<$BlogRSDUrl$>

Monday, February 28, 2005

Mr popular!

Úff hvað þetta er búinn að vera andlega erfiður dagur! Ég er búinn að vera í svitabaði og stresskasti í allan dag þar sem það lítur út fyrir það að það hafi eitthvað slesst upp á vinsskapinn á milli mín og Tony Daggash. Tony,sem er nýi vinur minn frá Nígeríu,hefur ekki enn haft samband við mig eftir meil-ið sem ég sendi honum á föstudaginn. Hann sem er vanur að svara mér samdægurs virðist vera eitthvað fúll og það versta við það er að ég veit ekkert hvað ég gerði honum. Ég sendi honum mail aftur áðan svona til að sleikja hann upp og sagði að ég væri voða sorry ef ég hefði verið eitthvað dónalegur og svona og vildi að við værum vinir áfram. Ég verð samt að viðurkenna að mig langaði ekkert voðalega til að senda þetta bréf þvi mér finnst Tony ekkert svo skemmtilegur, ég er eiginlega bara að nota hann útaf peningunum!!!

Helgin var með eindæmum róleg. Hafði það bara notalegt heima hjá mér með minni konu og það var alveg helvíti fínt. 20% helgarinnar fóru í það að ég eldaði góðan mat, horfði á Idol, fengum góða vini í heimsókn, horfði á Óskarinn, tók rækilega til hendinni í sameigninni og hin 80% fóru svo bara í kúrerí.

Annars hef ég aldrei fengið jafnmörg boð á djammið á einum degi og á laugardaginn. Síminn hreinlega gargaði og titraði frá 14-02 um nóttina þegar hann loksins þagnaði, reyndar aðeins þar til 6 um morguninn þegar grað..... ung fröken hringdi í mig til að fá símanúmerið hjá ónefndum vini mínum! Kallinn virðist samt vera orðinn svo ráðsettur að djamm eða önnur eins vitleysa heillaði hann ekki með nokkru móti. Samt sem áður þá varð ég hreinlega forviða á þessum ofurvinsældum þennan laugardaginn. Oft er maður vinsæll og jafnvel óvinsæll því stundum hringir enginn, en þetta sló öll met! Ég var kampakátur allan sunnudaginn yfir þessu þar til ég áttaði mig, þetta er allt útaf Nígeríu Tony. Everybody wants a piece of the cake svo miklar voru þær vinsældir!

þar til næst

Dabbi "not so popular" Rú

Friday, February 25, 2005

Vá hvað tíminn flýgur!

Nú er enn ein helgin að koma og ætlum við skötuhjúin að nota hana að mestu við að undirbúa hreiðrið, hitta góða vini og halda áfram að versla barnadót.

Við erum reyndar svo heppinn að að við höfum fengið ýmislegt lánað, t.d. stól frá Kötlu og Reyni, fatnað og samfellur frá frænda Kötlu (sem er Celeb er í hljómsveitinni 60´s, ekki slæmt það)og enn meiri föt frá Heiðrúnu frænku minni. Allir svona smá hlutir kosta nefnilega mikinn pening þegar þetta safnast allt saman. Þó svo að þetta spari okkur slatta pening þá er kostnaðurinn samt gífurlegur. Barnavagn, skiptiborð og rúm er ekki beint gefins og mun buddan minnka rækilega núna um helgina þegar við ætlum að leggja lokahönd innkaupin. Við höfum verið að skoða bæði rúm og skiptiborð frá versluninni Baby Sam og munum við líklegast kaupa það. Skiptiborðið er frá fyrirtæki sem heitir Hyski og er hvítt á litinn eins og rúmið. Það má því segja að við séum að fara að kaupa hvítt hyski!

Annars er ég búinn að eignast nýjan pennavin. Það er helvíti fínn gaur frá Nígeríu sem sendi mér tölvupóst og ég er búinn að vera að spjalla við hann undanfarið. Hann á fullt af pening og segist ætla að gera mig ríkan. Það er ekki slæmt að eignast svona vini upp úr þurru sérstaklega ef miðað er við útgjöld síðustu vikna í tengslum við bumbukrílið! En sjáum til, ég þarf bara að gera honum einhvern greiða fyrst!!! Segi ykkur frekari fréttir af honum eftir helgi...

