komumst að þeirri niðurstöðu Emil var bara sóði og brandarinn hans var aldrei fyndinn og mun aldrei verða það og ég vona bara að hann sé hættur að segja hann!

orðinn andlaus aftur, fjalla um helgina á morgun....

24,24
over and out

Friday, December 17, 2004

It´s the end of an era!!!

Öll komum við einhvern tíma að þeim tímapunkti í lífi okkar að við þurfum að breyta til. Breytingar er yfirleitt af hinu góða en þó leggjast þær misvel í okkur og stundum er ekki einu sinni vilji á bakvið þær, samt sem áður geta þær verið eitthvað sem er tímabært og við hreinlega þurfum að gera. Síðustu dagar hafa verið mér mjög erfiðir. Ég hef gengið um með hnút í maganum því ég hef staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun, ákvörðun sem ég nú hef tekið.

Í gær ákvað ég að kveðja mína elsku bestu félaga úr Fjölni og ganga til liðs við Víking Reykjavík. Mér finnst það spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við og mun ég gera mitt besta í að standa mig vel á nýjum vettvangi. Enn eins og áður sagði þá var ákvörðunin erfið en tímabær.

Ég hef spilað í Grafarvoginum síðustu tvö árin. Þessi tími hefur verið minn besti og skemmtilegasti í fótbolta í meistaraflokki, það er því með miklum söknuði sem ég hverf á braut. Mér leist nú ekki á blikuna fyrst þegar ég kom í Grafarvoginn en ákvað að hoppa um borð þar sem mér fannst spennandi hlutir vera þar í gangi og efniviður var mikill. Fljótlega komst ég að því að þarna leyndust hinir mestu snillingar og höfum við skemmt okkur konunglega þennan tíma. Ég kom úr Tindastól, lið sem hefur verið þekkt fyrir fínan móral og skemmtilega stemmningu, en samt sem áður þá bara kemst það ekki í hálfkvisti við það sem var þarna í gangi. Kærustur okkar strákanna kynntust í gegnum boltann, nú fara þær ekki bara saman á leiki heldur eru sumar þeirra orðnar mjög góðar vinkonur og hittast reglulega. Meira að segja foreldrar okkar hafa hisst reglulega og stofnuðu sinn eigin stuðningsmannaklúbb fyrir okkur þar sem þau buðu okkur í kaffi eftir leiki, glæsilega grillveislu, regluleg partý og fleira, auk þess hittast þau oft og iðulega og djamma saman. Nú kveð ég þetta allt saman með miklum söknuði.

Sagt er að maður eignist vinina snemma um ævina en félagana síðar meir. Þessi dvöl mín hjá Fjölni hefur afsannað það. Ég hef eignast marga góða félaga þarna en enn fleiri vini, stráka sem ég er í góðu sambandi við og hitti reglulega, oft í viku og suma jafnvel daglega. Dæmi um það eru Stjáni, Gunni Valur, Kiddi, Rikki, Nonni, Óli Þór, Maggi Edd og Hallur sem eru bestu félagar sem ég hef kynnst á ferlinum og ég veit að svo traust eru þau vináttubönd að þau munu ekki líða undir lok þó svo að hópurinn splittist upp.

Enn nú kveð ég ykkur kæru vinir. Þessi tími var frábær og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa hann með ykkur innan vallar sem utan. Til dæmis held ég að ég muni aldrei gleyma 9-3 ferðinni á Siglufjörð í fyrra þegar við tryggðum okkur upp og menn hreinlega grenjuðu úr gleði á leiðinni suður. Kærar þakkir fyrir samveruna, gangi ykkur sem allra best á komandi sumri og við sjáumst á vellinum!!!!
(reyndar sé ég einhverja ykkar í partýi hjá Stjána á laugardaginn en þið vitið hvað ég meina;) )

24,24
over and out!

Thursday, December 16, 2004

Can I have your attention please?

Út er komið myndbandið frá uppskeruhátíðinni sem gerði allt vitlaust. Um er að ræða svokallaða special edition útgáfu sem inniheldur meðal annars atriði sem voru ekki tilbúinn umrætt kvöld. Þeir sem vilja nálgast eintak tali við mig eða Gunna Val....

24,24
over and out!

Wednesday, December 15, 2004

Cry me a river!!!

