<$BlogRSDUrl$>

Friday, March 18, 2005

A trip down the memory lane!

Það var svo fyndið:

Að horfa á Malcolm in the middle í gær..

Þegar Valli Levy tók "bamm bara bamm bamm" í fyrsta skiptið á UMFÍ...

Þegar Hugi tók armbeygjur ber að neðan fyrir framan 20 sextán ára frjálsíþróttastelpur frá Ísafirði sama kvöld...

Þegar ég fór í fyrsta alvöru fylleríispartýið mitt á Króknum með Örvari og Matta heim til Ragga Zoo. Raggi tók eitthvað kast í partýinu og lokaði sig inn í herberginu sínu og sendi vélritaðan miða undir hurðina þar sem hann bað um að vera látin í friði því hann væri að framleiða glassúr!!!

Þegar Skóli Bjór var að stríða á Dragan að hann væri bara með elephant kjellingum...

Þegar Auddi Blö sagðist vera mest hrifin af trúbador stellingunni...

Þegar ég og Reynir vorum í "ég mana þig" leiknum og hann þurfti að éta pizzu ber að ofan inni á Ábæ um hávetur og það voru trilljón manns bæði á staðnum og á rúntinum.

Já það er svo margt fyndið sem hefur gerst um ævina......

Dabbi "Ekki enn orðinn pabbi" Rú

P.S. Glænýtt slúður á Orðið á götunni!!!

Thursday, March 17, 2005

Nýr liður!

Ég er kominn með "nýjan" lið hérna til hliðar sem nefnist Orðið á götunni. Ef það er eitthvað sem Króksarar eru góðir í þá er það að slúðra og mun ég því hér eftir reyna að láta mitt ekki eftir liggja í því. Fyrsta slúðrið er þó gamalt en á morgun kemur restin af því gamla ásamt sjóðandi heitu glænýju slúðri af einum ástsælasta Skagfirðingi fyrr og síðar.

Annars er bara leikur í kvöld gegn Grindavík. Er svona að sjá til hvort ég geti spilað útaf bakinu en ég gat engan veginn verið með í síðasta leik gegn Val.

Í lokin vil ég óska Gulla og Sibbu aka Gulla og Bibbu aka Subba og Gillu aka Bubba og Gibbu aka Gubba og Sillu til hamingju með það að vera orðnir nýju rekstraraðilar fyrir Sauðárkróksbíóið. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að Fever pitch verði fyrsta myndin sem verður sýnd....

Eins og sjá má átti MGK (mafía Grella Karls) sinn þátt í að þetta varð að veruleika.

p.s. þetta aka dæmi var bara fyrir Siggu Jóns vinkonu mína ;)

Dabbi "slúðrari" Rú

Tuesday, March 15, 2005

Groundhog day

Ég hef fengið fjölda athugasemda vegna síðasta bloggs hjá mér. Fólk er almennt yfir sig hrifið af mongólítunum í riðli 4 en segir hann jafnframt vera jafnan með eindæmum og erfitt sé að velja á milli. Einnig heyrði ég að sögur af ákveðnum einstaklingum innan þessa hóps hefðu verið vel metnar, þá sérstaklega any many mogginn performed by JB Polaris Rebounder, gaman að því enda er maðurinn snillingur!

Annars erum við bara að bíða eftir barni þessa dagana. Þegar maður eyðir öllum dögum í að vinna, æfa og svo bíða og bíða og bíða þá fer tíminn ósjálfrátt að líða hægar. Við erum samt sem áður að njóta þessa tíma í botn enda eins gott því þetta eru síðustu dagarnir þar sem við erum bara tvö saman! Það er því eins gott að njóta þeirra til að gera það sem maður vill því hér eftir getur maður ekki bara skroppið í bíó ef manni dettur í hug.

Kvikmyndin Groundhog day kemur upp í huga minn svona ef ég hugsa um síðustu daga. Þeir eru allir eins og við erum bara að bíða, bíða eftir að tíminn líði. Sem betur fer gerir hann það ólíkt í myndinni.

