<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, February 28, 2006

Hvað er Títt?

Ég byrjaði síðasta blogg á eftirfarandi orðum;

"Jæja first of all, unnum KR í Reykjavíkurmótinu ekki leiðinlegt..."

Já það var ekki leiðinlegt og enn skemmtilegra er að geta byrjað þetta blogg á sömu orðum nema hvað núna unnum við þá í deildarbikarnum! Hefur gengið vel í þessum tveimur leikjum, skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum og sama í þeim seinni ásamt því að skora líka jöfnunarmarkið og fiska víti. Ekki slæmt af varamanni að vera ;)

Annars kom ég aðeins inn á það um daginn hversu niðurhalssjúkur ég er þessa dagana. Ég setti sjálfan mig í download-straff um daginn því ég er með 2. seríuna af Lost og þá 3. af Nip/Tuck sem bíða óþreyjufullar eftir mér, ásamt Prison Break og fleiri góðum, en ég get ekki byrjað á þeim sökum anna við að klára aðra þætti og bíómyndir. Þetta er erfitt líf, maður er hreinlega að drukkna úr sjónvarpsglápi...

Mál málanna undarfarnar vikur hefur svo verið Evróvisjón keppni okkar Íslendinga. Ég hélt nú með Silvíu Nótt eins og c.a. helmingur landsmanna. Hinn helmingurinn hélt svo ekki með henni en mér sýndist á öllu að aðalmálið væri að kjósa hana eða kjósa á móti henni! Hún hafði þetta með yfirburðum eins og allir vita enda skiptust hin 50% á 14 lög. Annars á ég tvö uppáhaldslög sem ég er búinn að hamast við að hlusta á síðan þessi keppni var, Andvaka og Þér við hlið. Bæði alveg klassalög og það sem merkilegra er, eftir sama höfund! En jæja nóg um Evró áður en fólk fer að halda að ég sé með eitthvað hommadálæti á henni...

Frétt vikunnar: Er búinn að selja íbúðina mína. Ætlaði að linka inn á hana hérna því hún var kominn á söluskrá á fasteignasíðunni en þar sem það kom tilboð daginn eftir að ég setti hana á sölu þá náði ég því ekki einu sinni. Sérstaklega í ljósi þess að ég er nú ekkert að blogga hér á hverjum degi.

Pirrandi lag á heilanum vikunnar: 100% (Eurovisionlagið með Bassa). Hann var bara ekkert að virka á mig þessi FM-hnakkarappspaði þó hún sé nú alltaf grípandi Skagfirska sveiflan (sem Bassi drap í beinni og sturtaði þar með niður c.a. 5000 atkvæðum frá Króknum og nágrenni).

Þar til næst

Dabbi "Euru" Rú

p.s. Takk fyrir allir sem nenntu að svara þessum spurningum hjá mér síðast. Ég hafði gaman af þessu, sérstaklega þeim sem fóru á hálfgerðan trúnó hérna ;)

Friday, February 10, 2006

Ble ble ble

Jæja first of all, unnum KR í Reykjavíkurmótinu ekki leiðinlegt...

Second of all, Danni Hjalta er búinn að skæla í mér í tvo mánuði að setja sig í VIP hjá mér og nú verður honum loksins að ósk sinni. Hann hefur staðið sig með prýði drengurinn en set hann samt þarna eingöngu útaf því að hann setti mig sem tvífara vikunnar hjá sér, frekar nett.

Svo setti ég einnig aðra síðu í VIP en það er bloggið hjá okkur félögunum í nöktu 9-unni. Snilldar félagsskapur en síðan á öll eftir að koma til...

Annars er ég niðurhalssjúkur þessa dagana. Fann torrent þar sem ég náði í alla þættina í Married with children seríunni en það voru uppáhaldsþættirnir mínir þegar ég var í Bendaríkjunum. Horfði á þá á hverju kvöldi þar en þeir hafa á einhvern óskiljanlegan hátt aldrei verið sýndir hérna þrátt fyrir það að allir Íslendingar sem fari út dýrki þessa þætti. Reikna samt með að þetta taki mig árið því ég er búinn að horfa á 5 þætti og á því aðeins 264 eftir!!!

Annars datt mér í hug að skella þessu á ykkur og vonast að sjálfsögðu eftir góðum undirtektum í comment dæmið....