Jæja, þetta verður bara shortari hjá mér í dag þar sem það er svo brjálað að gera. Þetta verður í svona Magga Edd stíl nema shortaranir hans tengjast kannski einhverju öðru en bloggi.

Það er alltaf gaman þegar fólk skrifar um mann á blogginu sínu, sérstaklega þegar það er að gera eitthvað grín í manni já eða skrifa eitthvað fallegt um mann. Góður vinur benti mér á eina síðu fyrir nokkru síðan þar sem annar vinur minn er að skrifa um mig. Ég gleymdi því þar til ég kíkti á það í dag. Samkvæmt blogginu hans þá er hann búinn að vera með þynnku dauðans síðan 31 okt og ég veit ekki hvort það er eitthvað að skerða hans hugsun en hér kemur runan....

" Dabbi Rún!!!!!
Hvað er málið með þennan gaur...... ég veit ekki hann er bara æði. Kynntist honum þegar ég byrjaði að þjálfa Fjölni...... Rólegur gaur sem veit ekkert betar en að XXXX konunni á alla kanta............ Dabbi hefur kennt mér að vera sá sem ég er og ekki snúið baki við mér þó svo að ég hafi gert slæma hluti í hans garð ( Dabbi minn þú veist hvað ég meina) Þessi gaur er án efa einn sá fyndansti og skemmtilegasti gaur sem ég hef á ævi minni hitt.......... En Dabbi..... hættu að reyna við School Beer hann er á föstu með Svavari Erni :D
............... Samt er þessi gaur einn sá traustasti sem þú finnur
TRADEMARK: HA????? ER KATLA EKKI Í BÆNUM, ÉG ER FARINN HEIM AÐ SOFA"

Ok spurning dagsins..... Er Nonni að reyna að komast í bólið með mér????

Muna ekki allir eftir Robba Sverris (jafnvel betur þekktur sem Robbi moð)? Vissuð þið að maðurinn á tvífara? Já það er satt og ég er búinn að finna hann. Tjakkið á tvíförunum hjá mér hér á hægri kantinum!!!
24, 24
heyrðu bíddu bíddu
p.s. kjósiði nú ykkar mongó því miðað við umferð sem kemur á síðuna þá eru ekki nema um 20% sem kjósa!!!
ok áfram
over and out!!!

Monday, December 13, 2004

Mongólítinn 2004- (Ná)Riðill 3

Loksins loksins segiði sjálfsagt, riðill 3 kominn í hús eftir þessa löngu bið. Ég varð að hafa hann nokkuð öflugan fyrst það leið svona langt á milli en þessir kandídatar eru þó aðeins léttmjólkin af því sem koma skal, það er bara svo gífurleg breidd í þessari keppni og því augljóslega margir sem eru í snertingu við sinn innri mongólíta.

Riðill 3 er sannkallaður ná-riðill þar sem allir keppendur í honum eiga það sameiginlegt að vera jahh náriðlar. Það verður sem sagt innbyrðiskeppni náriðla hér á næstunni og verður spennandi að sjá hver af þeim er mesti mongó!!!

Keppandi 1: Gústi aka Gústi Grodas aka mongósmile er fyrsti náriðillinn í þessum riðli. Gústi er sannur mongó að eðlisfari en ekki bara á myndum eins og svo margir. Það eru til margar góðar sögur af Grolla en fyrir þá sem vilja heyra þær bendi ég á að kíkja hingað en þar er sérstakt Gústahorn svona annars lagið. Hans lífsmottó eru "as mongó as I wanna be" og "stay cool stay white stay mongó". Gangi þér vel Göstó!!!

Keppandi nr 2: Hjörtur Jóns aka Málmeyjarhringvöðvinn aka Hjörtur h**** eins og sjálfsagt flestir þekkja hann er einnig verðugur arftaki krúnunnar mongólítinn 2004. Það er svo sem ekki mikið um hann að segja nema hann er alveg þrælmikill mongólíti eins og sjá má. Man vel eftir málmeyjarvöðvadæminu hjá honum og Bjögga Ben sem og gamlar sögur af honum og Njalla eru eiginlega of grófar til þess að rifja upp hér en segja má að þeir hafi fært samkynhneigðu partýtrikkin yfir á annað level....