Þó svo að við höfum notið þessa tíma þá er þetta samt að verða ágætt. Þetta er alveg að fara að gerast og segja ljósmæðurnar að þetta sé bara spurning um daga, jafnvel klukkutíma! Katla er að fá alls konar fyrirvaraverki og í hvert skipti sem þeir koma þá spennumst við upp því þá gætu hlutirnir farið að gerast, en ekkert hefur gerst enn. Hver dagur er í rauninni eins og aðfangadagur. Dagurinn líður og maður nýtur hans í botn, borðar góðan mat og gerir skemmtilega hluti með spenning í maganum en svo þegar að það er komið að því að taka upp pakkana þá bara, nei ekki í dag kannski á morgun! Sem sagt ekkert hefur gerst enn en það styttist í það að við fáum að taka upp pakkann.....

P.s. Lumar ekki einhver á góðu ráði til að koma fæðingu af stað? Eitthvað svona úr gömlu þjóðsögunum....

Dabbi "næstum því pabbi" Rú

Friday, March 11, 2005

Tíu litlir mongólítar+Tvö afmælisbörn dagsins=Tólf litlir mongólítar

Ég var að átta mig á því að ég hef ekki haft afmælisbarn dagsins hérna lengi. Ég ætla því að bæta úr því og byrja aftur með þann lið en til þess að verða afmælisbarn dagsins þá þarf að skrá sig hér til hliðar. Þeir sem hafa átt afmæli undanfarið en ekki verið afmælisbarn dagsins þá bara sorry, man eftir ykkur næst!

Fyrra afmælisbarn dagsins er enginn annar en Krrrrristján Sveinsson aka Belginn aka Mr kiss. Stjáni kallinn varð 26 núna á miðvikudaginn síðasta og er að fara að halda svaka veisu í tilefni af því í kvöld, strax á eftir Idol. Við Stjáni höfum brallað ýmislegt saman síðan við kynntumst og er sjálfsagt meirihlutinn af því bara alls ekki prenthæfur. Það er ætíð líf og fjör í kringum þennan mann því hann er alltaf til í allt, gleði, glens og grín er við völd þegar Mr kiss is in da house.

Til hamingju með daginn Stjáni!

Seinna afmælisbarn dagsins á reyndar ekki afmæli fyrr en á morgun en það er hinn merki snillingur Örri aka Nörri aka Powder. Örri sem er að verða 24 er sjálfsagt eini maðurinn sem hefur getað búið í pínulítilli blokkaríbúð á Króknum með stífluðu klósetti og látið sig hafa það. Það voru sem sagt góð ráð dýr þegar ekki var hægt að sturta niður svo kallinn bara safnaði í klósettið í 3 og hálfan mánuð þar til þetta loks var lagað. Þeir eru baaara harðir þarna úr sveitinni í Skagafirðinum! En Örri er gull af manni og ljúfur drengur mjög. Njóttu dagsins kallinn minn og....

til hamingju með afmælið!

Tatatatamm, þá er komið að því, Mongó riðill 4. Þessi riðill er samansettur af misgáfuðum, misfallegum, misskemmtilegum og bara mis allt saman einstaklingum sem hafa þó það eitt sameiginlegt að vera allir miklir mongólítar. Þessi riðill verður án efa sá harðasti hingað til því breiddin er svakaleg. Í fyrsta skiptið treysti ég mér ekki einu sinni til að spá hvernig þetta fer, svo jafn er hann.