Hafið það gott um helgina

þar til næst

Dabbi "verðandi milli" Rú

Thursday, February 24, 2005

Best geymda leyndarmál karlmanna!

Ég er búinn að komast að því hvað er best geymda leyndarmál okkar karlmanna í dag. Já, það eru sko sjónvarpsþættirnir Americas next top model! Þið getið reynt að taka þá á teppið, spyrja þá spjörunum úr og jafnvel snúið upp á eistun á þeim en þið fáið þá aldrei til að viðurkenna það að þeir hafi gaman af þessu. Þeir segja kannski ,,já flottar pjöllur og nóg af brjóstum" en sannleikurinn er nú sá að píurnar eru misflottar og það sjást engin brjóst, það er allt blörrað. Málið er einfalt, þessir þættir eru snilld. Ég er búinn að finna fullt fullt af strákum sem horfðu stjarfir af spennu á seríu tvö af Top model þáttunum og voru sjúkir í þá, en eins og ég sagði þeir viðurkenna það aldrei. Ég hinsvegar er svo nett hýr að ég viðurkenni það stoltur að ég nagaði neglurnar og reytti af mér hárið af spenningi á hverju miðvikudagskvöldi fyrir jól. En hverjar eru það sem héldu manni hugföngnum fyrir framan imbann í síðustu seríu?


Anna:
Trúaða húsmóðirin sem skeit í brækurnar strax í byrjun þar sem hún var haldin einhverri pjöllufælni. Fannst hún vera þessi týpíska Bendaríkja stelpa, þ.e. hrein mey þrátt fyrir ótal rassaríðingar og tippatott.

Bethany:
Brjósthildur virkaði á mig sem bimbóin í þáttunum. Talaði um lítið annað en brjóstin á sér enda datt hún snemma úr leik. Mér fannst ekki mikið til hennar koma en hún gæti átt bjarta framtíð ef hún fer út í það að gera rammharða klammara...

Heather:
Sæt og alveg ágætlega hress stelpa. Var reyndar bæði væmin og barnaleg enda þessi týpíska southern girl, I know the kind (ég þekki kindurnar)!!!

Jenascia:
Hafði gaman af henni þar sem hún var eitthvað svo blátt áfram og með mikinn kjaft. Var sögð of lítil og það endalaust látið bitna á henni.

Xiomara:
Shit eruði að djóka með fríkið. Varð alltaf hálf smeykur þegar hún var að spóka sig á skjánum. Leið svona hálf eins og þegar ég var að horfa á The Ring, beið bara eftir því að hún kæmi út úr skjánum. Hef það á tilfinningunni að ef þær hefðu valið stúlkuna sem væri líklegust til að myrða einhvern þá yrði það þessi!

Catie:
Það er alltaf einhver Lísa grenjuskjóða í hverjum sjónvarpsþætti, í seríu tvö var það hún. Sá hana um daginn að Blow out eitthvað að módelast svo það hefur greinilega eitthvað orðið úr henni. Var svo leiðinleg í þáttunum að hún var að gera mig geðveikan. Fannst það samt alveg brilliant þegar hún var að grenja í rólunni.

Sara: Þessi var mesta skvísan. Langfallegsta stelpan af þeim öllum, held að ég hafi grátið með henni þegar hún datt út.


Camille: The bitch who has to be in every show. Fannst hún snilld!


April: Fór nett í taugarnar á mér, fannst hún hálf glötuð og ekki sæt!


Shandi: Vá ok revenge of the nerds all over again. Þessi týpíski underdog sem kemur sér og sigrar næstum því. Fersk á því að ríða bara fram hjá fyrir framan alþjóð og gott betur en það.


Mercedes: Var þessi góða stelpa, síbrosandi og alltaf hress. Fannst ekkert varið í hana en vann þó talsvert á undir lokin.