Keppandi nr 3: Meistari Marri aka Kóngurinn aka píkuþrællinn aka Pallíettukóngurinn er náttúrulega maður sem að fólk er búið að bíða eftir í þessari keppni. Marri er svo sannarlega myndarlegur maður og mongó í húð og hár. Það sést best á því að hann er búinn að taka fullt af kjellingum sem eru miklu meiri mongó en hann og eru nokkrar þeirra þáttakendur í þessari keppni. Af ótta við kærustuna hans þá þori ég ekki að segja neina af þeim sögum.... Sigurstranglegur kappi hér á ferð...

Keppandi nr 4: Njalli aka Naggurinn aka crazy bastard verð ég bara að hafa hérna fyrst að Hjörtur er að keppa. Nettur léttgeggjaður gaur sem fær hinar skrýtnustu hugmyndir og framkvæmir þær allar. Góð saga af Njalla er þegar hann var nýhættur með einni ónefndri stúlku af Króknum sem svo byrjaði með Vidda sem var söngvari í Greifunum. Þau voru eitt sinn að djamma á Króknum og voru í eldheitum kossi á dansgólfinu þegar Njalli vippar sér upp að þeim og segir "hvernig finns þér að vera með munninn þar sem ég hef verið með tittlinginn?"..Gæti sagt ótal sögur í viðbót manni en ég held að ég hlífi fólki við því....

Keppandi nr 5: Ómar Þór aka Hössi frændi aka Ommi helíum er maðurinn sem hvarf. Hef ekki séð þennan mann í 2 ár og aldir og hef ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn. Gleymi því seint þegar að Bjöggi Ben var að berja hann inni á karlaklósti í gagganum því Hössi frændi(eins og við kölluðum hann alltaf) var alltaf að kalla hann handbremsutöffara (tengist því eitthvað að Bjöggi fékk að prufa mótórhjólið hans Örvars og ruglaðist á handbremsunni og bensíngjöfinni og flaug fram fyrir sig)...... Good luck......

Keppandi nr 6: Pálmi aka prins charmie er Fjölnismaðurinn sem hvarf. Ef miðað er við hversu fáar myndir náðust af honum voru alveg ótrúlega margar mongó myndir. Hvarf eins og áður sagði en mongó minning hans lifir áfram..... Mottó ég er góður strákur...

Keppandi nr 7: Björn Ingi aka Teddy Ólson aka Jörgen Rugnup aka Pungurinn er einn af þeim sigurstranglegu. Þess má geta að ég vann sannfærandi mongólítakeppnina á hans síðu en henni er reyndar löngu lokið, enda mun smærri í sniðum. Það er gaman að segja frá því að þessar þrjár myndir eru Pungurinn í hnotskurn, nr 1 Jörgen sem mongó, nr 2 Jörgen að blikka kjellingar og nr 3 Jörgen með Sólheimaglottið... Ef þessi maður vinnur ekki þá skal ég pungur heita......Sögur af Jörgen, tja ætli ég sleppi ekki skinninu!!! Hann er svo góður að ég fengi bara samviskubit...

Keppandi nr 8: Jói bringa aka Joey the chest. Hver man ekki eftir eðaltöffaranum Jóa bringu??? Jói er einn af þessum eðaltöffurum sem Krókurinn hefur alið af sér. Man eftir því að ég endaði einu sinni í eftirpartýi heima hjá og þá voru hann og Gummi á hótelinu að metast um hvor væri betri í hinum og þessum PS2 tölvuleiknum. Gummi trúði Jóa ekki að hann væri svona góður í einhverjum leiknum en þá dró Jói upp stílabók þar sem hann hélt skrá yfir árangur í hinum ýmstustu tölvuleikjum og þá trúði Gummi honum og gapti yfir hversu góður Jói væri. Það var um þetta leyti sem ég fór heim. Ég veit að það á eftir að gleðja eina manneskju sérstaklega að Jói sé einn af keppendunum svo bara njóttu vel bííííp mín....

Keppandi nr 9: Kristrún tvíburi aka María tvíburi aka er er ekki viss um hvor þetta er... Já þá er annar tvíburinn úr Háuhlíðinni kominn í keppnina. Geggjum mynd sem gerir hana að verðugum þátttakanda í þessari keppni. Góðar sögur, humm man nú eftir því að þegar hún og systir hennar (hvor er hvað?) stóðu út á svölum hjá sér og voru að girða niður um sig og sýna mér Örvar og Matta öll gersemin... Gangi þér vel og takk fyrir okkur!!!