Keppandi nr 1: Haukur Skúla aka Don Skúlíóne aka The Búra lover er fyrsti keppandinn í þessum riðli. Haukur á sína góðu og slæmu daga og ættu myndirnar hér að neðan að tryggja honum ansi mörg atkvæði. Hann kemur sterkur inn í þessa keppni því hann er sjarmatröll allra mongólíta, þvílík útgeislun. Ef ég þekki pilt rétt þá setur hann markið á að vinna þessa keppni svo hann hafi eitthvað til að hengja upp á vegginn hjá sér á milli herra Fás borðanna sinna tveggja. Haukur vinnur sem stendur hjá póstinum á Króknum og fetar þar með í fótspor nokkura merkra Króksara eins og Stebbu póst, mömmu Einars Skví og Fríði Finnu. Þær voru þó allar í útburðinum en Haukur er þó ekki það hátt settur enn sem komið er. Það er hans von að með frægð og frama í þessari keppni nái hann að vinna sig upp úr því helvíti að sleikja frímerki allan daginn! Gefðu honum þitt stig, hann á það ekki aðeins skilið heldur þarf hann á því að halda...

Keppandi nr 2: Jói aka Jói þokkalegi aka Jói Me kemur sterkur inn í þessa keppni. Því miður fundust ekki nógu margar myndir af Jóa til að leggja áherslu á mongólísma hans en þeir sem þekkja hann munu væntanlega kjósa hann því þeir vita að hverju þeir ganga. Minnistætt er mér mjög þegar Jói fékk viðurnefnið sitt Me sem hann bar í fjölmörg ár því ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera vitni að þeim atburði. Steini hjúkka úr Túnahverfinu og Diddi aka Detti báðu kallinn um að jarma eins og kind og að sjálfsögðu hamraði Jói það hlutverk sem varð til þess að hann fékk þetta viðurnefni. Litlu sætu lambakrullurnar sem hann bar voru þó ekki til að draga úr þessari nafngift. Mottó: Lambakjöt á diskinn minn, nei takk!

Keppandi nr 3: Mundi aka Mundi frá Veðramóti aka Tanni er mongólíti mikill. Ég og Mundi lágum saman á fæðingadeildinni á sínum tíma þar sem hann er aðeins 4 dögum eldri en ég! Sá hann svo ekki aftur fyrr en mörgum árum síðar þar sem hann var þá kominn með sítt ljóst hár og gekk um í fjólubláum gallabuxum reiðubúinn í að mala okkur í körfu. Varmahlíðarskóli kom stundum og keppti við okkar flokk á þeim tíma en beið undantekningalaust afhroð. Samt vorum við með ömurlegt lið! Snilldardrengur samt sem áður og eftirminnilegt er þegar hann GÓMAÐI Eystein í útskriftarferðinni forðum, of löng saga þó til að fara með hér. Mundi á örugg nokkur atkvæði frá sveitungum sínum.

Keppandi nr 4: Jón Pétur aka Jón P-étur aka smámeyjakóngurinn er mættur á svæðið. Þessi merki snillingur er hér á heimavelli í þessari keppni. Var það heppinn að fá að vera með þessum meistara í bekk upp allan grunnskólann reyndar alveg þar til í tíunda bekk. Þá var bekkjunum þrem skipt í tvo bekki, gáfaðir og heimskir, eitthvað sem ég efast um að yrði leyft í dag. En já þar sem ég var í gáfaða bekknum og Jón Pétur í..... Já ekki gáfaða þá skildu leiðir, innan skólans að minnsta kosti. Við vorum saman í körfunni og alltaf átti Jón Pétur klammara til að taka með í keppnisferðirnar og bjargaði þar með sálartetri unglingsdrengja sem annars hefðu þurft að standa í því að spila Ólsen við Guðmund Gunnars allt kvöldið. Ég og Dalli vorum duglegir við að stríða Jobba, eins og Eyji og Róar vinir hans kölluðu hann. Aðallega ég að vísu en Dalli hló alltaf og það var alveg sama hvað ég sagði við hann alltaf var Dalli laminn, fyrir að hlæja! Ég hef alltaf metið það við Jón Pétur:) Ég man að ein stríðnin var sú að við vorum alltaf að kenna hann við rolluríðingar. Þetta fór agalega í taugarnar á honum því hann var í þá daga ekki við kvenmann kenndur. Annað er þó uppi á teningnum í dag þar sem Jobbi virðist vera búinn að sofa hjá hverri einustu stelpu undir 18 ára aldri á Krónum og á barn með annari hverri!!!! Gangi þér vel kóngur...