Yoanna: Var í uppáhaldi hjá mér allan tímann og spáði henni sigri strax í fyrsta þætti!

Brilliant þættir sem nú eru byrjaðir aftur. Ég var umkringdur strákum um daginn sem að hoppuðu upp úr sófanum þegar þeir sáu allt í einu auglýsingu um að sería 3 væri að byrja. Misstu sig aðeins félagarnir og voru snöggir að setja upp kúlið og sögðust vera svona ánægðir því þá gætu þeir kíkt útí bjór á miðvikudögum á meðan kjellingin horfir á þáttinn, yeah right! Annars er búið að bjarga aftur miðbikudagskvöldunum fyrir mér sem hafa verið í einhverju móki síðan sería 2 hætti. Nú er gaman aftur, lífið hefur tilgang og............ vó rólegur er aðeins að missa mig hérna!!!

Stay tuned

Þar til næst

Dabbi "metró" Rú

Wednesday, February 23, 2005

Þetta blogg er Scheving!

Ég hef undanfarið verið að spá í þetta blogg hjá mér og þá aðallega í virkni minni sem bloggara. Þegar ég byrjaði þá var ég voða duglegur og bloggaði flesta daga vikunnar. Ég skoðaði líka síður annara oft og iðulega en nú er öldin önnur. Ég varla skoða aðrar síður og suma linkana hjá mér hef ég ekki skoðað svo mánuðum skiptir. Í blogginu hef ég líka verið latur. Þó svo að ég taki þetta í skorpum og sé duglegur inn á milli þá er þetta samt í heildina á litið slakt. Það hefur líka sýnt sig í því að maður er dottinn út úr dagsrúntinum hjá flestum. Á meðan ég fékk rúmar 7000 heimsóknir fyrsta mánuðinn sem ég var með blogg þá eru þær komnar í 1500 núna! Þó svo að ég sé ekki að þessu útaf því þá er það samt svo miklu skemmtilegra ef að einhver nennir að lesa það sem maður er að skrifa og hvað þá ef fólk nennir að commenta, það gefur manni svo mikið. Ég er því búin að vera að hugsa í talsverðan tíma að annað hvort væri að hætta þessu eða gera þetta almennilega. Ég er búinn að gera upp hug minn og það varð ofan á að halda þessu áfram og mun þetta því verða í síðasta skiptið sem ég velti því eitthvað fyrir mér enda er fátt leiðinlegra en að lesa bloggsíðu þar sem fimmta hvert blogg eru vangaveltur hvort maður eigi eitthvað að vera að standa í þessu lengur! Því verða reglulegar uppfærslur hér eftir......

En að öðru!

Spiluðum við ÍA á sunnudaginn og töpuðum 3-1. Ekki sanngjörn úrslit en við klúðruðum þessu og því ekkert hægt að væla yfir því, bara okkur sjálfum að kenna! Og þó, reyndar má alveg kenna dómaranum Hans Scheving um eitthvað af þessu en hann stóð undir nafninu Hans Skelfing þennan daginn og var vægast sagt slakur. Hann tók oft og iðulega Mr Magoo á þetta úti á vellinum og ÍA dýrkunin var allsráðandi sem er eiginlega synd því þeir virtust ekki þola hann. Svo til að kóróna frammistöðuna og standa enn frekar undir nafni þá gaf hann þeim víti. Mér reyndar sýndist þetta vera víti þaðan sem ég stóð en varnarmenn Skagans sögðu við mig að svo væri alls ekki, þetta hefði verið sambland af lélegum leik og lélegri dómgæslu, góður Hans. Andri reyndar ýtti eitthvað í sóknarmanninn þeirra í teignum og gaf honum því ástæðu til að detta og fá víti þrátt fyrir að hann hafi verið nýbúinn að hrinda Andra. Málið er bara það að dómarar sjá aldrei fyrsta brot, þeir sjá alltaf bara annað brot, þ.e. hefnibrotin. Jahh fyrir utan Hansa sem sér yfirleitt bara sjötta eða sjöunda brot!