Keppandi nr 10: Tjörvi aka Flugmaðurinn aka starvin Marvin. Vá hvar á ég að byrja??? Ég svona eiginlega held að það sé jafnvel betra að sleppa því að byrja því annars gæti ég ekki hætt. En ótalmargar sögur eru til af þessum dreng og eru þær hver annari betri. Man eftir einni þegar við vorum á leiðinni út á Costa del Sol og drengurinn drapst í flugvélinni. Hann vaknaði svo og þurfti að æla og sprettur á fætur og hleypur aftur í. Þá er flugmaðurinn akkúrat að fara að lenda svo að drengurinn steypist aftur fyrir sig og rennur niður eftir ganginum á bakinu. Hann komst að lokum á klóstið og var þar að æla í lendingunni. Þaðan fékk hann viðurnefnið flugmaðurinn... Þess má geta að á sama tíma og þetta var að gerast þá fannst Ella Mongó voðalega sniðugt að taka upp símann sinn og hringja í mömmu sem gerði flugfreyjurnar alveg brjálaðar!!! Tjörvi er meiri mongó á sálina en á myndum svo ég segi bara gangi honum vel....



Friday, December 10, 2004

Kill your idols

Föstudagar voru hér áður fyrr oft nefndir flöskudagar, en það var fyrir tíma Idol. Á hverju föstudagskvöldi ,sem nú eru nefnd Idolkvöld, situr stór hluti þjóðarinnar fyrir framan skjáinn og fylgist með. Þátturinn hefur vakið gífurlega athygli og hvort sem fólk fylgist með þeim eða ekki þá hafa allir sína skoðun. Ég er þar engin undatekning...........



Mikið hrikalega eru þeir eitthvað óþolandi þessir dómarar í Idolinu. Maður náttúrulega miðar allt við Benderíkin (Bergsteins) en þar eru það dómararnir sem halda uppi á þættinum. Paula Abdul er alltaf svo sæt og hefur alveg hellings vit á því sem hún er að gera. En stærsti kosturinn við hana er sá að hún segir aldrei "I agree!!!" Simon Cowell er náttúrulega snillingurinn sem gerði Idol þættina að því sem þeir eru. Já nei hann er ekki sá sem á hugmyndina eins og svo margir halda, það er Simon Fueller sá sami og stofnaði Spice girls. Simon, Cowell það er að segja, er bara svo ótrúlega klár og fyndin að hann einn gerir þættina þess virði að horfa á. Randy "Hundur" Jackson er svo snilldar týpa sem fullkomnar tríóið. Þau eru öll svo ólík, eru nánast aldrei sammála og hafa öll eitthvað til málanna að leggja. En hvernig skildu þessir Íslensku vera?



Ég get t.d. ekki hlustað á lag með Siggu Beinteins eftir að hún byrjaði í Idol því hún fer svo óstjórnlega í taugarnar á mér. Það er nú reyndar svolítið slæmt þar sem hún syngur annað hvert jólalag sem tekið hefur verið upp á þessum klaka. Við Katla vorum í Kringlunni um helgina og þar voru Sigga og Grétar (vá maður, hversu útbrunninn geturðu orðið?) að syngja jólalög og jólasveinarnir komu og svoleiðis. Grelli Örvars var samt eiginlega of svalur fyrir þetta því kallinn var mættur í þessum svaka diskó jakka ( er ekki frá því að þetta hafi verið "Eitt lag enn" jakkinn sem Óli Bassa fékk lánaðan og mætti í á busaballið hér um árið) og með þessi út úr speisuðu Robocop sólgleraugu. Ég spurði hann því hvort ég ætti ekki að dimma ljósin fyrir hann. Það kom ekki einu sinni bros á kvikindið. Sigga hló reyndar sínum hrossahlátri, ok fíla hana aðeins betur eftir það en hún er samt engin Paula.

Sjúk í að segja: (Ætla ekki að koma með "sammála" brandarann því það er búið að blóðmjólka þá belju) Já, flott föt það alveg geislar af þér, myndavélin elskar þig, en soldið svona upp og niður á tónunum, en samt ágætt (alltaf þegar hún talar þá minnir það mig á viðtal sem var tekið við einhvern fatlaðan íþróttamann hér um árið eftir ólympíuleika "já kærastan, já, synda,já vinna gullið, já" muniði eftir því?).