Keppandi nr 5: Simmi Biggi aka Rússinn er meistari meistaranna, eða var það mongólíti mongólítana? Þessum merka snilling fylgja margar góðar sögur og enn fleiri og betri af skapara hans honum Skúghla af Hellulandi. Þeir fegðar eiga báðir fullt erindi í þessa keppni en í þetta skiptið verður Simmi fulltrúi og stolt fjölskyldunnar. Simmi er að starfa við kennslu nú í vetur einhvers staðar rétt hjá Staðarskála held ég. Hann er víst að kenna börnunum þar íþróttir og svo er hann einnig með kvöldnámskeið fyrir bændur þar sem hann kennir þeim að stunda öruggt kynlíf með kindum. Heyrði í kallinum um daginn en þá var hann að að tjilla í többanum þarna með einn kaldan á kantinum nýbúinn að úða í sig einu stykki af lambasteik sem kjellinginn hafði töfrað fram í eldhúsinu. Gangi þér vel Simmi!

Keppandi nr 6: Gaui Jóhanns aka Gaui litli er hinn fínasti kall. Þessi kappi er nú orðinn þjálfari þeirra Tindstælinga í knattspyrnunni og verður maður því að fara varlega í sögurnar af honum þar sem kallinn verður að halda respectinu. En já sögurnar eru nokkrar því félaginn var hið mesta og besta partýljón þessar 5 mín sem hann var á lausu, þ.e. frá því að hann hætti með frænku minni og þar til hann byrjaði með Önnu Leu. Gaui er einstakt prúðmenni sem og ljúfmenni en samt sem áður er hann mongólíti með meiru. Gangi þér vel gaui, þú slappst vel!

Keppandi nr 7: Fanney aka miss Levy er fulltrúi þeirra Blönduósinga að þessu sinni. Þekki hana reyndar ekki mikið þar sem ég hef ekki séð mikið af henni í gegnum tíðina. Ég á samt góðan vin sem að hefur séð meira af henni, mun meira ;) !!! Jáhh veit ekki alveg hvað ég á að segja annað en gangi þér vel og go Blönduós...

Keppandi nr 8: Ragnar Már aka R Mári Magg aka Meatloaf er einn sá mesti snillingur sem ég hef kynnst. Spilaði með honum upp alla yngri flokkana í fótbolta og eitthvað smávegis í körfunni líka. Félaginn var hrikalega öflugur, sterkur og skildi eftir sig skurði á vellinum í hvert skipti sem hann tæklaði. Held að hann sé hættur öllum íþróttum núna en hann er samt ennþá mongólíti!

Keppandi nr 9: Jón Brynjar aka Jón Brynjar Polaris rebounder aka Djei Bí er keppandi nr 9. Þeir sem ekki þekkja þennan mann eru að missa af miklu því þetta er snillingur. Jón hef ég þekkt frá því ég var svona 5 ára og hefur hann farið á kostum síðan. Setningar eins og "Óli er svo heimskur, sérstaklega stundum", Óli, Óli vert ekki svona heimskur þetta er bara 5 manna bíll það er ekki pláss fyrir fleiri", "Davíð, viltu heyra fyndið hljóð? Híííííiííghííííííí", "any many mogginn, many mogginn, Dustin Dustin Hoffman (var að syngja Smooth criminal með M. Jackson)" hafa orðið til þess að Jón hefur öðlast talsverða frægð innan ákveðins hóps. Hann hefur tekið upp á ýmsu sem engum dytti í hug nema Jóni eins og þegar hann kveikti næstum því í eitt sinn þegar við vorum á leiðinni suður. Hann nefnilega kveikti sér í sígarettu og kastaði eldspýtunni frá sér af gömlum vana nema við vorum inni í bílnum, á ferð! Allar bólsögurnar af honum og Bjarnhildi sem hann deildi með okkur herja enn á mig í myrkustu martröðum mínum Já hann Jón Brynjar, hann er ógleymanlegur og fær sko mitt atkvæði!

