<$BlogRSDUrl$>

Friday, July 29, 2005

Versló 2005!

Jæja þá er komið að þessum árlega viðburði. Helgin þar sem verslunarmenn hér á landi geta loksins slakað á og notið þess að vera í fríi, eða ekki!

Þessi helgi er alltaf skemmtileg finnst mér, alveg sama hvað maður gerir. Í fyrra fórum við hjúin með úrvalsliði til Eyja og skemmtum okkur alveg prýðilega. Vorum bara edrú og flott á því eða að minnsta komsti Katla. Komumst nefnilega að því á fimmtudeginum að hún væri ólétt og ákváðum bara að skella okkur samt í útilegu því það var búið að borga fyrir allt saman. Þessi edrú upplifun á Eyjum var svolítið öðruvísi. Maður var frekar spakur en sötraði samt grimmt allan tímann svona fyrir utan laugardagskvöldið!!! Þá tókum við Gunni Valur skuggalega á því og vorum svona frekar hressir í einhverju out-fitti með hóp af fólki í kringum okkur því vorum eitthvað að brandarast. Það vakti það mikla eftirtekt að einhver camera-maður frá sjónvarpinu fylgdi okkur eftir í hálftíma og myndaði allt sem við tókum upp á. Honum fannst við svo stórskemmtilegir að þetta var eitthvað varð að vera til á filmu sagði hann. Í fyrradag sagði svo Víkingurinn Einar Odds mér að hann hefði verið að horfa á sjónvarpið þar sem það var verið að tala um þjóðhátíð og sýndar myndir frá því í fyrra. Svo þegar komið var að hinum árlegu predikunum um nauðganir og þá var myndskeið með okkur félögunum sýnt, svona víti til varnaðar! Frábært......

Það var hinsvegar stórskemmtilegt að vanda og komu myndir af hópnum okkar á mbl.is, visi.is og morgunblaðinu því það var alltaf svo klikkuð stemmning í tjaldbúðunum okkar....

Versló í ár verður vonandi (ÁBYGGILEGA) jafn vel lukku. Förinni er haldið í Húsafell þar sem gist verður í nágrenninu í sumarbústað. Erum 10 (plús 2 litlir gaurar) manna hópur að fara saman og er þetta einvalalið skemmtilegra og hressra einstaklinga s.s. Kuntan, Levy the fourth no need to say more!!!! Með þessu liði þá kvíði ég helst fyrir því hvað ég á erfitt með að brosa þessa dagana þökk sé hörðum olnbogum nokkura Ólafsvíkinga... búið er að versla allt í pakkann, þ.e. grill, bjór, rautt og hvítt og svo verður náttúrulega sameiginlegur dúndurmálsverður á laugardagskvöldið þar sem kokkar verða Hipp hopp Valli lubricant Levy og Dabbi polaroid picture Rú.... sem jafnframt sjá um öll skemmtiatriði helgarinar... Endilega droppið í heimsókn ef þið verðið í nágrenninu....

Thumbs up
# fá Þórsarar fyrir að gera þessa helgi enn gleðilegri fyrir okkur Víkinga með því að taka stig að KA, fer sáttur inn í versló með 4 stiga forskot...
# Sylvía Nótt fyrir að búa til skemmtilegasta sjónvarpsþátt Íslendinga um áraraðir....
# Ólafsvíkingar fyrir hjálpa mér enn einu sinni að átta mig á því hversu fallegur ég er. Þó svo að þeir hafi smellt á mig tveimur aumum kinnbeinum, kúlu á hausinn og sprungna vör þá sá ég að ég er enn gullfallegur sama hvað..... Takk strákar pain is beauty....
Thumbs down
# Veðurfræðingar landsins fyrir að spá leiðinda veðri enn eina verslunarmannahelgina. Þar sem spáin rætist hjá þeim í 90% tilvika af hverju spá þeir þá ekki alltaf góðu veðri?????????????????????
# Vörubílstjórar landsins ef þeir láta verða af þessum mótmælum sínum. Þetta er ekki bara pirrandi heldur líka lífshættulegt uppá þá hundruði unglinga sem eiga eftir að keyra lífsakstri til þess að vinna upp þessar tafir og ná á djammið hvar sem það verður....

Skemmtið ykkur vel og farið varlega

yfir og út

Dabbi"polaroid picture" Rú

Friday, July 15, 2005

Hvernig væri að blogga aðeins?

Jæja það er loksins núna að maður drattast til að blogga aðeins. Ég ákvað að taka mér fæðingarorlof frá vinnu og bloggskrifum og þar sem maður er byrjaður að vinna þá verður maður náttúrulega að blogga eitthvað líka. Annars sýnist mér vera deyfð í bloggheiminum þetta sumarið og margir jafnvel hættir. Það er helst Kuntan og Félagsskiptakóngurinn sem halda uppteknum hætti enda alltaf gaman að kíkja þar inn. Þrátt fyrir frí hjá mér í hvað... 4 mánuði þá er gaman að sjá að það virðast eihverjir vera að leggja leið sína hingað inn ennþá. En nú verður tekið á því!

Það er svo sem ekki mikið að frétta. Er búinn að vera að ala upp barn og spila fótbolta að mestu undanfarnar vikur. Uppeldið gengur vel en boltinn svona la la. Erum reyndar í öðru sæti í deildinni en eigum bara svo miklu meira inni, það hlýtur að koma.

Litli gaur (sem er enn óskírður(verður bætt fljótlega úr því(að minnsta kosti áður en hann getur sagt eigið nafn við skírnina))) og Katla eru á Blönduósi þessa dagana en ég er sem betur fer að fara að hitta þau í kvöld, sakna þeirra mikið! Ætlum að hita upp á food and culture þar í bæ í kvöld en svo er stefnan tekin á ættarmót á morgun að Hólum í Hjaltadal. Mikil snilld þar á ferð enda eru ættarmótin þarna megin hin besta skemmtun. Fór á eitt í fyrra á Sleitustöðum sem var algjör snilld að venju. Það finnst öllum sem maður talar við ættarmót svo leiðinleg og því hef ég í gegnum tíðina tekið með mér fjölda manns á þessi mót, hvort sem það hafa verð þáverandi kærustur eða vinir, og öll hafa þau skemmt sér stórvel. Mótið um helgina verður mun minna í sniðum enda eru þetta bara þeir nánustu þar samankomnir þ.e. systkyni pabba og afkomendur þeirra en það er allt í lagi því í þeim hópi eru aðal partýljónin.

jeje góð helgi framundan og rita aftur eftir helgi. Nú getur maður bloggað hvenær sem er því við erum loksins komin með ADSL.

Það sem ég er að fíla þessa dagana:

# Sumarið þó svo að veðrið gæti verið betra.

# Duran Duran, ég lifi enn á tónleikunum.

# Berserki og alla aðra Víkinga.

Það sem fer í taugarnar á mér þessa dagana:

# Breiðablik í fótboltanum því þeir endalaust heppnir og eru að hala inn stigunum á vítaspyrnum á síðustu mínútunum.

# Dómarar á norðurlandinu því þeir eru mörgum klössum neðar en þeir hérna fyrir sunnan.

# Ingi Þór frændi minn því hann var alveg upp við sviðið á Duran Duran tónleikunum og fékk að snerta Simon le Bon.

Jæja, yfir og út

Dabbi "Le Bon" Rú

This page is powered by Blogger. Isn't yours?