Ég fann því miður ekki myndina af Óla í jakkanum þannig að þessi verður að duga!

Bubbi "sell-out" Morthens er náttúrulega jafn langt frá því að komast með tærnar þar sem Simon er með hælana eins og Marri er frá því að vera fallegur. Á auglýsingu fyrir Idol úti, sem sést hér að ofan, þá var teipað fyrir munninn á Simon. Þetta var brandari því hann þykir vera svo kjaftfor. Það sama var gert með Bubba á auglýsingu hérna heima en þá væntanlega eingöngu til þess að hlífa fólki við því hvað hann er leiðinlegur. Hann er álíka töff og Sverrir Bergsteins með alla sína yfirnáttúrulega svölu frasa.

Sjúkur í að segja: Vááágh þghetta var yfirgenghilegha lhéleght! Já og það ert þú líka félagi....

Þorvaldur er skárstur af þrennu slæmu. Það reyndar bitnar ósanngjarnlega(nýyrði) á honum að vera við hliðina á Mongó og Mongólínu því þeim tekst að draga hann niður í svaðið með sér. Hann á þó sína spretti sem reyndar engin frjálsíþróttartík yrði ánægð með, ekki einu sinni Ragnar Frosti sem þó er alltaf glaður. En ágætis gaur engu að síður og fer langminnst í taugarnar á mér af þessum þremur en hann er þó enginn hundur

Sjúkur í að segja: Já hihi *fliss* já þetta var bara alveg ágætt *fliss* hehe hihi ég bjóst við svona *fliss* ble ble ble..........

Í uppáhaldi

Það hefur hist þannig á að ég hef haldið með einum keppanda í hverjum þætti sem búinn er af 32 manna úrslitunum. Í fyrsta þættinum var það snillingurinn Gísli Hvanndal...

Einn sá einlægasti sem maður hefur séð á skjánum og ég féll algjörlega fyrir honum. Ég og Reynir erum að hugsa um að stofna the Gísli Hvanndal fan club, þvílíkur meistari...

Í öðrum þættinum var það svo Júlli rokk vinur minn úr Grindavík...

Toppgaur og klassa söngvari... Klúðraði hins vegar illa sínum sjéns en ég vona að hann fái annan..

Þá var það Einir í þriðja hópnum......

Hress og skemmtilegur strákur sem vann með mér í LV í sumar. Höfum haldið góðu bandi síðan enda báðir miklir áhugamenn um munntóbak...

Já eins og sjá má þá eru öll mín uppáhöld dottin út en maður vonast til að sjá þau í wild card þættinum. Eintómar stelpur komnar áfram og ef heldur fram sem horfir þá bendir það til þess að það verði bölvað vesen þegar í úrslitin er komið. Það er bara staðreynd að þegar margir kvenmenn koma saman þá er það ávísun á leiðindi og bras, sérstaklega þegar það er keppni í gangi. Þær einfaldlega þurfa okkur karlmenn til þess að hafa jafnvægi á hlutunum jafnframt sem þær eru einhverra hluta vegna feimnari við að sýna klærnar þegar við erum í kringum þær, svona alveg þar til að við byrjum með þeim!!!
En já aftur að Idol...

Þetta voru mínir uppáhaldskeppendur en svona til að halda þessu gullna jafnvægi þá þurfa alltaf að vera einhverjir sem maður fílar ekki eins mikið, og jafnvel hreinlega þolir ekki. Einhverra hluta vegna þá féll t.d. þessi ekki alveg í kramið hjá mér.
Hún fer nett í taugarnar á mér en mér finnst ég samt kannast svo hrikalega við hana, veit einhver hvaðan???