Annars átti Siggi þjálfari punkt dagsins í Fréttablaðinu þar sem hann, eins og aðrir, var orðinn eitthvað þreyttur á Hansa og kallaði til okkar:

"Sama hversu lélegur hann er, ekki orð! Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig"

hehe hann hefur greinilega mikið álit á félaganum, góður!

En svona til að koma því að þá kann ég samt sem áður ákaflega vel við Hans. Við erum fínir félagar og hann á sína slæmu daga eins og aðrir, verst bara hvað þeir eru helvíti margir.......

Annars er lítið annað um þennan leik að segja fyrir utan það að ég nefbrotnaði. Ég nefnilega fékk einn góðan olnboga í andlitið í skallaeinvígi og minnir kallinn helst á Gosa þessa dagana.

Andskotinn ekki minnkar nefið við þetta :( Nefbrot nr 5 takk fyrir takk...

Þar til næst

Thursday, February 17, 2005

Allir að væla!


Pistilinn um best geymda leyndarmál karlmanna er aðeins lengri en ég bjóst við að hann yrði svo hann kemur á morgun.

Jáhh var á leiðinni úr vinnunni í gær og heyrði í útvarpinu að það væri eitthvað vesen í dýragarði í Noregi því það væru tveir mörgæsar steggir þar ástfangnir. Verið er að reyna að redda "vandamálinu" með því að flytja inn urmul af girnilegum mörgæsarpíum (ok hver ætlar að dæma um hvaða mörgæs sé kynæsandi og hver ekki?) til að freista þeirra og reyna þar með að afhomma þá. Þá náttúrulega brjáluðust öll hommasamtök í landinu því þeim fannst þetta misrétti og heimtuðuð að þeir fengju að vera hommar í friði!

Eðlilegir þessi Norðmenn.....

Annars virðast allir vera óánægðir með eitthvað nú til dags og það að kvarta virðist vera í tísku. Eins og til dæmis þá kvarta blökkumenn æ og sí yfir rasisma (rétt í mörgum tilvikum en eru þó uppfullir af fordómum sjálfir), kjellingar yfir kynjamisrétti (dropi í hafið, kvarta yfir öllu hvort sem er), hommar yfir fordómum (hættiði þessum rassaríðingum á almannafæri og þá kannski sér fólk ykkur frekar í friði), Sundlaradrengirnir yfir kjellingaleysi (ok þetta er reyndar kvörtun sem á rétt á sér. Þegar aðrir eru farnir að taka höslið sitt af djamminu heim til þeirra og taka hana þar, þá er nóg komið! Þó að þetta sé vel meint og eingöngu gert til að sýna og rifja upp fyrir þeim hvernig þetta er nú gert þá er þetta bara salt í sárin!).

Ok örfá dæmi en það eru samt bara allir að væla yfir einhverju. Hvað er að verða um þennan heim? Eru allir svona óhamgjusamir? Hvar endar þetta eiginlega?

þar til næst
stay happy!

Tuesday, February 15, 2005

Ble ble

Fínni helgi lokið þar sem Víkingsdjamm og kaup á barnavagni stóðu upp úr.

Við Víkingarnir tókum móralskan dag á þetta á laugardaginn. Það að taka móralskan dag í fótboltaliði þýðir að það er skyldumæting og hrunið í það! Þetta skiptið var enginn undantekning á því og var alveg helvíti gaman. Gamlir voru að sjálfsögðu sigurverararar kvöldsins þar sem það var brugðið sér í hina ýmsustu leiki. Nett kvöld í alla staði og til að toppa þetta þá var tekið a la Kale á þetta þar sem það mætti Indverskur 5 stjörnu meistarakokkur á svæðið og eldaði dýrindis máltíð handa öllum.

Hápunktur helgarinnar var samt á laugardeginum þegar það var hringt í okkur Kötlu og sagt að barnavagninn sem við pöntuðum væri kominn. Við pikkuðum hann upp og settu systurnar hann saman á 5 mín! Þetta var ólýsanleg tilfinning. Það eru sjálfsagt ekki allir sem lesa þessa síðu sem skilja hvað sé svona merkilegt við það að kaupa vagn en þeir skilja það þegar þetta verða þeirra börn!

