<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, November 29, 2005

Íslenski Batchelorinn og fleiri vitleysingar!

Æi datt í hug að tjá mig aðeins um þennan yndislega raunveruleikaþátt Batchelorinn sem er búinn að valda því að ég hef fengið aulahroll á hverjum fimmtudegi síðustu vikurnar.

Steingrímur greyið er bara ekki að meika það! það vantar bara nokkra kafla í þennan annars alls ekki ómyndarlega pilt svo ég spyr bara; "Í hvaða fjósi fundu þeir hann eiginlega?". Reyndar var það samt ekki svo vitlaust move hjá Skjá einum að hafa þennan bónda eftir allt því hver annar hefði verið til í að sjá um allar þessar beljur sem þeir buðu upp á?

Hann Steingrímur veit samt upp á hár hvað rómantík er (sagt með kaldhæðni). Mér fannst það best þegar hann sagðist hafa sett upp lítið próf þar sem hann rak olnbogann í þær eða steig ofan á tærnar á þeim viljandi til þess að sjá hvernig þær myndu bregðast við. Það var einmitt ástæðan fyrir því að hann henti Heklu út því eftir nokkur olnbogaskot og traðk á tám þá vældi hún alltaf jafn mikið og hann þolir ekki væl! Hann er með þetta allt á hreinu, kellingin á bara að taka höggunum og halda kjafti...

Af stelpunum finnst mér þó Gunnfríður og Keflvíska stelpan koma best út úr þessu og að sjálfsögðu tattúveraða stelpan sem sagði nei í byrjun. Að vísu fannst mér slakt að sunddrottningin skildi svo skíta yfir hann á baksíðu DV og segja að það hefði alveg mátt velja einhvern skárri. Það tók hana að minnsta kosti ansi langan tíma segja nei við rós. Æi þeir eru svona þessir Keflvíkingar. Annars væru þessir þættir ekki neitt án fýlutúttunar frá Selfossi sem vildi giftast honum eftir fyrsta göngutúrinn þeirra. Hún er alveg mega sko.

En jæja nóg þennan tengdason Íslands eins og hann er víst kallaður. En hvað er annars að okkur Íslendingum? Fyrst Fjölnir Þorgeirs og svo Steingrímur! Kannski erum það við sem erum aularnir...

Fávitar vikunnar eru samt félagarnir þrír sem fannst klikkað fyndið að hella köldu vatni yfir heimilislausan mann og demba svo hveiti á hann í kjölfarið í frostinu nú um daginn. Þetta tóku þeir svo upp og sýna á heimasíðunni sinni og grobba sig mikið af. Það er til of mikið af fíflum í þessum heimi!!!

Þar til næst

Dabbi "hneykslaði" Rú

p.s. Hver finnst ykkur að hefði átt að vera Batchelorinn ef þið hefðuð fengið að velja. Persónulega hefði ég viljað sjá Rikka, Valla Levy, Jón Guðbrands eða einhvern slíkan. Hvað segið þið?

Thursday, November 17, 2005

Ég er eitthvað svo öfugur!

Ég veit að það voru margir sem hugsuðu með sér að það væri ekkert nýtt þegar þeir lásu þennan titil. En meiningin er nú samt önnur en sú að ég sé hýr.

Undanfarna daga hef ég verið eitthvað svo ólíkur sjálfum mér. Ég eyði öllum mínum frístundum í lærdóm og ég veit að það trúir því varla nokkur heilvita maður. Og það sem er enn furðulegra er það að mér finnst það gaman! Símanum mínum lagði ég í þar síðustu viku því hann varð batteríislaus og ég nennti ekki að hlaðann. Fannst það fínt að fá smá frið í lærdómnum en svo bara liðu heilu dagarnir og ég alltaf símalaus. Núna er hann týndur og finnst víst hvergi, segir Katla því ég hef ekki einu sinnni leitað að honum. Þetta er eitthvað svo þægilegt, ákveðið frelsi sem fylgir þessu.

Ég ákvað fyrir löngu að breyta linkunum og kom því loks í verk nú. Margir linkarnir voru fyrir löngu orðnir óvirkir eða eigendur þeirra komnir með nýja síðu (til að mynda Óli Þór, Hallur og Katla). Sumir fengu meira að segja ný nick. Einnig breytti ég nafninu á vondumyndakeppninni sem kölluð var Mongó. Þessi keppni átti ekkert skylt við aðila með downs-syndrom heldur ákveðið atvik sem gerðist fyrir ákveðinn aðila inni á Mongó sportbarnum á Akureyri. Það var svo sem enginn að tala við mig um að þetta nafn væri ekki við hæfi heldur fór það bara í taugarnar á mér sjálfum. Fólk náttúrulega vissi margt hvert ekki söguna á bakvið þetta og mér fílaði ekki möguleikann að þetta gæti misskilist.

Ég kveð þar til næst

Dabbi "voðalega alvarlegur eitthvað" Rú

This page is powered by Blogger. Isn't yours?