Nafn mitt?
Hvar kynntumst við?
Hvað er miðnafnið mitt?
Hversu lengi hefurðu þekkt mig?
Hversu vel þekkiru mig?
Hvað hugsaðiru fyrst þegar þú sást mig?
Aldur minn?
Afmælisdagur?
Háralitur?
Augnlitur?
Á ég systkyni?
Hefuru nokkru sinni öfundað mig?
Hvað finnst mér skemmtilegast að gera?
Manstu eftir því fyrsta sem ég sagði við þig?
Hvernig tegund af tónlist hlusta ég oftast á?
Hver er minn besti eiginleiki?
Hvort er ég feimin/nn eða mannblendin/nn?
Er ég fyndin/nn?
Er ég uppreisnarseggur eða fylgi ég öllum reglum?
Hef ég einhverja sérstaka hæfileika?
Spila ég á eitthvað hljóðfæri?
Ef það væri eitthvað flott gælunafn á mig hvað mundi það þá vera?
Höfum við kysst?
Hvað heldurðu að verði um mig framtíðinni?
Hver er uppáhalds minning þín um eitthvað sem við höfum gert saman?
Heldurðu að við eigum eftir að vera vinir í framtíðinni?
Ef þú gætir gert eða sagt eitthvað sérstakt við mig núna, hvað mundi það vera?

Takk fyrir takk

þar til næst

Thursday, February 02, 2006

2005-2006

Long time no see!

Svona í tilefni af nýju ári þá fannst mér tilvalið að koma með eina áramótafærslu. Það er nú reyndar vel liðið á árið en ég er bara á kínverskum tíma í dag, þannig sleppur þetta þar sem það voru áramót hjá þeim um helgina.

Það má segja að nýliðið ár hafi verið ár fárra bloggfærslna, að minnsta kosti hér á DdC. Árið 2005 var samt frábært í flesta staði og hér kemur upptalning á nokkrum hlutum sem gerðu það minnistætt.

* Þar ber fyrst og fremst að nefna að við Hrafnkatla urðum foreldrar þegar hann Lúkas okkar Kató kom í heiminn þann 20 mars. Þetta er náttúrulega það æðislegasta sem hver manneskja getur upplifað að fá að sjá barnið sitt koma í heiminn og vaxa og dafna. Þetta er svo fljótt að líða en mér finnst eins og hann hafi komið í heiminn í síðustu viku. Aldeilis ekki því nú stendur litli gaurinn bara allan daginn og heldur sér í á milli þess sem hann eltir köttinn, aldeilis frábært.

* Í fótboltanum fórum við Víkingarnir upp um deild sælla minninga. Tímabilið var frábært og öðrum eins stuðningi og stemmningu hef ég ekki kynnst. Maður missti reyndar af æfingaferðinni svo að ég kynntist drengjunum seinna en ella en þegar uppi var staðið voru þetta hinir fínustu piltar sem reyndust mér vel á erfiðum tímum. Næsta sumar verður í úrvalsdeildinni sem verður gaman að prófa í fyrsta sinn. Þetta er nú orðið svolítið öðruvísi en þegar maður var t.d. að spila með Neista Hofsósi en það er bara að aðlagast því.

* Djammlega séð þá eru það tvö djömm sem lifa enn í minningunni. Fyrst ber að nefna ógleymanlegt kvöld þegar við Víkingarnir fórum upp um deild í boltanum. Það var haldið rosalegt partý fyrir okkur í Víkinni þar sem ALLT var í boði og uppklæddir þjónar sáu um að það yrði aldrei tómt í glösunum. Hitt djammið var akkúrat á hinum endanum svona siðmenningarlega séð ;) Í ágúst síðastliðinum þá héldum við félagarnir að Minni Borgum í Grímsnesi. Þetta varð ógleymanlegt kvöld fyrir alla sem voru með í för og lifum við enn á því. Hef ekki enn borðað piparsósu eftir þetta kvöld!!!

* Ég byrjaði aftur í skólanum eftir "smá pásu". Finnst það gaman aldrei þessu vant og er ég bara duglegur að læra, enda eru einkunnirnar eftir því. Vonandi að ég haldi þessari iðjusemi til lengdar.

* En eins og ég nefndi í upphafi þá var þetta frábært ár að flestu leyti. Það voru vissir erfiðleikar sem tengdust fæðingu sonar okkar sem slógu mann illa. Gleðin var alltaf meiri en sorgin en það er skrýtin tilfinning, sem er ómögulegt að lýsa, þegar það koma svona straumar úr báðum áttum. En þetta klassíska að "vandamálin séu bara til þess að taka á þeim" og að "það sem drepur mann ekki, styrkir mann" eru orð að sönnu. Því með hækkandi sól sem síðar fór lækkandi, komu haustsins sem fylgdi með snjó, jólunum og nýju ári þá er bara gleðin sem situr eftir og hana uplifir maður á hverjum degi með þessu kríli. Þakka öllum ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum.

Jæja nenni hreinlega ekki meiru að sinni enda er ég að rífa mig upp úr tveggja mánaða bloggpásu. Síðasta ár var minnistætt fyrir marga aðra hluti, rifja þá upp í betra tómi ;)

Gleðilegt ár.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?