<$BlogRSDUrl$>

Sunday, September 25, 2005

Ég var klukkaður!!!!

Ég sit hérna um hánótt á Blönduósi af öllum stöðum og hef sjaldan verið eins andvaka og ég er núna. Mér datt því í hug að kíkja á netið, eitthvað sem var dagleg rútína hjá mér hér ekki fyrir löngu en ég varla geri nú. Ég hef ekki bloggað í háa herrans tíð og þau blogg sem ég hef smellt inn hafa verið einhvers konar skyldublogg; verslóblogg, eignast barn blogg, skíra barn blogg, reunion fyrrverandi Fjöllara blogg og fleira, sirka 5 blogg frá því um miðjan mars. Þetta blogg er í rauninni líka skyldublogg því á einni bloggsíðunni sem ég skoðaði hafði ég verið klukkaður, KLUKKAÐUR???? Hvað er það? Að vera klukkaður er einhvers konar keðjubréf bloggara þar sem þeir segja frá 5 persónulegum hlutum um sjálfa sig sem fáir eða engir vita. Svo í lokin þá klukka þeir 5 aðra bloggara sem þurfa að gera slíkt hið sama. Ég er nú vanur því að slíta allar keðjur sem mér eru sendar en í þetta skiptið ákvað ég að slá til......

1. Ég er nærbuxnaþjófur! Fyrir einn leik í sumar þá lánaði einn félagi minn úr Víking mér hreinar naríur til að spila í. Ég gleymdi hinsvegar að skila þeim og því datt mér það í hug að fara að stela nærbuxunum hans reglulega það sem eftir var sumars, svona upp á djókið (þetta er EKKI fíkn...... ennþá). Nú í lok sumars sit ég uppi með 5 nærbuxur en það besta við þetta er að ég kenndi þessu alltaf upp á annan gaur í liðinu sem fórnarlambið hefndi sín svo reglulega á með hitakremi í brók eða þessháttar hrekkjum....

2. Ég hef kysst karlmann!
Well no surprises there.. Hvað gerir maður ekki fyrir listina eða þegar maður er ungur, fullur og á flippinu...

3. Ég byrja aldrei með stelpu frá Blönduósi! Sumarið 2002 þá var ég á leiðinni suður í keppnisferð með Tindastól. Þegar við keyrðum í gegnum Blönduós þá sagði ég þessa frægu setningu ,, djöfull myndi ég aldrei vera með stelpu frá þessu helvítis krummaskuði"! Svo hélt ég áfram og hélt heila ræðu um af hverju maður ætti ekki að vera með stelpu frá þessu skítapleisi, ræðu sem ekki lauk fyrr en rútan stoppaði í Víðihlíð (því ég harðneitaði að stoppa á Blönduósi). Innan við viku síðar þá kolféll ég fyrir stelpu frá þessum stað sem ég svo fljótlega fór að vera með. Ég er enn með henni í dag og eigum við saman einn lítinn strák. Ég hef aldrei þurft að éta neitt svo svakalega ofan í mig og þessi orð það sem eftir var af þessu sumri....

4. Ég var einu sinni sperhræddur! Það er satt!!! Mér leið ekkert vel með það ef einhverjar ókunnugar stelpur sáu á manni spenann einhverra hluta vegna. Allt þar til ég steig á svið Miðgarðs með 4 félögum á eftirminnilegri árshátíð FNV eitt árið og við tókum full monty á þetta fyrir framan 500 manns. Það besta við þetta var að við ætluðum ekkert að fara úr öllu fyrr en ég heimtaði það rétt áður en við fórum á svið. Öll atriðin höfðu verið svo "kreppý" og þar sem þetta var lokaatriðið þá vildum við bjarga kvöldinu. Félagarnir voru nú ekki allir til í þetta í fyrstu. Andri sagðist eiga kærustu í salnum sem myndi ekki fýla þetta en þá benti ég honum á að ég ætti kærustu heima sem vissi ekki einu sinni af atriðinu. Steini sagði að mamma sín væri í salnum en ég sagði honum að mamma hans hefði oft séð á honum tippið. Halla var ekki haggað sem var synd því hann var í rauninni aðal aðdráttaraflið ef þið vitið hvað ég meina;) Svo þegar kom að því að sannfæra Valla Levý sagði hann að fyrra bragði "If you´re going down, I´m going down" fleiri orð voru ekki sögð og við skelltum okkur upp á sviðið. Eftir þetta þá hefur mér bara einhvern veginn verið sama....

5. Ég var einu sinni hármódel! Shit ég trúi ekki að ég sé að segja frá þessu! Þegar ég var unglingur þá var ég hármódel hjá Hlyni á Píramídanum. Mér fannst þetta aldrei töff enda var ég ekkert að auglýsa þetta. Á þessum tíma var ég eitthvað aðeins að hitta stelpu sem ég asnaðist til að segja þetta og ég hafði aldrei séð neina stelpu hlæja eins mikið, allt þar til hún sagði vinkonum sínum þetta!!! Ég gerði þetta bara því ég átti að fá fría Danmerkurferð út á þetta sem var svo svikinn. Ég bara trúi því ekki ennþá að Hlynur hafi svikið þetta, þessi stand out gaur....

Ég klukka Hall félagsskiptakóng, Danna Hjalta, Bibba Sundlara, Rikka og Skóla Bjór....

Jæja þetta var ekki svo erfitt, kannski að maður fari bara að blogga reglulega.

24,24 you know the drill

Dabbi "á trúnó" Rú

This page is powered by Blogger. Isn't yours?