<$BlogRSDUrl$>

Thursday, August 25, 2005

Minni-borgir 2005!!!




Fyrir um 2 vikum síðan héldu 9 hálfsamkynhneigðir knattspyrnumenn að Minni borgum í Grímsnesi og ákváðu að gista þar í bústað yfir nótt. Nú þegar er búið að skrifa ca 3-4 ferðasögur um þessa ferð og því neyðist ég til að hafa mína aðeins öðruvísi.......

Sem fyrr þá skeyti ég engu um ljóðstafi, höfuðstafi, hrynjanda og þessháttar, bara fyrir nörda!!!!

Út á land fórum því af borginni beygðir
mættum fyrst fimm en svo komu fleir
Níu piltar hálf samkynhneigðir
sérstaklega tveir

Kíkt var í pottinn og byrjað að góla
í bjórinn þá varð maður sólginn
Eftir utandeildarsögur frá Agli og Óla
við grétum á okkur augun bólginn

Kveikt var í grilli og mallaðar steikur
af brúnum og fallegum köllum
Nema hann Hallur sem af sólinni er bleikur
en átti samt kjöt handa öllum

Allt var samt óætt því á svíninu var hár
sem við reyndum að borða í lotum
Kartöflur hráar og piparsósan klár
en hún kom þó að öðrum notum

En við tók svo drykkjuleikur harður
með erfiðum reglum og stokk
og Maggi Edd sá fjandans bastarður
jú may yourself fokk

Út rúllaði allt liðið á nikkuball
enginn undir sextugt svo við sórum
að hópurinn skyldi fara á svakalegt skrall
svo úr að ofan við fórum

Menn tóku tóku misvel undir það
enginn þó sáttari en Rikki
því nú gat hann loksins sýnt öllum hvað
kassinn var mikið flykki

Við Nonni röltum á dansgólfin dimm
fundum oss félaga uppi við svið
ég dansaði við eina sem var 65
og farinn úr mjaðmalið

Við dönsuðum pókí og Óla skans
þar til við varla nenntum því lengur
En þá kom ein kjelling og sagði stans
á ekki að kyssa mig drengur

Lokalagið rann senn sitt skeið
kófsveittir eftir dans-move og kippi
þá ég snéri mér við og sá um leið
glitta í sex lítil tippi

Já það er sko hægt á þessa snillinga að stóla
að ver´í stuði eitt kvöld eða lengur
en þá sagði ein kjelling við greyið Óla
drullað´þér í ógeðisdrengur

Eftir ballið tók við annað geim
ég man að það var á mig sprænt
en svo þegar við loksins komum heim
hafði piparsósunni verið rænt

Ég komst að því síðar hvar hún var
það fengu fleiri líka
myndir til vitnis voru teknar þar
fengu Rikki og Nonni eina slíka

Hefndin var grimm og líka svo sæt
með hár, sósu og sest oná andlit
en ég uppi meira bara alls ekki læt
og segi því pistlinum slit....................

Takk fyrir ferðina félagar, þetta var ógleymanlegt og ég er sammála ykkur með það að þetta verður sko endurtekið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Friday, August 12, 2005

Og hvað á barnið að heita?

Lúkas Kató mun það vera og erum við alveg í skýjunum með þetta fallega nafn á þennan fallega gaur. Þetta eru eins og áður sagði falleg nöfn bæði tvö, nokkuð sjaldgæf og þá sérstaklega Kató en við erum alveg himinlifandi með þau. Þetta var frábær dagur í alla staði, einn af þeim ógleymanlegu. Kærar þakkir fyrir okkur og Lúkas þið öll sem komuð og glöddust með okkur á þessum degi. Það var frábært að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og það gladdi okkur meira en orð fá lýst. Flestir voru ánægðir með nafnið á piltinum en sumir viðurkenndu þó að þeir þyrftu aðeins lengri tíma til að venjast því. En meira að segja þeir allra svartsýnustu sem leist ekkert á þetta fyrst eru farin að hringja í okkur og lýsa yfir ánægju sinni með nafnið, þannig að þetta virðist venjast vel. Enginn var þó ánægðari en systir mín sem heyrðist presturinn segja Lúkas Karlhólm. Hún mætti svo seint í veisluna að það var búið að borða nafnið hans af skírnartertunni þegar hún kom á svæðið, Hún fór því heim úr veislunni í þeirri trú að litli frændi hennar héti Lúkas Karlhólm!!!! Þar var þó leiðrétt seinna sama kvöld....Annars eru komnar einhverjar skírnarmyndir af töffaranum inn svo endilega kíkið á það hérna!!!

Litli töffarinn í skírnarkjólnum sínum!

Erfiður leikur í kvöld við HK en annars topp klassa helgi framundan. Við úr Fjölnir-ass stars ætlum ( úpps prentvilla, þarna á að standa all stars en þar sem mér fannst ass stars passa líka þá lét ég að standa) að hittast í bústað að Minni Borgum í Grímsnesinu. Við Tjallarnir eigum eftir að bralla ýmislegt eins og venjulega einnig sem að gamlar syndir verða játaðar, gamlar skuldir borgaðar, hefnt fyrir gömul uppátæki og já bara rifjað upp gömlu góðu dagana. Þrátt fyrir að ég noti orðið gömul svona tuttugu sinnum í þessari setningu þá erum við samt kornungir í anda og já ég bara get ekki beðið ;);););) Cameran verður með þannig að ég lofa myndum inn eftir helgi......

Gott lið á góðri stundu!

Þar til næst

Dabbi "Berserkur" Rú

This page is powered by Blogger. Isn't yours?