Mér finnst Idol vera frekar góðir þættir þegar á heildina er litið. Það eru keppendurnir sem eru þátturinn því þeir halda honum uppi. Það vantar reyndar meira show og fjör í þetta því það eru allt of margir að syngja sömu ástarvelluna, dömur eins og Ylfa Lind eru málið!!! Svo eru aðrar týpur eins whatevvverrrr gaurinn sem sjálfsagt væri gleymdur og grafin ef ekki væri fyrir þetta tilsvar. Mér fannst það brilliant!!!! Dómararnir eru eins og þeir eru en kynnarnir..... OH MY GOD!!! Þvílík og önnur eins skelfing og misnotkun að hafa þessa menn þarna. Þeir eru enn í bröndurunum sem þeir lásu aftan af Andrés blöðunum í gamla daga og hika ekki við að væla úr hlátri af sjálfum sér. Mér finnst Simmi þó skömminni skárri en Jói því hann er meira svona "sponteiníus fyndinn" á meðan Jói semur sína brandara fyrirfram og alltaf eftir sömu formúlunni, frekar kýs maður gömlu og góðu kúk og piss brandarana en það sull. Þetta er í raun sorglegt því ég hélt heilmikið upp á þá í þá gömlu góðu þegar þeir voru með 7-10 á Mónó. Sexkantur, bjórfantur hver man ekki eftir því???

En já þetta er mín skoðun, hvað finnst ykkur?
24, 24
over and out!!!

Wednesday, December 08, 2004

Púffffff, það er vægast sagt brjálað að gera hjá mér og því verður þetta frekar hrátt að þessu sinni...

Um síðustu helgi fór ég á jólahlaðborðið hjá LV og 25 ára afmælið. Það var bara helvíti gaman og skelli ég inn myndum af því fljótlega.. Já þið heyrðuð rétt, myndum, sem ég tók á nýju myndavélina mína.... Á laugardaginn flugum við Fjölnismenn svo upp um deild í innanhúsboltanum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dómara (Svanlaugs) um annað. Skelltum Huginn (hvernig beygir maður það? skelltum Huginni skelltum Hugni, skelltum Huganum...hjálp!!!) 4-3 þrátt fyrir að vera einum færri stóran hluta leiksins. Því næst tókum við Bolungarvík í bakaríið 6-0 þrátt fyrir stórar yfirlýsingar (að vanda) frá Pétri Geir fyrir leikinn. Í lokin ákváðum við svo enn einu sinni að leyfa Leiknismönnum að halda að þeir geti unnið okkur en að vanda hrifsuðum við sigurinn af þeim. Ákváðum að hafa þetta enn meira svekkjandi en áður með því að leyfa þeim sjálfum að skora sigurmarkið hjá sér í þetta skiptið á síðustu sekúndunum, kemur strákar... Þar næst var svo farið í skírnarveislu til Reynis og Kötlu en reyndar var veislan búinn og allir gestirnir farnir. Laugardagskvöldinu eyddi ég svo með Píkuþrælnum og frænda við mikla gleði og glamúr. Einnig sem ég eyddi góðum tíms kvöldsins í að reyna að útskýra fyrir Birnu hans Stjána af hverju hann heitir Píkuþrællinn, það var ekkert auðvelt!!!

En fáum smá kynþokka vikunnar í lokin......

Smá getraun: Hver er manneskjan, hvar er hún og hvert er tilefnið?

24,24
over and out

Monday, December 06, 2004

Harmleikur

Það er sjálfsagt ekki sá maður hér á landi sem ekki hefur heyrt af harmleiknum sem átti sér stað í heimabæ mínum Sauðárkróki. Svona hörmungar stuða alla þjóðina og lama heilu bæjarfélögin. Á stundu sem þessari eru margir sem eiga um sárt að binda, sumir sem ég þekki vel og mikið, og aðrir sem ég þekki minna. Fjölskylda hans og hinir fjölmörgu vinir, þið eigið alla mína samúð....

Ég ætla að láta þetta innlegg duga hér í heimi bloggsins í dag en þeim sem þyrstir í eitthvað krassandi geta kíkt á þrjá nýja tvífara, tvo gamla sem ég setti upp aftur og einn splunkunýjan.....Hver skyldi það nú vera??
p.s. Maggi skemmtu þér vel London

Friday, December 03, 2004

I´m so excited that I just can´t hide it!!!

Shit hvað þessi dagur er búinn að vera craaazy!! Vitlaust að gera í vinnunni og næstum því búinn að klikka á blogginu en þarna sjáið þið hvað kallinn er að standa sig. Annars langar mér helst ti að taka mér frí í vinnunni á mánudaginn því það verður svo mikið um að vera um helgina, maður á eftir að vera úrvinda....

