<$BlogRSDUrl$>

Thursday, January 27, 2005

Sami gamli djókurinn!

Djöfull finnst mér alltaf sorglegt þegar fólk notar sama gamla brandarann aftur og aftur og aftur og aftur. Fórnarlambið í þetta skiptið er góður vinur minn og finnst mér þetta eiginlega ekkert sniðugt lengur, sérstaklega þar sem að ég veit að hann sem er með mjög, mjög breitt bak og mikið jafnaðargeð, er orðinn virkilega þreyttur á þessu. Einhvern veginn grunar mann samt ákveðna aðila alltaf fyrst, t.d. mann sem byrjar á D og ber millinafnið Pulsa, þó svo ég viti ekkert hvort hann átti einhvern þátt í þessu. En það er reyndar búið að taka þetta út þannig að nú er bara að vona að þessi aðili sjái að sér og þroskist!

En nóg um svona leiðindi. Víkingsdjammi sem átti að vera um helgina hefur verið frestað um eina helgi held ég. Get nú ekki sagt annað en að ég hafi verið orðinn helvíti spenntur fyrir því. Dagskráin átti að vera æfing í Egilshöll, beint upp í rútu og í bjórinn, Bláá lónið í nudd, smá snarl í lóninu og drykkir með og svo grill um kvöldið.... Þetta verður geggjað og það besta er að stjórnin ætlar að splæsa heyrði ég..... Klassa klúbbur! Það væri samt svo týpískt að einhverjir myndu nöldra yfir því að borið væri vín í leikmenn og deila á það en það er nú samt bara þannig að öll lið þurfa akkúrat á svona degi að halda. Góður mórall er nefnilega einn stærsti þátturinn í velgengni, jahh að mínu mati að minnsta kosti. Annars líst mér helvíti vel á mig í Víkinni. Toppgaurar og góður mórall er allsráðandi í þessu liði sem maður er búinn að kynnast vel á ótrúlega stuttum tíma. Allir að tjakka á því gegn FH í Reykjavíkurmótinu á morgun klukkan 21!!!

en ble ble, þar til næst....

Wednesday, January 26, 2005

Ble ble ble!!!

Ég hef ekki látið mikið í mér heyra undanfarna daga. Er haldin einhverri bloggleið og hef þar af leiðandi verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi eitthvað að vera að standa í þessu. Vissi þó að ég myndi sakna þess að geta ekki bullað eitthvað hérna annars lagið svo ég hætti þessari vitleysu og byrjaði bara að skrifa...

Síðasta helgi var í rólegri kantinum og var hún alveg bráðskemmtileg. Á fimmtudeginum komu Kristín og Lára í heimsókn, á föstudeginum komu Kuntan, Katla, Reynir og Árni Tumi og horfðu á Idol og svo eyddum við Katla Laugardagskvöldinu saman í rómantík þar sem hún eldaði 5 stjörnu máltíð handa kallinum sínum í tilefni bóndadagsins, sem reyndar var haldinn degi of seint á okkar heimili sökum mikilla anna á föstudaginn.

Ég spilaði einnig tvo fótboltaleiki um helgina. Reyndar spiluðu strákarnir tvo leiki þar sem ég er enn að jafna mig í bakinu. Fékk þó nokkrar mínútur á móti KR í leik sem endaði 2-2 og hálfleik gegn Þrótturum í leik sem endaði líka 2-2. Ég held þó að þetta sé allt að koma og vonast ég til að geta spilað eitthvað meira gegn FH á föstudaginn. Mörkin skoruðu Kári (ungur baráttuhundur), Danni (fínn gaur þrátt fyrir að vera úr Breiðholtinu ;) )og svo var Elmar ( enn einn Akureyringurinn sem ég er nýlega búinn að kynnast og held ég að ég verði bara að segja svolítið sem ég bjóst aldrei við að segja en Akureyringar eru bara ágætis fólk!!!) með 2 mörk. Þess má geta að Elmar er þá með 3 mörk í þremur leikjum fyrir Víking en það eru svipað mörg mörk og hann var búinn að skora síðan í 5 flokki fyrir KA....

En jæja gott í bili... Ég finn andann vera að færast yfir mig svo ég held bara að bloggi fljótlega aftur, jafnvel á morgun....

þar til næst....

Thursday, January 20, 2005

Enn kemur engin annál en loks kemur blogg...

Um miðja síðustu viku hrundi ég nefnilega í bakinu og svo tóku veikindi við í kjölfarið. Þar sem ADSL-ið heima er bilað og ég ekkert verið við vinnu síðan þá þá hef ég ekkert getað bloggað. Hér eftir verður vonandi bót þar á...

Í kvöld er fyrsti leikurinn í Reykjavíkurmótinu gegn KR og veit ég nú ekki hvað ég spila margar mínútur þar, ef einhverjar! Mætti á fyrstu æfinguna mína í gær og var alveg þokkalegur í bakinu reyndar þar til í nótt en þá svaf ég lítið vegna kvala. Verður samt gaman að sjá liðið í leik þar sem ég hef ekki enn fengið það tækifæri.

