<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, July 26, 2006

Coming up

Er án efa djammferð ársins. Við Víkingarnir ætlum að leggja land undir fót og kíkja norður í land. Ég ætla að sýna þeim hvernig Skagfirðingar skemmta sér þó svo að þeir hafi nú fengið smá forsmekk af því nú þegar verandi með bæði mig og Donna (sem er þó ekki NBS=Natural born Skagfirðingur)í liðinu. Planið er Sigur Rós á föstudaginn, Rafting á laugardagsmorgunn og svo brunað á Krókinn þar sem við ætlum að djamma á laugardeginum og svo verðum við (já ok með góðri hjálp Stjórnarinnar) hrikalega grand á því þannig að þetta lofar mjöööög góðu. Eins gott að Krókurinn klikki ekki á sínu og það verði eitthvað um að vera því annars fæ ég að heyra það frá 19 vöðvabúntum já og Danna Hjalta ;).

Dabbi"Króksari"Rú

Tuesday, July 18, 2006

Nostalgía

90210 makes me feel like I´m young again. Ég og Blöndalinn höfum rætt um að endurvekja klúbbinn okkar. Við elskuðum báðir Brandon en fannst samt Dylan aðalspaðinn. Vorum skotnir í Brendu en fannst samt Kelly svona meira kærustu material. Brenda var alltaf eitthvað svo óákveðinn hvort hún vildi vera í sambandi eða ekki. Svo var líka alltaf eitthvað vesen á henni og þess vegna var Kelly sú heppna.

En rosalega eldast þessir þættir illa. Af þessu átti maður spólur í tugatali og gat horft á heilu næturnar, ahhh those were the days.

Var í einhverri spurningakeppni á Fótbolta.net fyrir hönd Víkinga og komst í undanúrslit, með svindli náttúrulega. Þeir sem þekkja mig vita að ég fylgist ekkert með fótbolta og því varð maður að beita öllum ráðum. Þið getið tjakkað á þessu hér og hér....

Var í heimsókn hjá Reyni og Kötlu um daginn og þau voru að sýna mér myndir frá Króknum úr einhverri blautbolskeppni sem hann tók þátt í. Alltaf samur við sig kappinn og greinilegt að sumir breytast aldrei ;) sem er gott.....



En við að skoða sömu síðu þá sá ég samt að sumir breytast. Síðast þegar þessi maður stóð fyrir framan peningakassann á Pollanum þá var það ekki til að afgreiða...... Æi við vorum öll ung og gerðum heimskulega hluti.. Mis heimskulega þó!


Tuesday, July 04, 2006

Eitt stutt

Svona til að halda þessari síðu á lífi.

Rakst á þetta á netinu og fannst alveg æði. Þetta er ein af þeim sögum sem manni vöknar um augun við að heyra.

Annars er ansi mikið búið að gerast frá því síðast enda rétt rúmir 4 mánuðir frá síðasta bloggi. Sjálfsagt flestir hættir lestri á þessari síðu og finnst mér það ekki skrýtið.

Fótboltinn fer vel af stað og erum við í 2. sæti Landsbankadeildarinnar og komnir í 8 liða úrslit í bikarnum, slógum út FH í 16 liða og vorum þar með fyrsta liðið til að vinna þá í sumar. Er búinn að vera frekar pirraður í um heila viku núna. Er eitthvað meiddur á öxl/hálsi og er það gjörsamlega að drepa mig. Gaf ekki kost á mér í FH leikinn og veit satt að segja ekki hvernig framhaldið verður og það er af þeim sökum sem pirringurinn er svona mikill. En vona samt að ég skáni því ég vill ekki missa af meiru en ég hef nú þegar gert.

Katla og Lilli Lú eru á Blönduósi svo það er nú frekar einmannalegt hérna í borginni þessa stundina. Félagarnir hafa þó verið duglegir við að stytta mér stundirnar og væri ég genginn af göflunum ef ekki væri fyrir þá.

En jæja þetta er ágætt svona til að smella þessu aftur af stað...

Stay tuned

Dabbi Rú

This page is powered by Blogger. Isn't yours?