Í kvöld er ég að fara á jólahlaðborð hjá Stjórnstöðinni og erum við hjúin búinn að bíða eftir þessu kvöldi nokkuð lengi. Það var svo geðveikt gaman í fyrra og reyndar í öllum þessum partýum sem LV stendur fyrir. Þau eru eins og Levý the fourth veit frá rokkkvöldinu alveg sjúklega flott og vel er veitt af öllu. Þannig að Lebbi ef þér fannst rokkkvöldið flott þá ættirðu að sjá þetta. Reyndar vorum við frúin að kaupa okkur eitt stykki digital myndavél svo það er aldrei að vita nema að maður skelli inn einhverjum myndum af öllum herlegheitunum.

Af jólahlaðborðinu verður svo skundað í Kópavoginn í 25 ára afmæli hjá Ingu kærustunni hans Heiðars. Við reiknum með að stoppa eitthvað þar en þó ekki of lengi því maður verður líka að hitta Didda kallinn. Hann hringdi í gær til að tilkynna mér að hann væri að verða 25 ára og planið var að plata mig og Friðgeir með sér á afmælisdjamm.

Eins og heyra má þá stefnir í toppkvöld en það þarf alltaf að vera eitthvað sem skemmir allt. Á morgun er nefnilega Innanhúsmótið Íslandshúss (eða öfugt) og neyðist ég því til að sitja hjá í drykkjunni í kvöld og verð ég sjálfsagt í fullu starfi við að afþakka drykki, ekki skemmtilegasta djobb í heimi.

Eins og nefndi áðan þá er Íslandsmótið á morgun. Við erum í riðli með Huginn, Bolungarvík og rúnkurunum í Leikni RVK. Þetta er nú frekar erfiður riðill þar sem Leiknismenn ætla sér alltaf að vinna okkur og Huginn og Bolungarvík spila innanhúsbolta 10 mánuði á ári þar sem ekkert annað er hægt að gera í þessum krummaskuðum. En við sjáum til hvernig fer.....

Eftir mótið hendi ég mér í jakkafötin og í skírnarveislu hjá honum Árna Tuma sem er nú loksins að fá staðfestingu á þessu nafni sínu. Um kvöldið er svo jólahlaðborð í vinnunni hjá Kötlu. En ble ble ble, nenni ekki að eyða meira púðri í að lýsa þessari helgi. Betra er að drulla sér frekar heim og byrja á henni........


Hann er ekkert alveg eins og Reynir, nei nei!!!

En nýr linkur hér til hliðar inn á föstudagssöguna eins og ég var búinn að lofa, enjoy that shit!!!!!!

shit var búinn að publishera en varð að fara aftur inn að laga því ég gleymdi þessu....
24, 24
over and out!!!

Thursday, December 02, 2004

We all want a piece of the hype!

Hæ hó bloggerinn loksins kominn í lag. Þetta hefur verið frekar skrýtin vika því ég er búinn að vera að blogga eins og vindurinn, en allt draslið bilað. Já ég ákvað það að vera duglegri við þetta blogg mitt fyrst maður er nú að þessu á annað borð og því verður þetta nú tekið föstum tökum hér eftir. Believe it or not, þá er ég að segja satt en þetta hefur nú verið svolítið úlfur úlfur dæmi hjá mér þar sem þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég lofa þessu. Gömlu liðirnir munu því birtast hér einn af öðrum næstu daga og byrjar það strax í fyrramálið með glænýrri föstudagssögu sem eru nú yfirleitt nokkuð krassandi eins og kannski einhverjir muna eftir. Mánudagar verða svo tvífara dagar en ég er búinn að finna nokkra helvíti góða síðustu daga. Það ættu einnig allir að skjálfa á beinunum því riðill 3 í mongólítanum er ready og kemur hann inn eftir helgi. Þið getið því notað helgina í að undirbúa ykkur þar sem það eru góðar líkur á því að þú lesandi góður sért einn af þáttakendunum sem eru yfir 100 talsins!!! En nóg af loforðum ég sanna þetta í verki.

Ég rakst hérna á mynd á netinu sem er hálfgerð tvífaramynd en dæmi hver fyrir sig...

Munið þið ekki eftir Þorskhausnum sem vann á Ábæ???? Ég skal hundur heita ef þetta er ekki hún???

En verð að hætta núna, bara stutt blogg í dag ótrúlegt en satt, brjálað að gera í vinnunni.......

24, 24
over and out!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?