Ætla að skella inn nýjum lið hér á síðuna sem að heitir Hin hliðin og þar munu ýmsar hetjur verða í viðtali. Til þess að fá þann heiður þurfa þeir þó að afreka eitthvað sem mér þykir merkilegt en eins og allir vita þá getur það þó verið eitthvað ómerkilegt, ósiðlegt og jafnvel ólöglegt í augum annara. Var sjálfur í svona viðtali síðasta sumar á síðunni fótbolti.net og var svona að fatta það að ég linkaði aldrei á það. En hér er það fyrir þá sem vilja skoða það!!!

Fixaði aðeins stöðuna í deildarkeppni bloggara sem og nöfnin á sumum þar sem þau áttu ekki alveg við lengur. Smellti einnig inn nokkrum nýjum linkum og tók út þessa helvítis gestabók sem var orðinn alveg handónýt af einhverjum endalausum vírusum....

þar til næst
24, 24
over and out!

Wednesday, January 12, 2005

Lazy punk ass motherf......

Jæja þá er óformlegu bloggfríi mínu lokið. Það er bara svo einstaklega erfitt að byrja að blogga eftir jólin. Ég skulda meira að segja ennþá annálinn sem ég lofaði á gamlárs, hann kemur á morgun eða hinn!!!

Annars er mest lítið að frétta af mér og mínum. Það voru bara tekin rólegheitin á þetta um síðustu helgi. Reyndar kíktu Reynir, Katla og Árni Tumi í mat á laugardaginn og var spilað og spjallað langt fram á nótt. Maður fékk ágætis pabbaæfingu á meðan en ég verð nú að viðurkenna það að það er komið nett stress í kallinn. Við notuðum svo sunnudaginn í að skoða vagna, skiptiborð og þessháttar og þeyttumst við út um allan bæ. Svo rakst maður á einstaka feður sem maður þekkir sem að sjálfsögðu komu með nokkra gullmola um pabbahlutverkið, var þar Öddinn (hennar Evu(systur Inga(sonur árna(sem er maðurinn Hönnu))))fremstur í flokki.

Næsta helgi verður hinsvegar fjörug. Ég, Maggi Edd, Stjáni, Gunni Valur, Rikki, Nonni (kannski), Hallur, Spegill Einars og Skóli Bjór erum að fara að hittast. Það er alltaf mikið líf og fjör þegar við bröllum eitthvað saman og verður þetta kvöld án efa forvitnilegt svo ekki meira sé sagt. Stjáni, það er spurning um að sumir noti tækifærið og klári ákveðna refsingu ;) Annars er nú frekar sorglegt að segja frá því að þetta verður einskonar fyrrverandi Fjölnismannapartý... Við kynntumst flestir í gegnum Fjölni en nú er eiginlega enginn okkar þar lengur. Ekki nema Rikki, Gunni og...... já reyndar bara Rikki og Gunni, shit hvað þessi hópur er búinn að splittast. Stjáni er búinn að leggja skóna á hilluna því það er svo klikkað að gera í módelbransanum, Maggi Edd er náttúrulega í Eldingunni, Skóli Bjór lagði skóna á hilluna bara núna í gær og því ætti hann að hafa meiri tíma fyrir aðaláhugamál sín sem eru að stunda skólann og drekka bjór( well his name says it all), athafnamaðurinn Hallur er eitthvað annað að brasa og ef hann verður í fótbolta þá efast ég um að það verði með Fjölni, Bonni Súrmjólk verður ekki að þjálfa þar sem Steinar fóstbróðir hans er hættur og svo er ég farinn í Víking. Þetta verður fjör og hver sá sem treystir sér í að hitta okkur er velkominn....

En já gott í bili.... Annállinn kemur á morgun eða hinn og föstu liðirnir byrja aftur í næstu viku...

Þar til næst
24, 24
over and out

Tuesday, January 04, 2005

Gleðilegt ár!!!

Jæja gleðilegt nýtt ár allir saman. Enn er ég ekki búinn með þennan pistil sem ég lofaði um árið 2004 svo að ég bara hef þetta stutt í dag, reyni frekar að drífa mig með þennan annál.

Maður er annars búinn að vera bara í tjillinu á nýju ári. Boltinn er ekki ennþá byrjaður en ég held að það sé æfing á morgun eða hinn. Það er kominn smá fiðringur í mann því mér líst helvíti vel á þetta, held að þetta verði alveg stórskemmtilegt. Það er annars komið á hreint að ég verð með Víking Reykjavík næsta sumar en það var gert opingert í gær á fótbolta.net, þið getið séð það hér!!!

Rikki hringdi í mig í morgun um 9 leytið. Ég varð svona frekar hissa á því að hann skildi vera vaknaður svo snemma svo ég spurði hann af hverju en eitthvað var fátt um svör. Ég varð svo að kveðja hann í skyndi vegna anna en hringdi í hann aftur hálftíma síðar. Þá var félaginn kominn til Nonna og þeir farnir að spila Issarann af fullum krafti...... Shit hvað þetta eru sjúkir drengir!

en ég er ótrúlega þurr eitthvað á þessu nýja ári svo bara, þar til næst....

24 24 ble ble

This page is powered by Blogger. Isn't yours?