Valentínusardagurinn var í gær og að sjálfsögðu var tekin rómantíkin á þetta. Við borðuðum bara heima því ég eldaði þessa dýrindis steik handa okkur með bökuðum kartöflum, salati og til að toppa það jalapenósósu. Skelltum okkur svo í bíó á White noise sem er kannksi ekki þessi týpíska valentínusardagsmynd en okkur langaði bara svo að sjá hana. Hún er svona la la en skilaði sínu með að gera mann skelkaðan. Það er samt sama sagan með allar svona Hollywood hryllings-spennumyndir, þær enda alltaf í einhverri vitleysu.

En gott í bili. Kem með smá pistil á morgun um best geymda leyndarmál karlmanna!

þar til þá...

P.s. Spurning vikunnar!!! (einn kaldur á næsta pöbb í verðlaun að venju)
Hver varð áhorfandi og áheyrandi að live kynlífi hjá aðal kyntrölli Reykjavíkurborgar um helgina? ATH að spurt er um fórnarlambið, ekki gerendur.....

Friday, February 11, 2005

Nýjir bloggarar og rassasýki okkar Íslendinga!!!

Þegar Hallur K. Ásgeirsson er farinn að blogga þá getur maður ekki verið minni maður! Ég segi því þessu vetrarfríi mínu frá bloggi slitið.....

Ég er búinn að bæta við þremur nýjum bloggurum síðustu daga í deildarkeppnina. Fyrstan ber þar að nefna Gunna Marteins aka Gunna smart en hann heldur úti skemmtilegu bloggi sem ég er nýbúinn að uppgötva.

Kiddi beauty er svo annar en mig reyndar grunar það að hann Kr-Smári stefni hraðbyri í utandeildina. Kallinn nefnilega kann ekkert á bloggið og það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta fyrsta blogg hans yrði einnig það síðasta!

Svo er það félagsskiptakóngurinn Hallur sem var að byrja með blogg. Kappinn byrjar af krafti og ef fram heldur sem horfir þá er kallinn á leiðinni í úrvalsdeildina. Það reyndar læðist aðmér sá grunur að ef Hallur er samur við sig þá eigi hann eftir að vera á eilífu flakki á milli blogspot, blog-central og Fólk.is........

Annars kíkti ég á DV, slúðurblað okkar Íslendinga, í dag. Þetta er reyndar blaðið síðan í gær en þar var frétt um breytta kynhegðun ungs fólks, eitthvað sem ég varð bara að lesa. Þar stóð að unglingsstúlkur leituðu mikið til lækna nú til dags vegna eymsla í endaþarmi! Það ku vera algengt nú til dags að menntaskólastúlkur gangi um með deyfikrem vegna sársauka af þessum völdum. Læknarnir sem blaðið ræddi við vildu vara við þessu því þetta væri hættulegt fyrir ungar stúlkur að stunda of mikil endaþarmsmök, afleiðingarnar væru gyllinæð og vandi við að halda hægðum. Ef þetta er satt þá legg ég það til að ungdómurinn fari að gera þetta svona spari. Ég á nefnilega mikið af vinum sem eru á lausu og einhvern veginn held ég að þeir verði það áfram ef að rjóminn af Íslenskum kvenfólki á skemmtistöðum bæjarins verður röltandi um á háu hælunum sínum með gyllinæð og saurinn lekandi niður lærin!!!!!!

Þar til næst......

Wednesday, February 02, 2005

World war III



Þeir eru sjálfsagt fáir hér á þessu litla skeri sem ekki hafa heyrt um þau kærumálin á milli Víkinga og Leiknismanna. Ég ætla því ekki að eyða tíma í að útskýra þau mál hér en bendi þeim sem ekki vita um hvað ég er að tala á að lesa um það hér og hér og hér. Nei nei þetta síðasta var bara svona til að vekja ykkur eftir allan lesturinn. Jáhh eins og ég sagði áður ætla ég ekki að eyða tíma mínum í að tjá mig um þessi mál né hvað sé rétt og rangt í þessu, ég held að það sé nóg komið af því. Hins vegar langar mér aðeins að tjá mig um deilurnar sem hafa sprottið upp í kjölfarið.