Keppandi nr 10: Árni Rúnar aka Simon le Bon er rokkarinn í hópnum. Ég er nú ekki með neinar svæsnar sögur af Árna. Ég kynntist honum ekki almennilega fyrr en sumarið 2002 og tókum við þá ófá djömmin saman. Ég man eftir honum samt þegar hann krakki því þá tóku Árni og Gunni hann alltaf með sér á fótboltaæfingar þar sem hann fékk að vera með. Okkur fannst hann geggjað góður miðað við aldur en eitthvað fór þessi athygli illa í kappann því þegar hann varð eldri þá spilaði hann ekki leik án þess að láta reka sig útaf. Árni á meðan ég man, þú ert ennþá með peysuna mína frá því að við fórum í golf. Manstu, þegar við fórum blekaðir um miðja nótt og ég rúllaði niður teiginn á 2. braut! Ég kýs þig ekki fyrr en þú skilar henni!!!



Þetta voru keppendurnir 10 svo nú er bara að kjósa!

þar til næst

Dabbi "mongó" Rú

Monday, March 07, 2005

Tiltekt, samdráttarverkir og Viktor Navorski!

Jæja tíu nýjir keppendur hafa verið valdir sem fulltrúar 4. riðils í keppninni mongólítinn 2004-05. Það er samt svo þvílík vinna að setja þetta saman að ég náði ekki að klára þetta í dag. Smelli því inn ferskum mongómyndum á morgun.

Fínasta helgi afstaðin en þó var lítið um afslöppun. Leikur á föstudag, tiltekt á laugardag og ofurtiltekt á sunnudag. Stefnt er að því að hafa allt alveg bling bling þegar að litla krílið kemur í heiminn. Við djöfluðust í hverju horni, allt var skúrað, skrúbbað, pússað og fægt svona á milli samdráttarverkja hjá Kötlu. Ég held það svei mér þá að barnið sé bara rétt að koma. Það voru þó ekki allir fjölskyldumeðlimirnir jafn duglegir við þrifin. Kötturinn Tinni var ekkert að ómaka sig við þetta, hann hinsvegar sá sér fært að veita okkur félagsskap sinn því hann hékk yfir okkur alla helgina og svaf, helst alltf akkúrat þar sem átti að þrífa.

Reyndum samt að eiga eitthvað líf um helgina og notuðum þá kvöldin til þess. Á föstudaginn skruppum við í heimsókn, á laugardaginn komu Kiddi og Beauty í heimsókn þar m.a. var horft á Fjölnismyndbandið (Footballers wifes atriðið vakti mikla lukku hjá þeim, eftirminnileg sjón)og svo slökuðum við á í gærkveldi og horfðum á Tom Hanks fara á kostum í myndinni The Terminal á DVD. Mæli eindregið með þessari ræmu fyrir þá sem ekki hafa séð hana og er ég með eindæmum hissa að Hanks hafi ekki bætt enn einni styttunni í safnið sitt fyrir leikinn í þessari, jahh að minnsta kosti fengið tilnefningu....

En jæja þar til næst
Minni aftur á Mongó á morgun

Dabbi "Ajax" Rú

Thursday, March 03, 2005

Back 2 bad back

Á einhver ráð við heiftarlegum bakverkjum?

