<$BlogRSDUrl$>

Saturday, September 01, 2007

Allir á Laugardalsvöllinn

Eða horfa í beinni á RÚV...

Í fyrra komst ég í undanúrslit í bikarnum með Víking. Það var einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað á ævinni þrátt fyrir slæm úrslit og enn verri meiðsli hjá mér strax á 19 mínútu. Meiðsli sem eru enn að stríða mér.

Þegar ég fór að funda með Jóni Þorbjörns í vetur þá sagði ég við hann að það væru stundir sem þessar (úrslitaleikir) sem ég myndi sakna frá Víkingunum, en bætti svo við "Iss, við eigum hvort sem er eftir að fara þetta langt í bikarnum". Án þess að gera lítið úr okkar liði þá spyr ég; Hver hefði trúað því að ég myndi reynast sannspár? Ekki margir, það er víst. Að minnsta kosti sýndist mér Jón ekki gera það.

Já mitt ástkæra Fjölnislið er komið í undanúrslit og nú heimta ég að flestir, helst allir, sem lesa þetta mæti í Laugardalinn kl 8 á mánudagskvöldið. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta horfa þá á leikinn í beinni á RÚV. Við erum litla liðið en möguleikarnir eru góðir. Við erum með ungt og skemmtilegt lið sem er alltaf líklegt en það eina sem Fylkisliðið hefur á okkur er reynslan.

Djöfull verður þetta gaman...

D.Rú

p.s. Þeir sem eru til í stemmara klikka hér...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?