Sú umræða sem hefur nú reyndar að mestu farið fram inni á spjallsíðu víkinga er löngu farin út í rugl. Leiknismenn hafa verið duglegir að fara þangað inn að rífa sig eins og þeim einum er lagið og fengið tóman skít til baka.

Ég hef nú í tæp tvö ár haldið pínu með Víking (og að sjálfsögðu enn meira núna) og því fylgst með gengi þeirra á síðunni Víkingur.net. Þar er hægt að sjá hitt og þetta sem viðkemur Víking og svo er spjall þar sem stuðningsmenn geta spjallað um allt sem viðkemur liðinu eða íslenskum fótbolta. Þetta spjall hefur alla tíð verið málefnalegt,líflegt og skemmtilegt og því miður aðeins ein af fáum góðum spjallsíðum sem viðkoma íslenskri knattspyrnu. Síðastliðið haust þá fór því hinsvegar að hraka. Málefnalegar umræður fóru út um þúfur og skítkast varð æ meira áberandi. Nú er það orðið svo að varla er ein umræða þar inni á vitsmunalegu stigi. Drullað er yfir hinn og þennan þó svo að það komi sannir Víkingar inn á milli og bæti það upp með skemmtilegum skrifum. Það sem er að skemma þetta er það að það virðist vera talsvert um að stuðningsmenn annara liða komi inn á síðuna með áðurnefnt skítkast og reyni á þennan hátt að sverta félagið og eyðileggja spjallið, og ekki var þáttaka Leiknismanna í því til að bæta það. Þetta er eitthvað sem ég varð vel var við þegar það spurðist út að ég væri að hugsa um að skipta. Það virtust flest allir hafa eitthvað að setja út á þennan klúbb en hvort það var sprottið af reiði eða öfund læt ég ósagt. En vilji minn var þessu sterkari svo ég lét kjaftasögurnar sem vind um eyru þjóta og því fór sem fór. Nú er ég því mættur í Víkina og hefði aldrei getað trúað því að ég gæti verið svona ánægður eftir ekki lengri tíma. Eina sem vantar er það að bakið á mér komist í lag svo ég geti farið að sýna mitt besta fyrir klúbbinn.

En kveikjan að því að ég fór að skrifa þessa grein var sú að Þórður Einarsson, oft kallaður Doddi litli var að bæta enn einni rós í hnappagat þeirra Leiknismanna í gær með grein sem hann skrifaði á heimasíðu félagsins. Það er eitt að stuðningsmenn skíti í hvorn annan á spjallinu en annað að skrifa svona grein inn á opinbera síðu félagsins finnst mér fáránlegt.

Doddi sem er ágætis strákur og hinn skemmtilegasti penni skeit rækilega upp á bak með þessu framtaki sínu. Ég hef oft kíkt á Leiknissíðuna og lesið þar skemmtilegar og fyndnar greinar eftir hann, auk þess sem drengurinn er mesti "skúbbari" Íslandssögunar þegar það kemur að fótbolta. Það er ótrúlegt hvað hann grefur upp, hvort sem það reynist svo vera satt eða logið. Vissulega hefur Doddi greyið orðið fyrir persónulegum árásum í þessum rifrildum á spjallinu en hann á ekki að svara svona fyrir sig og ekki þarna. Ekki veit ég hvar hann fær heimildir sínar í þessa grein en eitthvað hafa þær skolast til á milli manna. Líklegast þurfið þið þó að vita alla forsöguna til þess að finnast þetta eins asnalegt og mér en hérna er greinin eftir kappann . Endilega lesið hana og ef þið viljið vita alla forsöguna þá eru hérna slóðir inn á spjallsíður félaganna.

Spjallborð Leiknis

Spjallborð Víkinga

þar til næst...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?