Þannig er mál með vexti að gömlu bakverkirnir eru komnir aftur. Þetta helvíti er að gera útaf við mig þessa dagana og hvað þá þegar maður er að djöflast við það að elta einhverja tuðru samhliða því. Ég er búinn að prófa svo til allt í gegnum tíðina. Hef hitt fjöldann allan af sérfræðingum, milljón lækna, milljón og tvo sjúkraþjálfara, læknamiðla, hnykkjara, sprautumeðferð ( sem reyndar er það besta hingað til), hryggsúluréttara, nuddara, sjúkranuddara, erótísks nuddara (fór reyndar þangað í öðrum tilgangi), ótal útfærslur af bakæfingum, alls kyns rannsóknir og ég veit ekki hvað og hvað. Allir í þessari læknastétt sem ég hef talað við þykjast hafa einhverja töfralausn fyrir mig en yfirleitt gera þær bara illt verra. Það er aðeins einn maður sem hefur getað gert eitthvað fyrir mig og það er hann Jósep Blöndal. Hann mat mig, lagði mig inn í tvær vikur, kenndi mér nýjar æfingar og sprautaði mig svo sem leiddi til þess að ég hef verið "nokkuð góður" undanfarin 5 árin. "Nokkuð góður" á mínum mælikvarða er að vera ekki rúmfastur og geta gengið án þess að kveina í hverju spori. Þannig er þetta hinsvegar að verða aftur og ég því orðinn virkilega áhyggjufullur. Ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að gera því ég kemst ekkert til hans á næstunni, bæði þar sem það er von á litlu kríli í heiminn hvenær sem er og svo er ekki laus tími hjá honum fyrr en í maí! Mér var svo bent á það um daginn að prufa að fara í nálastungu, hefur einhver prófað það? Af gefinni reynslu þá hef ég takmarkaða trú á öllu svona kvakki en er samt orðinn það langt leiddur að ég er alvarlega að hugsa um að skella mér bara.

Það er svo leikur gegn ÍBV í kvöld sem verður ekki til að bæta ástandið. Er svona að vonast til að ég geti skriðið um í vítateignum hjá þeim og hugsanlega potað inn einu. En annars er ég orðinn alveg ráðþrota í þessari baráttu sem virðist engan endi ætla að taka. Er bara orðinn virkilega þreyttur á að vera svona kvalinn daginn inn og út. Eruð þið með einhverja lausn, hjálp!!!

þar til næst

Dabbi "bakveiki" Rú

p.s. Mongó riðill 4 ný inn á mánudaginn...

Tuesday, March 01, 2005

Djamm og djúserí!

Djammið á mér þessa dagana er í núlli þar sem maður er hættur að nenna að standa í svoleiðis vitleysu. Ég get ekki sagt að ég sakni þess neitt þó svo að það sé vissulega gaman að fá sér í glas og þá sérstaklega í góðra vina hópi. Kostirnir við djammið eru margir en samt sem áður þá eru þeir svo miklu fleiri ef maður sleppir því. Maður getur eytt tímanum í svo miklu skemmtilegri og gefandi hluti heldur en að vera að kútveltast ofurölvi niður í bæ. En áður en þetta fer að hljóma eins og á einhverjum AA fundi þá ætla ég að koma mér að efninu.

Þó maður sé ekki að standa í þessu djammi lengur þá finnst mér samt alltaf jafn gaman að skoða myndir af fólki sem ég þekki og er á djamminu. Maður fær stemmninguna beint í æð og því virka myndirnar á mann eins og níkótíntyggjó þegar maður er að reyna að hætta í munntóbakinu, þ.e. maður er feginn að vera að vera ekki að standa í þessu en fær samt sinn skammt...

En annars lagið rekst maður á myndir af einhverjum snillingum sem fá mann til að langa til þess að skella sér á djammið. Myndir af góðum vinum sem maður skemmtir sér ævinlega vel með......

Þessi skötuhjú eru kostuleg og hvernig er annað hægt en að fá smá fiðring?













Stjörnur helgarinnar: Valli og Stína!!! (Myndunum stolið frá Springa)

Þar til næst

Dabbi "al anon" Rú

This page is powered by Blogger. Isn't yours?